Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2015 Júlí

17.07.2015 19:27

Trausti

Það er alltaf jafngaman að mynda þennan gamla bát og hægt að ganga að honum vísum á Siglufirði yfir sumarmánuðina. Myndina tók ég í gær þegar hann kom inn af strandveiðunum. Áður Sigurður Pálsson ÓF.

396. Trausti EA 98 ex Sigurður Pálsson ÓF. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

17.07.2015 19:21

Guðmundur í Nesi

Guðmundur í Nesi á makrílmiðunum í gærkveldi. Hét áður Hvilvtenni frá Færeyjum. Guðmundur í Nesi er 66 m. langur og 14 m. breiður og búinn 7500 hestafla Wartsila aðalvél. Skipið var smíðað í Noregi árið 2000, nánar tiltekið í Tomrefjord. 

 

2626. Guðmundur í Nesi RE 13 ex Hvilvtenni. © Gundi 2015.

17.07.2015 19:16

Brimnes

Sólarlagsmynd frá Gunda af frystitogaranum Brimnesi. Tekið á makrílmiðunum í gærkveldi.

2770. Brimnes RE 27 ex Vesttind. © Gundi 2015.

 

 

17.07.2015 18:42

Freymundur

Freymundur ÓF kemur að landi á Siglufirði í gær eftir handfæraróður. Árni Helgason ehf, sem þekktari er í jarðvinnuvertakabransanum, á hann og gerir út. Smíðaður hjá Samtak 2001 og hét upphaflega Dodda NS.

2478. Freymundur ÓF 6 ex Sigurey ST. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

17.07.2015 18:38

Sigurbjörg

Hér kemur Sigurbjörg frá Ólafsfirði, Akureyrarsmíði sem lengi vel skartaði bláum lit.  Gundi á Frosta tók myndina í kvöldsólinni á makrílmiðunum í gærkveldi.

1530. Sigurbjörg ÓF 1. © Gundi 2015.

 

 

 

14.07.2015 18:06

Ömmurnar

Hér koma myndir af RIB-bátum Gentle Giants en nýr bátur bættist í flotann á dögunum. Amma Sigga heitir hann líkt og sá fyrsti.

 

7695. Amma Sigga. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

7775. Amma Kibba. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

7790. Amma Sigga. © Hafþór Hreiðarsson 2015.
 

14.07.2015 17:53

Víkingur

Strandveiðibáturinn Víkingur ÞH 40 kemur hér að landi á dögunum. Eigandi Víkurhöfði ehf. sem Guðmundur Karl Karlsson stendur að og rær hann bátnum. Skel 26 smíðuð í Kópavogi 1981.

6280. Víkingur ÞH 40 ex Fróni. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

14.07.2015 17:41

Umlobi

Umlobi heitir þessi sem Áki myndaði í slippnum í Raudaberg í gær. Hét áður Ramoen og var gerður út frá Álasundi. Hann var nýverið seldur til Suður-Afríku með heimahöfn í Cape Town. Útgerð Ramoen hefur pantað nýjan togara sem gaman verður sjá enda um glæsismíð að ræða.

Umlobi er er 66,70 metra lengd, breiddin 14 metrar og tekur 1014 tonn af frystum afurðum, 335 tonna fiskimjölslest er einnig um borð. 

 

Umlobi ZRIJ ex Ramoen. © Áki Hauksson 2015.

 

                                                     Umlobi  ZRIJ ex Ramoen. © Áki Hauksson 2015.

14.07.2015 17:38

Huginn

Huginn VE 55 á makrílveiðum sunnan við Reykjanes í gær. Í fjarska er Vilhelm Þorsteinsson EA 10.

2411. Huginn VE 55. © Gundi 2015.

14.07.2015 17:31

Hrafn Sveinbjarnarson

Hér er það Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 sem togar á makrílslóðinni fyrir sunnan Reykjanes. Myndina tók Gundi á Frosta í gær. Fyrsta myndin sem birtist af togaranum eftir lengingu á þessari síðu.

1972. Hrafn Sveinbjarnarson GK 255 ex Snæfell EA. © Gundi 2015.

 

 

13.07.2015 12:18

Meira af Herði Björnssyni

Hér koma tvær myndir af Herði Björnssyni ÞH 260 sem bættist í flota GPG Seafood í vor. Skipið er nefnt eftir Herði Björnssyni frá Dalvík sem var skipstjóri á skipinu í 32 en hann tengist Gunnlaugi Karli eiganda GPG Seafood fjölskylduböndum.

264. Hörður Björnsson ÞH 260 ex Gullhólmi SH. © Hafþór 2015.

 

                       264. Hörður Björnsson ÞH 260 ex Gullhólmi SH. © Hafþór 2015.

 

 

 

13.07.2015 09:20

Norðursigling boðar tímamót í vistvænum samgöngum

Í gær 12. júlí voru tímamót í vistvænum samgöngum þegar rafknúið skip fór í fyrsta skipti í hvalaskoðunarferð hér við land. 

Um er að ræða seglskipið Opal sem er án efa tæknivæddasta skipið í flota Norðursiglingar á Húsavík.  Á meðal boðsgesta í fyrstu ferð Opal um Skjálfanda var Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.

Nýr skrúfubúnaður sem þróaður hefur verið sérstaklega fyrir Opal hefur þá sérstöðu að hægt er að hlaða rafgeyma skipsins undir seglum. Að jafnaði verða rafgeymarnir hlaðnir þegar skipið kemur til hafnar með umhverfisvænni orku af orkukerfi landsins. Í hvalaskoðunarferðum mun rafmótorinn knýja  skrúfubúnaðinn en þegar skipið siglir fyrir seglum er hægt að breyta skurði skrúfublaðanna og nýta búnaðinn til að hlaða rafmagni inn á geyma skipsins. Þetta er í fyrsta skipti sem slík tækni er nýtt um borð í skipi og hefur hún vakið mikla athygli þar sem hún hefur verið kynnt erlendis. Í framhaldi af fyrstu hvalaskoðunarferð Opal um Skjálfanda er gert ráð fyrir að skipið fari í leiðangur til austurstrandar Grænlands.

Hér má lesa meira um verkefnið og skoða fleiri myndir úr siglingunni í gær.

Opal í siglingunni í gær og Hildur fylgir í humátt á eftir. © Hafþór 2015.

09.07.2015 19:56

Hörður Björnsson

Hörður Björnsson ÞH 260 sem GPG Seafood keypti í vor kom til hafnar á Húsavík í dag eftir skveringu í Slippnum á Akureyri. Heimahöfn skipsins er Raufarhöfn en GPG Seafood rekur öflugar fiskvinnslur á Raufarhöfn og Húsavík. Fyrir á GPG Seafood Jökul ÞH 259 og krókaaflamarksbátana Háey II ÞH 275 og Lágey ÞH 265. Bjargey ÞH 278, sem einnig er í krókakerfinu, gekk upp í kaupin á Herði Björnssyni sem áður hét Gullhólmi SH 201. Hörður Björnsson mun halda til línuveiða síðari hluta ágústmánaðar en hann er með 45.000 króka beitingavél um borð. 14 manna áhöfn verður um borð og skipstjóri Hjalti Hálfdánarson.

264. Hörður Björnsson ÞH 260 ex Gullhólmi SH. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

09.07.2015 13:39

Traal

Traal R-15-K að koma inn til löndunar í Måløy og Áki náði myndum. Skipið var byggt árið 1987, er 53 metra langt og 11,2 metra breitt. Heimahöfn þes er í Skudeneshavn Noregi.

 

Traal R-15-K. © Áki Hauksson 2015.

 

Traal R-15-K. © Áki Hauksson 2015.

09.07.2015 13:35

Fanney

Fanney kemur úr hvalaskoðunarferð um kvöldmatarleytið í gær.

1445. Fanney ex Sigurður Þórðarson GK. © Hafþór Hreiðarsson 2015.
 

 

Flettingar í dag: 517
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396853
Samtals gestir: 2007672
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:15:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is