Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

22.01.2017 14:32

Happasæll

Happasæll KE 94 í slipp í Njarðvík. Grímsnes GK 555 í dag en upphaflega Heimir SU 100 frá Stöðvarfirði. Smíðaður í Noregi 1963.

89. Happasæll KE 94 ex Árni Geir KE. © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

21.01.2017 15:17

Portland

Portland við bryggju í Eyjum vorið 2011, upphaflega Víðir II GK 275 smíðaður í Noregi 1960. Fór til Belgíu í niðurrif 2015.

219. Portland VE 97 ex Arney HU. © EKS 2011.

 

 

20.01.2017 21:59

Týr

Varðskipið Týr kemur að bryggju á Húsavík 8. september 2013.

1421. Týr. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

 

16.01.2017 17:09

Harðbakur

Harðabakur EA 303 er einn stóru Spánartogaranna sem smíðaðir voru fyrir íslendinga á Spáni um árið. Harðbakur var smíðaður 1974 og kom til heimahafnar á Akureyri í marsmánuði 1975. Hann var síðastur í röð sex togara sem smíðaðir voru eftir sömu teikningu. BÚR fékk þrjá, BÚH einn og ÚA tvo og hafði Kaldbakur EA 301 komið til Akureyrar 20. desember 1974. Harðbakur heitir í dag Posedon EA 303 og er rannsóknarskip. Bjarni Benediktsson RE 210 var fyrstur í röð stóru spánverjanna og kom hann til landsins 16. janúar 1973 eða fyrir sléttum 44 árum.

1412. Harðbakur EA 303. © Hafþór Hreiðarsson.

 

1412. Harðbakur EA 303. © Hafþór Hreiðarsson.

15.01.2017 21:01

Gunnbjörn

Hér kemur Gunnbjörn ÍS 302 til hafnar á Húsavík. Þarna var búið að endurbyggja hann töluvert en verkinu hvergi nærri lokið. Smíðaður í Njarðvík 1985 sem Haukur Böðvarsson ÍS 847 en heitir Valbjörn ÍS 307 í dag.

1686. Gunnbjörn ÍS 302 ex Kristján Þór EA. © Hafþór Hreiðarsson.

 

1686. Gunnbjörn ÍS 302 ex Kristján Þór EA. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

14.01.2017 18:28

Sævaldur

Sævaldur EA 203 við bryggju á Dalvík. Hann var smíðaður í Vestmannaeyjum 1971 og hét upphaflega Ingi GK 148. Samkvæmt vef Fiskistofu heitir hann Fridel ST 13 í dag.

1149. Sævaldur EA 203 ex Tindur ÍS. © Hafþór Hreiðarsson.

14.01.2017 13:57

Hamar

Hamar SH 224 hét upphaflega Jörundur II RE 299, smíðaður í Englandi 1964. 1969 var hann keyptur til Raufarhafnar þar sem hann fékk nafnið Jökull ÞH 299. Þegar félagarnir létu smíða Rauðanúp fyrir sig í Japan árið 1973 var Jökull seldur á Rif.  Þar fékk nafnið Hamar SH 224 sem hann ber enn þann dag í dag. Eftir að þessi mynd var tekin hefur honum verið slegið út að aftan.

253. Hamar SH 224 ex Jökull ÞH. © Olgeir Sigurðsson.

14.01.2017 13:46

Sigluvík

Sigluvík SI 2 á toginu, hún var smíðuð á Spáni 1974 fyrir Siglfirðinga. Seld úr landi 2003. Var lengst af appelsínugul en fékk þennan bláa lit í seinni tíð. Myndina tók Olgeir Sigurðsson.

1349. Sigluvík SI 2. © Olgeir Sigurðsson.

 

 

 

14.01.2017 13:32

Skagfirðingur

Skagfirðingur SK 4 á toginu. Upphaflega Vigri RE 71, smíðaður í Póllandi 1972 fyrir Ögurvík hf. í Reykjavík. Seldur á Sauðárkrók 1992 þar sem hann fékk það nafn sem hann ber á myndinni. Seldur Torfnesi ehf. á Ísafirði tíu árum síðar og varð Haukur ÍS 847. Fór í brotajárn 2007.

1265. Skagfirðingur SK 4 ex Vigri RE. © Olgeir Sigurðsson.

 

 

13.01.2017 15:15

Guðrún Hlín

Rækjutogarinn Guðrún Hlín BA 122 frá Patreksfirði á miðunum. Upphaflega Kolbeinsey ÞH 10 smíðuð á Akureyri 1981. Þegar hún var seld frá Húsavík varð hún Hrafnseyri ÍS 10 frá Bolungarvík en þaðan var hún seld til Patreksfjarðar þar sem hún fékk þetta nafn sem hún ber á myndinni. Annars hefur saga Kolbeinseyjar komið fram á síðunni áður.

1576. Guðrún Hlín BA 122 ex Hrafnseyri ÍS. © Olgeir Sigurðsson.

 

 

13.01.2017 15:05

Helga Björg

Rækjutogarinn Helga Björg HU á mynd sem Olgeir Sigurðsson þá skipstjóri á Geira Péturs ÞH tók á miðunum. Helga Björg var keypt til Skagastrandar í lok árs 1995 og hét fyrst Bettý HU 31. Smíðuð í Noregi 1976. Í dag er þetta rannsóknarskipið Neptune frá Akureyri.

2266. Helga BJörg HU 7 ex Betty HU. © Olgeir Sigurðsson.

 

 

12.01.2017 22:22

Ingimundur

Rækjutogarinn Ingimundur SH 335 við bryggju á Húsavík í janúarmánuði 2002. Upphaflega Heiðrún ÍS 4 og síðar Heiðrún GK 505 smíðuð á Ísafirði 1978. Síðast Skúmur HF 177 og seldur til Rússlands 2006. 

1506. Ingimundur SH 335 ex Heiðrún GK. © Hafþór Hreiðarsson 2002.

 

 

12.01.2017 22:13

Náttfari

Náttfari RE 59 að koma að bryggju á Húsavík fyrripart vetrar 2002 en hann var á rækju.

1652. Náttfari RE 59 ex Álsey VE. © Hafþór Hreiðarsson 2002.

 

 

11.01.2017 17:51

Arnar - Hríseyjan

Arnar HU 1 í slipp á Akureyri á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar. Einn togaranna sem smíðaðir voru fyrir íslendinga í Japan og þeirra yngstur. Smíðaður 1973, hét síðar Arnar II HU þegar nýr Arnar leysti hann af hólmi og svo Arnar gamli HU.  Neðri myndin er tekin eftir að Samherji keypti togarann og gerði út undir nafninu Hríseyjan EA 410. Hríseyjan fór í pottinn árið 2004.

1307. Arnar HU 1. © Hafþór Hreiðarsson.

 

1307. Hríseyjan EA 410 ex Arnar gamli HU. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

11.01.2017 17:42

Svanur

Rækjubáturinn Svanur EA 14 úr Hrísey á toginu. Smíðaður á Ísafirði 1959 og hét upphaflega Víkingur II ÍS 170. 

892. Svanur EA 14 ex Jón Helgason ÁR. © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

Flettingar í dag: 1008
Gestir í dag: 131
Flettingar í gær: 998
Gestir í gær: 231
Samtals flettingar: 6925663
Samtals gestir: 1228102
Tölur uppfærðar: 24.1.2017 20:39:25
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is