Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

22.05.2017 14:57

Sólbergið á siglingu

Hér er enn ein myndin af Sólberginu ÓF 1, hér  á siglingu í mynni Ólafsfjarðar sl. föstudagsmorgun.

2917. Sólberg ÓF 1. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

 

21.05.2017 23:03

Húsavíkurhöfn í dag

Þessa mynd tók ég við Húsavíkurhöfn rétt fyrir kvöldmat í kvöld en þá var skýjafarið mög falleg hér við Skjálfanda. 

Húsavíkurhöfn undir kvöld 21. maí 2017. © Hafþór Hreiðarsson.

21.05.2017 14:53

Norfjörd

Flutningaskipið Nordfjörd kom aftur í gær til Húsavíkur, nú með 6000 tonn af möl til malbiksgerðar. Það kom fyrir rúmri viku með 6.200 tonn af steinefnum fyrir malbikun ganganna sem liggja frá Húsavíkurhöfn að iðnaðarsvæðinu á Bakka. 

Nordfjörd. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

20.05.2017 22:41

Sólbergið portrett

Enn er það Sólbergið, nú á lóðréttri mynd. Snemma í marsmánuði 2015 kom fram í Morgunblaðinu að Rammi hf. hafi samið um smíði á nýj­um frysti­tog­ara.

Á mbl.is sagði þann 6. mars: 

Rammi hf. í Fjalla­byggð hef­ur samið um smíði á nýj­um frysti­tog­ara hjá Ters­an-skipa­smíðastöðinni í Tyrklandi fyr­ir jafn­v­irði 5,5 millj­arða króna. Gert er ráð fyr­ir að hann verði af­hent­ur í des­em­ber 2016.

Ólaf­ur Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri Ramma, seg­ir að tími hafi verið kom­inn til að end­ur­nýja skipa­kost fyr­ir­tæk­is­ins, en nýja skipið leys­ir af hólmi frysti­tog­ar­ana Mána­berg, 43 ára, og Sig­ur­björgu, 36 ára, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um skipa­smíði þessa í Morg­un­blaðinu í dag.

Frysti­tog­ur­um hef­ur fækkað í flot­an­um und­an­far­in ár, en Ólaf­ur seg­ist sann­færður um að fyr­ir­tækið sé á réttri leið með því að end­ur­nýja skipa­kost­inn með nýju og full­komnu frysti­skipi. Sem rök nefn­ir hann sam­setn­ingu afla­heim­ilda fyr­ir­tæk­is­ins, sam­fé­lags­leg­ar aðstæður í Fjalla­byggð og markaði sem Rammi hafi byggt upp er­lend­is fyr­ir afurðir sín­ar.

2917. Sólberg ÓF 1. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

 

20.05.2017 22:21

Blíðfari

Hér kemur Blíðfari ÓF 70 askvaðandi til hafnar á Siglufirði gær eftir að hafa farið með ljósmyndara á móts við Sólbergið nýja. Þessi bátur hét áður Sæborg SU 400 og þar áður ÞH 55 og var gerður út af Hraunútgerðinni á Húsavík. Þar áður hét hann Ásdís Ólöf SI 24 en upphaflega Ólafur HF 251. 

2069 Blíðfari ÓF 70 ex Sæborg SU. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

20.05.2017 16:58

Sólbergið á Ólafsfirði

Hér siglir Sólbergið út Ólafsjörðinn að vestanverðu, komið út fyrir Kleifarnar og kúrsinn settur á Siglufjörð. Þessi glæsilegi frystitogari er hannður af Skipsteknisk í Noregi en smíðað í Tersanskipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Sólbergið er 79,85 metrar að lengd, 15,4 metrar á breidd og alls 3.720 brúttótonn. 

2917. Sólberg ÓF 1. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

20.05.2017 11:01

Whales EA 200

Hér liggur hvalaskoðunarbáturinn Whales EA 200 við bryggju á Hauganesi í gær. Báturinn er ekki byrjaður siglingar með farþega á Eyjafirðinum en enn er verið að vinna í að gera hann klárann í það verkefni. Gunnar Hámundarson GK 357 áður ef einhver skyldi ekki vita það.

500. Whales EA 200 ex Gunnar Hámundarson GK. © Hafþór 2017.

 

 

20.05.2017 10:23

Smári ÓF, nýr bátur á Ólafsfirði

Þegar ég kom til Ólafsfjarðar í gærmorgun sá ég bát við flotbryggjuna sem nýkominn er í flota Ólafsfirðinga. Smári ÓF 20 heitir hann og er í eigu samnefnds fyrirtækis. Hann leysir af hólmi gamla Smára sem í dag heitir Þröstur ÓF 42. Björn Arason stendur að því fyrirtæki og var þarna og ég gaf mig á tal við  hann. Bátinn keyptu þeir frá Bakkafirði en þar hét hann Digranes NS 124 (Digranes 1 NS 125 eftir að nýtt Digranes kom á Bakkafjörð) en upphaflega er þetta Hópsnes GK 77. Upp kom að Björn ætlaði á bátnum á móts við Sólbergið nýja og fengum við Haukur Sigtryggur og Óskar Franz að fljóta með.

2580. Smári ÓF 20 ex Digranes 1 NS 125. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

Björn Arason. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

Haukur Sigtryggur Valdimarsson. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

 
 

19.05.2017 17:12

Sólbergið á Siglufirði

Hér er Sólbergið komið yfir á Siglufjörð en myndina tók ég á planinu við Strákagöngin. Held að það sé geirneglt að Sólbergið verður á dagatalinu hjá mér 2018.

2917. Sólberg ÓF 1. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

19.05.2017 16:03

Sólberg ÓF 1

Hér kemur fyrsta myndin sem ég birti af nýja Sólberginu ÓF 1 og alls ekki sú síðasta. Þær munu tröllríða síðunni næstu daga. En myndina tók ég um kl. 9 í morgun þegar Sólbergið kom inn á Ólafsfjörðinn og tók hring fyrir bæjarbúa. Þess má geta að þennan dag 1979 kom Sigurbjörg ÓF 1 nýsmíðuð til heimahafnar á Ólafsfirði. Hennar heimsigling var þó öllu styttri en Sólbergsins sem smíðað var í Tyrklandi en Sibban á Akureyri.

2917. Sólberg ÓF 1. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

18.05.2017 17:03

Ingi

Doddi tók hring fyrir mig í dag á Inga.

2484. Ingi ÞH 198 ex Íris SH. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

18.05.2017 16:52

Andvari

Andvari var eitthvað að snúast á víkinni í dag og smellti ég nokkrum af honum. 

1438. Andvari ex Salka GK. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

16.05.2017 19:17

Salka

Hér koma nýjar myndir af hvalaskoðunarbátnum Sölku sem fór út út húsi hjá Skipavík í dag. Salka er í eigu Sölkusiglingar á Húsavík sem fyrir á Fanney. Salka hét upphaflega Hafsúla RE 77.

1470. Salka ex Pétur afi SH 374. © Börkur Emilsson 2017.

 

1470. Salka ex Pétur afi SH. © Börkur Emilsson 2017.

 

1470. Salka ex Pétur afi SH. © Börkur Emilsson 2017.

 

 

16.05.2017 17:45

Strandveiðibátar

Strandveiðibátarnir Gimli ÞH 5 og Baldvin ÞH 20 koma inn úr þokunni legið hefur yfir við Skjálfanda í dag.

6643. Gimli ÞH 5 - 7545. Baldvin ÞH 20. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

15.05.2017 20:45

Gnúpur

Frystitogarinn Gnúpur GK 11 kom að landi í Grindavík í kvöld og þá tók Jón Steinar þessar myndir. Gnúpur var smíðaður í Flekkefjörd 1981 og hét Guðbjörg ÍS 46. Lengd 1988 og seld Þorbirninum þegar ný Guðbjörg ÍS kom 1994.

1579. Gnúpur GK 11 ex Guðbjörg ÍS. © Jón Steinar 2017.

 

1579. Gnúpur GK 11 ex Guðbjörg ÍS. © Jón Steinar 2017.

 

1579. Gnúpur GK 11 ex Guðbjörg ÍS. © Jón Steinar 2017.
Flettingar í dag: 585
Gestir í dag: 204
Flettingar í gær: 2219
Gestir í gær: 1033
Samtals flettingar: 7234791
Samtals gestir: 1349599
Tölur uppfærðar: 23.5.2017 05:26:29
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is