Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

07.12.2016 22:35

Björg Jónsdóttir og Arnarnúpur

Þarna liggja fjölveiðiskipin Björg Jónsdóttir ÞH 321 og Arnarnúpur ÞH 272 við bryggju á Húsavík. Og á milli þeirra liggur Kristey ÞH 25 sem var engu minni fjölveiðibátur en hinir. Sem Kristbjörg ÞH 44 fiskaði hún á línu, í net, dragnót, lagnet á síld og rækju í troll auk þess sem þorskur og ufsi var veiddur í nót. Já og loðna í beitu.

En fjölveiðiskipin tvö voru bæði innlend smíði. Björg Jónsdóttir smíðuð hjá Slippstöðinni á Akureyri 1978 sem Óskar Magnússon AK 177 og Arnarnúpur hjá Þorgeir og Ellert á Akranesi 1980 sem Sölvi Bjarnason BA 65. Bæði þessi skip horfin úr flotanum.

1508. Björg Jónsdóttir og 1556. Arnarnúpur ÞH 272. © Hafþór

07.12.2016 22:21

Víkingur

Hér skemmtileg drónamynd af Víkingi AK 100 koma inn Vopnafjörðinn til löndunar. Myndina tók Hilmar Örn Kárason skipverji á systurskipinu Venusi NS 150. Myndin mun prýða dagatal Skipamynda 2017 og geta áhugasamir pantað það á korri@internet.is. Verð 3000 kr.

2882. Víkingur AK 100. © Hilmar Örn Kárason 2016.

 

 

07.12.2016 22:12

Skipadagatalið 2017

Þá er ég búinn að sjá próförkina af Skipadagatalinu 2017 og fer það nú í prentun. Á því eru bæði verða bátar sem eru á skrá í dag og aðrir sem horfið hafa. Litlir og stórir og myndir eftir mig og nokkra aðra. Sá elsti er smíðaður 1955 en sá yngsti var smíðaður á þessu ári.

Áhugasamir geta pantað dagatalið á korri@internet.is og fer það í dreifingu um miðjan desember.

Hér að neðan er forsíða dagatalsins 2016. ATH ! Verðið er það sama og í fyrra 3000 kr. stk.

 

 

06.12.2016 21:06

Eyjaberg

Upphaflega hét þessi bátur Vinur ÍS 102 og var frá Hnífsdal. Smíðaður í Þýskalandi 1960 en þegar ég tók þessa mynd við Reykjavíkurhöfn árið 2004 var farið að halla undan fæti. Eyjaberg SK 130 heitir hann þarna en átti eftir að heita Jóhanna Margrét HU 130 og SI 11 áður en hann var rifinn í Njarðvík 2010.

163. Eyjaberg SK 130 ex GK 130. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

 

 

06.12.2016 17:36

Vestmannaey

Vestmannaey VE 444 nýkomin niður ú slippnum í Reykjavík sumarið 2009. Smíðuð í Póllandi 2007 fyrir Berg-Huginn í Vestmannaeyjum.

2444. Vestmannaey VE 444. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

05.12.2016 17:50

Friðrik Sigurðsson

Hér kemur mynd sem ég tók í septembermánuði 2012 og sýnir Friðrik Sigurðsson ÁR 17 koma til hafnar á Húsavík. Hann var þá á rækjuveiðum og það brældi. Hef áður birt myndir úr þessari syrpu auk þess sem báturinn var á dagatalinu hjá mér árið 2013. Upphaflega hét báturinn Halldór Sigurðsson SK 3, smíðaður í Stálvík 1969. 

1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17 ex Jóhann Friðrik ÁR. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

04.12.2016 19:23

Húsavíkurhöfn upp úr 1970

Þessa flottu mynd af Húsavíkurhöfn tók Sigurður Pétur Björnsson á Húsavík, eða Silli eins og hann var jafnan kallaður. Myndina fékk ég  að láni hjá Menningarmiðstöð Þingeyinga. Þetta er upp úr 1970 og vor í lofti, bátaflotinn í landi og flutningaskipið Helgafell liggur sunnan á bryggjunni.

Húsavíkurhöfn. © Silli - Menningarmiðstöð Þingeyinga.

 

 

04.12.2016 18:25

Nýr bátur til Ísafjarðar - Guðbjörg Sigurðardóttir

Í dag kom Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508 í fyrsta skipti til nýrrar heimahafnar á Ísafirði. Báturinn hefur verið um tíma í slipp í Njarðvík en hann hét áður Stígandi VE 77. Upphaflega Emma VE 219, síðar Háey VE 244, Dala-Rafn VE 508 og þá Stígandi. Tjaldtangi ehf. á Ísafirði er eigandi bátsins sem er gul eins og Guggan. Myndirnar tók Ásgeir Hólm Agnarsson.

1664. Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508. © Ásgeir Hólm Agnarsson 2016.

 

1664. Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508 í heimahöfn á Ísafirði. © Ásgeir Hólm.

 

1664. Guðbjörg Sigurðardóttir ÍS 508 ex Stígandi VE. © Ásgeir Hólm 2016.

 

 

 

04.12.2016 12:14

Hópsnes

Eins og fram kom í færslunni um Hópsnesið það sem smíðað var í Stálvík kom fram að höfð voru skipaskipti við Grundfirðinga í aðdraganda nýsmíðar í Póllandi. Hér kemur mynd af því Hópsnesi sem fór síðan upp í úreldingu á því nýja en það hét áður Skipanes SH 608. Upphaflega Framnes ÍS 608 smíðað 1963 í Vaageland í Noregi fyrir Þingeyringa.

57. Hópsnes GK 77 ex Skipanes SH. © Hafþór Hreiðarsson.

04.12.2016 11:20

Oddgeir

Oddgeir EA 600 kemur að landi í Grindavík á vetrarvertíð. Smíðaður í Boizenburg 1967 og hét upphaflega Magnús Ólafsson GK 494. Hans síðasta nafn áður en hann fór í pottinn á þessu ári var Magnús HF 20.

1039. Oddgeir EA 600 ex Gjafar VE 600. © Hafþór Hreiðarsson.

04.12.2016 11:12

Geirfugl

Geirfugl GK 66 að manúera í Grindavíkurhöfn um árið. Upphaflega Héðinn ÞH 57 en heitir Tómas Þorvaldsson GK 10 í dag. Smíðaður í Noregi 1966 fyrir Hreifa h/f á Húsavík. Hét lengi vel Hrafn GK 12 og síðar Háberg GK 299.

1006. Geirfugl GK 66 ex Háberg GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

04.12.2016 11:02

Erling

Erling KE 140 kemur að landi í Grindavík fyrir tíu árum eða svo. Smíðaður í Florö í Noregi 1964 og hét upphaflega Akurey RE 6.

233. Erling KE 140 ex Óli á Stað GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

03.12.2016 15:19

Bræludagur í Sandgerði

Bræludagur í Sandgerði og flotinn í höfn. Hér liggja dragnótabátarnir í röðum og fremst eru Siggi Bjarna GK og Benni Sæm GK. Næst koma Örn KE og sennilega Sólborg innan við hann. Spurning hvaða einkennisstafi hún hafði þarna. Þá koma Ósk og Reykjaborg KE sem síðar varð Geir KE, og efst við bryggjuna eru Valur HF, Árni KE og Njáll RE.

Bræludagur í Sandgerði. © Hafþór Hreiðasson í apríl 2005.

 

 

 

03.12.2016 13:39

Aðalbjörg II

Aðalbjörg II RE 236 kemur að landi í Reykjavík úr netaróðri þann 6. mars 2005. Haukur HF 50 í dag.

1269. Aðalbjörg II RE 236 ex Gulltoppur ÁR. Hafþór Hreiðarsson 2005.

 

 

03.12.2016 13:34

Aðalbjörg

Aðalbjörg RE 5 kemur að landi í Reykjavík þann 6. mars 2005 og var þá á netum. 

1755. Aðalbjörg RE 5. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

 

 

Flettingar í dag: 1218
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 2032
Gestir í gær: 470
Samtals flettingar: 6817429
Samtals gestir: 1201769
Tölur uppfærðar: 8.12.2016 06:35:07
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is