Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2015 Nóvember

09.11.2015 21:35

Við bryggju

Árni á Eyri og Haförn við bryggju á Húsavík síðdegis í dag.

1979. Haförn ÞH 26 og 2150. Árni á Eyri ÞH 205. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

01.11.2015 22:37

Skipadagatalið 2016

 

Skipadagatalið 2016 er í vinnslu og búið að velja nokkrar myndir. Kristbjörg ÞH verður á meðal tólf báta sem prýða það þetta árið.

Spurning um hina ellefu en bæði verða bátar sem eru á skrá í dag og aðra sem horfið hafa. Litlir og stórir og myndir eftir mig og nokkra aðra.

Áhugasamir geta pantað dagatalið á korri@internet.is 

Verðið verður á svipuðum nótum og verið hefur.

01.11.2015 14:44

Sander Andre

Hér kemur annað skip frá Solvær sem Áki myndaði í dag í Måløy. Það var að landa til frystingar en það heitir Sander Andre N-66-MS og er 34,25 metrar á lengd, 9,0 metrar á breidd og smíðaður árið 1997, Aðalvélin er 1520 hestöfl. 

Sander Andre N-66-MS. © Áki Hauksson 2015.

 

Sander Andre N-66-MS. © Áki Hauksson 2015.

 

 

01.11.2015 14:36

Ballstadøy

Ballstadøy N-3-VV var að landa til frystingar í Måløy í dag og tók Áki þessar myndir. Ballstadøy var afhentur frá skipasmíðastöðinni Væstværftet i Hvide Sande í Danmörk í mars á þessu ári, en skrokkurinn var byggður í Póllandi. Kostnaðurinn við skipið er um 62 milljónir Norskar. 

Ballstadøy er 34,65 metra langur, 9,60 metra breiður og er útbúinn bæði fyrir net og uppsjávarveiðarfæri. Um borð er 1000 hestafla aðalvél af gerðinni ABC, tveir rafalar eru um borð annar 460Kw og hinn 200Kw, einnig er ásrafall sem er 720Kw.

Um borð getur verið 7 manna áhöfn, eigandinn er Ballstadøy AS og hefur skipið heimahöfn í Svolvær.

 

Ballstadøy N-3-VV. © Áki Hauksson 2015.

 

Ballstadøy N-3-VV. © Áki Hauksson 2015.

 

                                                                       Ballstadøy N-3-VV. © Áki Hauksson 2015.

 

 

01.11.2015 12:09

Knörrinn í slipp

Tók þessa mynd í gærkveldi af Knerrinum þar sem hann stendur í dráttarbrautinni hér á Húsavík.

306. Knörrinn ex Hrönn EA. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

Flettingar í dag: 517
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396853
Samtals gestir: 2007672
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:15:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is