Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

25.02.2017 16:48

Björgúlfur

Björgúlfur EA 321 kemur hér að landi á Dalvík 3. apríl 2014. Smíðaður í Slippstöðinn á Akureyri 1977 eða fyrir fjörutíu árum, (skrokkurinn smíðaður í Flekkufirði). Innan tíðar kemur nýr Björgúlfur EA 312 sem leysa mun þennan að hólmi en hann er í smíðum í Tyrklandi.

1476. Björgúlfur EA 312. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

24.02.2017 22:17

Guðrún Jakobsdóttir

Hér mynd síðan á haustdögum 2006 sem sýnir Guðrúnu Jakobsdóttur EA 144 við bryggju á Húsavík. Báturinn heitir í dag Aldan ÍS 47. Sighvatur GK 57 liggur utan á þvergarðinum og löndun í gangi.

1968. Guðrún Jakobsdóttir EA 144 ex María Péturs VE. © Hafþór 2006.

23.02.2017 17:33

Haförn

Haförn ÞH 26 fór á net eftir verkfall og hér kemur hann að landi á Húsavík í dag. Aflinn tæp 10 tonn í 48 net.

1979. Haförn ÞH 26 ex Þorsteinn BA. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

20.02.2017 16:19

Hörður Björnsson

Hér lætur línuskipið Hörður Björnsson ÞH 260 úr höfn í dag, fyrsti róður eftir verkfall.

264. Hörður Björnsson ÞH 260 ex Gullhólmi SH. © Hafþór 2017.

 

 

18.02.2017 15:42

Siggi

Þessa mynd tók Rósa Árnadóttir tengdamóðir mín í Grímsey í marsmánuði 1994 af Sigga EA 150 koma að landi. Siggi var smíðaður á Siglufirði 1974 fyrir Þorlák Sigurðsson í Grímsey og ef mér skjöplast ekki stendur hann í stafni. Siggi er enn til á Akureyri að því ég best veit.

5390. Siggi EA 150. © Rósa Árnadóttir 1994.

18.02.2017 12:26

Í Reykjavíkurhöfn

Hér kemur ein gömul úr Reykjavík sem sýnir Kristján S SH, Haförn BA og Hafnarberg RE við bryggju. Og Jón Finnsson RE sem í dag heitir Kap VE er í slipp. Kristján S sökk árið 2002 og Haförn sökk 1993 á Breiðafirði. Hann hét þá Dalaröst SH  og var á hörpudiskveiðum og steytti á skeri. Hafnarbergið heitir Dúa RE og er bryggjublóm í Grindavík. 

Reykjavíkurhöfn. © Hafþór Hreiðarsson.

17.02.2017 21:04

Vilborg

Vilborg ÞH 11 kemur að landi á Húsavík í dag. Vilborg er Skel 80 frá Trefjum, smíðuð 1982. Eigandi Vilborgar er Hreiðar Jósteinsson en báturinn hét áður Eyrún ÞH.

6431. Vilborg ÞH 11 ex Eyrún ÞH. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

17.02.2017 20:01

Brúarfoss

Brúarfoss siglir hér inn Skjálfandaflóa í dag í sinni síðustu ferð til Húsavíkur. Siglingaáætlun Eimskipa er að breytast og tvö skip munu koma hingað í stað Reykjafoss sem hefur komið hálfsmánaðarlega. Þau koma til skiptis og verða því vikulegar komur skipa frá Eimskip til Húsavíkur.

Brúarfoss var smíðaður 1992 og er 126,6 metra langur og 20,5 metra breiður.

Brúarfoss kemur til Húsavíkur í dag. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

12.02.2017 18:50

Fífill og Albert

Hér liggja þeir við löndunarbryggju á Siglufirði, Fífill GK 54 og Albert GK 31. Fífill smíðaður í Harstad 1967 og Albert í Flekkefjörd sama ár enda einugnis eitt skipaskrárnúmer á milli þeirra. Albert var upphaflega Birtingur NK 19.

1048. Fífill GK 54. - 1046. Albert GK 31 ex Birtingur NK. © Hafþór.

 

 

 

12.02.2017 15:24

Guðmundur Péturs

Guðmundur Péturs ÍS 45 á toginu svona nýskveraður og fínn. Smíðaður í Portúgal 1984 ,210 brl. að stærð. Hann var keyptur hingað til lands og kom til nýrrar heimahafnar á Patreksfirði rétt fyrir miðnætti á aðfangadagskvöld 1986. Þrymur hét hann og leysti af hólmi gamlan vertíðarbát Hraðfrystihúss Patreksfjarðar með því nafni. Síðar, eða 1989, verður hann  Látravík BA 66 og því næst Guðmundur Péturs ÍS 45. Síðar nokkrar skráningar undir þessu nafni, s.s. GK, ÍS og RE. Þá Kópanes RE 270 og selt úr landi 2003.

1753. Guðmundur Péturs ÍS 45 ex Látravík BA. © Hermann A. Sigurðsson.

 

 

12.02.2017 15:01

Aðalbjörg

Aðalbjörg RE 5 var smíðuð á Seyðisfirði 1987 og verður því þrítug í ár. Ég er ekki alveg klár á því hvenær ég tók þessa mynd, man bara að ég myndaði hana einhverju sinni úr Akraborginni. Lengd var hún 1995.

1755. Aðalbjörg RE 5. © Hafþór Hreiðarsson.

 

12.02.2017 14:47

Sunnuberg

Hér kemur mynd Péturs Helga Péturssonar af Sunnuberginu GK 199 á loðnumiðunum í den. Upphaflega og lengst af Gísli Árni RE 375.

1002. Sunnuberg GK 199 ex Gísli Árni RE. © Pétur Helgi Pétursson.

 

 

12.02.2017 14:36

Ásbjörg

Ásbjörg ST 9 kemur til hafnar á Húsavík, sennilega árið 1993. Myndina tók Vilhjálmur Sigmundsson. Ásbjörg heitir í dag Máni og er hvalaskoðunarbátur gerður út frá Dalvík. Smíðaður 1977 í Skipavík 1977.

1487. Ásbjörg ST 9. © Vilhjálmur Sigmundsson.

12.02.2017 14:25

Þorsteinn

Hér kemur mynd af Þorsteini GK 15 sem ég held að ég hafi ekki birt áður. Þarna er hann að koma til hafnar á Húsavík. Saga þessa báts er nú flestum bátaáhugamönnum kunn þannig að hér set ég punktinn.

926. Þorsteinn GK 15 ex EA. ÞH 115 í dag. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

11.02.2017 16:11

Mokstein

Mokstein lagði í siglingu yfir hafið í dag og áfangastaðurinn Noregur þar sem Bergen verður heimahöfn. Óskar Franz tók þessa mynd af skipinu sigla út sundin og ætli megi ekki segja að þetta sé í síðasta skipti sem gamli Narfi RE 13 lætur úr höfn í Reykjavík.

LEVK.Mokstein ex Lundey NS. © Óskar Franz 2016.

 

Flettingar í dag: 255
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 1909
Gestir í gær: 751
Samtals flettingar: 6981974
Samtals gestir: 1245809
Tölur uppfærðar: 26.2.2017 02:07:11
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is