Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2017 Ágúst

05.08.2017 13:49

Hákarlaskurður á Húsavík

Hér kemur myndband sem ég tók í júlímánuði þegar verið var að skera hákarla um borð í Fram ÞH þar sem hann lá við bryggju á Húsavík.

05.08.2017 10:48

Sunna Rós

Jón Steinar tók þessa  mynd af makrílveiðibátnum Sunnu Rós SH 123 á dögunum. Hún var þá að veiðum fyrir utan Keflavík en bátinn gerir út formaður LS, Axel Helgason.

2810. Sunna Rós SH 123. © Jón Steinar Sæmundsson 2017.

05.08.2017 10:37

Kaldbakur

Kaldbakur kom í gær til Dalvíkur og landaði eftir að hafa farið í prufutúr. Haukur var á vaktinni eins og jafnan áður og tók þessar myndir.

Á efri myndinni er hann við bryggju og m.a sést í systurskipið Björgúlf. Á neðri myndinni er Kaldbakur að leggja í sín aaðra veiðiferð.

Og svo er þriðji togarinn af þessari gerð lagður af stað heim frá Tyrklandi undir stjórn Snorra Snorrasonar skipstjóra, Drangey SK 2.

2891. Kaldbakur EA 1 í Dalvíkurhöfn. © Haukur Sigtryggur 2017.

 

2891. Kaldbakur EA 1. © Haukur Sigtryggur 2017.

 

03.08.2017 17:08

Óskar

Óskar ÞH 234 kom að landi á Húsavík um kaffileytið í dag og þá tók ég þessa mynd. Óskar hét áður Arnar SH 32 og er í eigu Moshlíðar ehf.

2163. Óskar ÞH 234 ex Arnar SH. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

02.08.2017 22:49

Erling

Netabáturinn Erling KE 140 lætur hér úr höfn á Dalvík fyrr í sumar en hann stundar veiðar á grálúðu í net fyrir norðan land.

233. Erling KE 140 ex Óli á Stað GK. © Haukur Sigtryggur 2017.

01.08.2017 23:10

Gyðjan

Gyðjan HU 44 er hér að koma til hafnar á Skagaströnd fyrir skömmu. Jón Steinar var á ferðinni þar og tók myndina af bátnum sem er af gerðinni Skel 80. Smíðuð 1986 og er gerð út til strandveiða af Skálavík ehf.

6717. Gyðjan HU 44 ex EA 44. © Jón Steinar 2017.

01.08.2017 19:33

Jökull og Þórsnes

Hér má sjá tímana tvenna, innan á garðinum liggur Jökull ÞH 259 en utan á honum Þórsnes SH 109. Myndin var tekin á Húsavík sl. föstudag en skipin tengjast eigendaböndum. Jökull er í eigu GPG Seafood ehf. sem er eigandi að Þórsnesi ehf. sem á Þórsnesið.

Bæði smíðuð í Noregi með 32 ára millibili.

259. Jökull ÞH 259 - 2936. Þórsnes SH 109.  © Hafþór Hreiðarsson 2017.

01.08.2017 16:09

Guðmundur í Nesi

Frystitogari Brims Seafoods, Guðmundur í Nesi RE 13, á toginu á Hampiðjutorgi. Myndina tók Gunnþór Sigurgeirsson skipverji á togaranum er hann ásamt fleirum fóru yfir í Brimnesið sem var að veiðum á sömu slóðum.

2626. Guðmundur í Nesi RE 13 ex Hvilvtenni. © Gunnþór 2017.

 

Flettingar í dag: 451
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396787
Samtals gestir: 2007661
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 20:06:47
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is