Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

23.10.2016 11:20

Þórir

Þórir SF 77 landaði mikið á Húsavík þegar hann var gerður út á úthafsrækju og hér lætur hann úr höfn. Upphaflega Haförn GK 21 (á íslenskri skipaskrá) og síðar lengi vel Helga RE 49 áður en hann varð Þórir.

91. Þórir SF 77 ex Helga RE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

23.10.2016 11:15

Sæþór

Sæþór EA 101 kemur hér til hafnar á Húsavík á árum áður, var á netum þegar þessi mynd var tekin. Upphaflega Jón Helgason ÁR 12, smíðaður á Ísafirði.

1291. Sæþór EA 101 ex Votaberg SU. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

22.10.2016 11:59

Þrír Dúddi Gísla

Hér koma myndir af þrem bátum sem borið hafa nafnið Dúddi Gísla GK 48. Útgerð BESA ehf. í Grindavík. Sá efsti heitir í dag Ölli Krókur GK, sá í miðið var yfirbyggður  um árs gamall og settur í hann beitningarvél. Heitir Pálína Ágústsdóttir GK í dag.

2495. Dúddi Gísla GK 48. © Hafþór Hreiðarsson.

 

2640. Dúddi Gísla GK 48. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

 

2778. Dúddi Gísla GK 48. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

22.10.2016 11:24

Jón Bjarnason og Sif

Hér liggja saman við bryggju í Reykjavík Jón Bjarnason SF 3 og Sif ÍS 225. Jón Bjarnason hét Gísli Lóðs frá Hafnarfirði í upphafi og var smíðaður í Frederikssund í Danmörku. Sif var smíðuð í Neskaupsstað 1964 fyrir Þór hf. á Suðureyri.

62. Jón Bjarnason SF 3 - 956. Sif ÍS 225. © Hafþór Hreiðarsson.

22.10.2016 11:12

Sæborg

Þessa mynd af Sæborginni þar sem hún lætur úr höfn á Húsavík tók ég í júlí sl. Hét áður Áróra RE 82. Upphaflega Sæborg ÞH 55.

1475. Sæborg ex Áróra RE. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

21.10.2016 20:58

Sómabátar á Raufarhöfn

Gunnar Páll tók þessa mynd í september af Sómabátunum Kristínu ÞH 15 og Birni Jónssyni ÞH 345 í höfninni á Raufarhöfn. Útgerðafélagi Röðull ehf. á Björn Jónsson ÞH en Rán ehf. Kristínu ÞH.

2641. Kristín ÞH 15 - 2612. Björn Jónsson ÞH 345. © Gunnar Páll 2016.

 

 

21.10.2016 20:42

Þórsnes

Hér kemur mynd af Þórsnesi SH 109 koma að landi á Raufarhöfn en báturinn hefur landað þar í haust. Myndina tók Gunnar Páll Baldursson hafnarvörður Raufsara í september sl..

967. Þórsnes SH 109 ex Marta Ágústsdóttir GK. © Gunnar Páll 2016.

 

 

21.10.2016 14:09

Anna

Sjálfsagt er maður farinn að endurtaka sig nokkuð oft eftir að hafa haldið þessari síðu út í ellefu ár og kannski hef ég birt þessa mynd áður. En hvað um það þetta er Anna HF 39 að koma til hafnar í Reykjavík. Upphaflega Anna ÓF 7, smíðuð á Akureyri 1961.

284. Anna HF 39 ex ÓF 7. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

20.10.2016 20:10

Bjarni Sæmundsson

Birtu var tekið að bregða þegar hafrannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson RE 30 kom til hafnar á Húsavík í dag. Hann hefur verið síldar- og rækjutúr eins og kom fram í Mogganum á dögunum.  

Bjarni Sæmundsson var smíðaður í Þýskalandi 1970 og afhent í desember sama ár.

1131. Bjarni Sæmundsson RE 30. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

 

 

 
 

20.10.2016 15:05

Helga II

Helga II RE 373 að taka trollið um borð í Reykjavíkurhöfn. Helga II var smíðuð í Harstad í Noregi 1967 en vék fyrir nýrri Helgu II árið 1988.

1018. Helga II RE 373. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

20.10.2016 14:43

Níels Jónsson

Þetta er að ég held elsta myndin sem ég á af Níelsi Jónssyni EA 106. Tók hana á Dalvík veturinn sem Höddi vinur minn var í stýrimannaskólanum þar. Svo er spurning hvaða ár það var nákvæmlega. En þarna er báturinnc.a 10 ára gamall. 

1357. Níels Jónsson EA 106 ex Arnarnes ÍS. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

19.10.2016 22:06

Þessi fer í hvalaskoðun á Skjálfanda næsta sumar

Sölkusiglingar á Húsavík festu kaup á þessum bát fyrr í haust og mun hann verða klár í hvalaskoðun á Skjálfanda næsta vor. Upphaflega Hafsúlan SH 7 en þegar pabbi tók þessa mynd hét hann Már NS 87 og var á rækjuveiðum í Öxarfirði.

Lesa nánar hér

1470. Már NS 87 ex Hafsúlan RE. © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

19.10.2016 20:06

Oddeyrin

Eins og kom fram við myndina af Sunnutindi hér að neðan beið Oddeyrin eftir því að komast undir kranan og hér er mynd af henni leggjast að bryggju. Mig minnir að amk. tveir húsvíkingar hafi verið í áhöfn skipsins þarna, þeir Bjarni Pétursson og Aðalbjörn heitinn Þormóðsson.

ATH ! Bjarni frændi minn hefur leiðrétt mig í áliti hér að neðan. Þrír húsvíkingar voru í áhöfn Oddeyrar, Sigurjón Sigurbjörnsson stýrimaður og hásetarnir Guðmundur Óskarsson og téður Bjarni.

1046. Oddeyrin EA 210 ex Albert GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

19.10.2016 13:36

Sunnutindur

Hér kemur ein frá Grindavík tekin snemma á þessari öld. Hún sýnir Sunnutind SU 59 fara frá bryggju eftir loðnulöndun. Þá sést í stefnið á Oddeyrinni EA 210 sem beið þess að komast undir kranann.

Sunnutindur hér upphaflega Reykjaborg RE 25, smíðaður 1964 í Noregi. Síðar Stapavík SI 4 og þá Víkurberg GK 1. Að lokum Sunnutindur SU 59 en skipið var selt til niðurrifs í Danmörku árið 2004.

979. Sunnutindur SU 59 ex Víkurberg GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

18.10.2016 17:29

Örn KE 13

Hér er ein síðan 1990 að mig minnir eða um það bil amk.. Örn KE 13 siglir inn Skjálfandaflóa af rækjumiðunum áleiðis til hafnar á Húsavík. Mig minnir að Eiríkur Sigurðsson hafi verið með hann þarna.

1012. Örn KE 14. © Hafþór Hreiðarsson.
Flettingar í dag: 640
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 2072
Gestir í gær: 137
Samtals flettingar: 6704804
Samtals gestir: 1176425
Tölur uppfærðar: 27.10.2016 04:45:17
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is