Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

22.06.2017 12:03

MS. Mary - Nýhöfn

Myndaði þennan í Nýhöfn á dögunum þegar ég var í Kaupmannahöfn. Mary heitir hann og er húsbátur sem liggur í Nýhöfn og hægt að kaupa gistingu í honum eins og sjá má hér

 

22.06.2017 11:43

Ný Cleopatra 33 til Þrándheims

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Mausund sem er á eyju rétt fyrir utan Þrándheim í Noregi.

Kaupandi bátsins er Ståle Myrseth sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum.

 

Báturinn hefur hlotið nafnið Filip.  Báturinn mælist 11brúttótonn.  Filip er af gerðinni Cleopatra 33.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan L086TIM 315hp tengd ZF V-gír.  Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Furuno.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er útbúinn til neta og gildruveiða.

Veiðibúnaður kemur frá Hydema í Noregi.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

 

Rými er fyrir 12stk 380lítra kör í lest.  Í bátnum er upphituð stakkageymsla og salerni með sturtu.  Borðsalur er í brúnni.  Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Reiknað er með að báturinn hefji veiðar núna um mánaðarmótin.

Filip ST-185-F. © Trefjar.is

 

 

22.06.2017 10:46

Pálína Ágústsdóttir

Sóley SH 124 hefur nú fengið nafnið Pálína Ágústsdóttir og einkennistafina EA. Númerið er 85 og heimahöfnin Hrísey. Útgerð K&G ehf sem gert hefur út krókaaflamarksbátana Darra EA 75 og Pálínu Ágústsdóttur GK 1. Báturinn hét upphaflega Harpa GK 111 og var smíðaður á Seyðisfirði 1985. Hét síðar Hrísey SF 48 og Silfurnes SF 99 áður en hann varð Sóley SH 124.

Jón Steinar Sæmundsson tók þessa mynd á ferð sinni um Snæfellsnes á dögunum.

1674. Pálína Ágústsdóttir EA 85 ex Sóley SH. © Jón Steinar 2017.

21.06.2017 17:55

Salka

Salka kom til nýrrar heimahafnar á Húsavík meðan ég var í burtu þannig að ég lá fyrir henni í dag þó farið væri að rigna og hvessa. 

Salka var smíðuð 1976 hjá Bátasmiðjunni Dröfn í Hafnarfirði eftir teikningu Egils Þorfinnssonar og hét upphaflega Hafsúla RE 77.

Síðar hét hann Már NS 87 frá Bakkafirði, Dagbjört  SU 50 frá Fáskrúðsfirði, Haförn HU 4 frá Hvammstanga, Haförn ÍS 177 frá Þingeyri og síðar Bolungarvík, Hafsúla KE 46 frá Keflavík, Hafsúla ST 11 frá Hólmavík, Hafsúla ÍS 741 frá Ísafirði, Hafsúla BA 741 frá Pareksfirði, Kittí BA 741 frá Bíldudal, Jórunn ÍS 140 frá Bolungarvík og Pétur Afi SH 374 frá Ólafsvík. Og nú Salka frá Húsavík í eigu Sölkusiglingar ehf.

1470. Salka ex Pétur afi SH. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

1470. Salka ex Pétur afi SH. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

 

21.06.2017 15:51

Þórsnes

Línu- og netaskipið Þórsnes SH 109 kom til heimahafnar í Stykkishólmi á dögunum og tók Óskar Franz þessa mynd við það tækifæri.

Þórsnesið er 880 brúttótonn að stærð, 43,3 metrar á lengd og 10,5 metrar á breidd. Skipið var smíðað árið 1996 og er því mun yngra en gamla Þórsnesið sem það mun leysa af, það var smíðað árið 1964 og hét upphaflega Keflvíkingur KE 100.

Þórsnesið hét áður Veidar 1 og er ég er himinlifandi yfir því að skipið fékk að halda sínum fallega rauða lit.

Annars  þakka Óskari Franz fyrir myndina og kannski koma fleiri því ég á annan vin suður með sjó sem tók myndir við þetta tækifæri.

2936. Þórsnes SH 109 ex Veidar 1. © Óskar Franz 2017.

 

21.06.2017 15:26

Björgúlfur

Björgúlfur hinn nýi kom til heimahafnar á Dalvík 1. júní sl. og tók Haukur Sigtryggur þessar myndir af honum við komuna.

Björgúlfur er einn fjögurra togara sem smíðaður er eftir sömu teikningu fyrir íslenskar útgerðir í Tyrklandi. Kaldbakur EA kom fyrstur, síðan Björgúlfur EA og næst kemur Drangey SK og loks Björg EA.

2892. Björgúlfur EA 312. © Haukur Sigtryggur 2017.

 

2892. Björgúlfur EA 312. © Haukur Sigtryggur 2017.

 

2892. Björgúlfur EA 312. © Haukur Sigtryggur 2017.

21.06.2017 08:14

Ný Cleopatra til Skotlands

Um síðustu mánaðarmót afhenti Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði nýjan Cleopatra bát til Burnmouth á austurströnd Skotlands.

Að útgerðinni stendur John Affleck sjómaður frá Burnmouth sem jafnframt er skipstjóri á bátnum.

Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Soph-Ash-Jay-2.  Báturinn er 15brúttótonn.  Soph-Ash-Jay-2 er af gerðinni Cleopatra 40.  Báturinn er þriðji báturinn sem Trefjar afhenda útgerðinni.

Annar af eldri bátun útgerðarinnar Cleopatra 38 sem útgerðin fékk afhendann 2008 verður áfram í rekstri.  Nýi báturinn mun leysa af hólmi eldri og minni Cleopatra 33 bát frá 2003.

 

Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C13 650hp tengd ZF 325IV gír.

Báturinn er útbúinn 17kW rafstöð af gerðinni Westerbeke.  Siglingatæki koma frá Simrad.  Báturinn er með uppsettar Olex og MaxSEA skipstjórnartölvur.

Hann einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.  Í bátnum er andvelti gýrókúla.

Báturinn er útbúinn til gildruveiða á humri og töskukrabba.  Reiknað er með að báturinn muni draga 1000gildrur á dag.

Í fiskilest bátsins er sjálfvirkt sjóúðunarkerfi til að halda humri lifandi um borð.

Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.

 

Rými er fyrir 17stk 380lítra kör í lest.  Í vistarverum er, svefnpláss fyrir þrjá til fjóra auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

 

Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Burnmouth allt árið, báturinn hefur þegar hafið veiðar.

Soph Ash Jay 2. © Trefjar.is 2017.

 

20.06.2017 23:25

Akurey AK 10

Þá er maður kominn heim eftir tæplega mánaðarflakk og lítið verið að sjá á þessari síðu minni á meðan. Og maður missti m.a. af komum nýrra skipa og báta en ég á góða að, vini sem ljá manni myndir fyrir eitt orð. Einn þeirra er Guðmundur St. Valdimarsson sem tók þessa mynd í morgun þegar Akurey AK 10 kom til heimahafnar á Akranesi. 

Akurey er eitt þriggja systurskipa sem er smíðuð eru fyrir HB Granda hjá skipasmíðastöðinni Celiktrans í Istanbul Tyrklandi. Akurey er 54.75 m á lengd og 13,5 m á breidd og stærð aðalvélar 1.799 kW.  

2890. Akurey AK 10. © Guðmundur St. Valdimarsson 2017.

25.05.2017 09:32

Kaldbakur og Sólberg

Hér koma myndir af nýju togurunum sem komnir eru á Norðurlandið, þ.e.a.s Kaldbakur EA 1 og Sólberg ÓF 1. Og það eiga eftir að koma fleiri á þessu ári, Samherjaskipin Björgúlfur EA 312 á heimleið, Björg EA 10 kemur síðar á árinu og þá kemur Drangey SK til Sauðárkróks. Mér finnst Kaldbakur og Sólbergið bæði glæsileg skip þó ólík séu í útliti.

2891. Kaldbakur EA 1. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

2917. Sólberg ÓF 1. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

24.05.2017 22:08

Salka við bryggju í Skipavík

Þá fer að styttast í að Salka leggji í hann til Húsavíkur en því miður verð ég ekki heima til að mynda heimkomuna en ég næ henni síðar. Kokkurinn Bötti sendi mér þessa mynd sem hann tók í Skipavík í dag og hún verður að duga að sinni. Það voru Sölkusiglingar á Húsavík sem keyptu Pétur afa og gerðu upp til notkunar í ferðaþjónustu en fyrir eiga þau Fanney.

1470. Salka ex Pétur afi SH. © Börkur Emilsson 2017.

 

 

24.05.2017 16:52

Garðar

Hér er Garðar að koma að landi eftir hvalaskoðunarferð á Skjálfanda í gær.

260. Garðar ex Sveinbjörn Jakobsson SH. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

23.05.2017 22:19

Húsavík í dag

Hér kemur ein sem ég tók í dag á bryggjunni, reyndar nokkrar sem ég skeytti saman.

Húsavíkurhöfn 23. maí 2017. © Hafþór Hreiðarsson.
 

22.05.2017 14:57

Sólbergið á siglingu

Hér er enn ein myndin af Sólberginu ÓF 1, hér  á siglingu í mynni Ólafsfjarðar sl. föstudagsmorgun.

2917. Sólberg ÓF 1. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

 

21.05.2017 23:03

Húsavíkurhöfn í dag

Þessa mynd tók ég við Húsavíkurhöfn rétt fyrir kvöldmat í kvöld en þá var skýjafarið mög falleg hér við Skjálfanda. 

Húsavíkurhöfn undir kvöld 21. maí 2017. © Hafþór Hreiðarsson.

21.05.2017 14:53

Norfjörd

Flutningaskipið Nordfjörd kom aftur í gær til Húsavíkur, nú með 6000 tonn af möl til malbiksgerðar. Það kom fyrir rúmri viku með 6.200 tonn af steinefnum fyrir malbikun ganganna sem liggja frá Húsavíkurhöfn að iðnaðarsvæðinu á Bakka. 

Nordfjörd. © Hafþór Hreiðarsson 2017.
Flettingar í dag: 962
Gestir í dag: 408
Flettingar í gær: 3200
Gestir í gær: 1284
Samtals flettingar: 7279081
Samtals gestir: 1359129
Tölur uppfærðar: 22.6.2017 12:03:46
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is