Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2015 Mars

05.03.2015 19:42

Örfirisey

Hér kemur önnur mynd úr safni Péturs Péturssonar. Hún sýnir Örfirisey RE drekkhlaðna á sigllingu inn til Vestmannaeyja. Þessi er enn að og heitir Páll Jónsson GK í dag.

1030. Örfirisey RE 14. © Pétur Pétursson.

 

 

05.03.2015 19:28

Náttfari ÞH 60

Hér birtist skemmtileg mynd Péturs Péturssonar á Húsavík af Náttfara ÞH 60 með síldarnótina á síðunni. Pétur var á Engey RE með Bóba svila sínumog sennilega er myndin tekin þar um borð.

Náttfari ÞH 60 sem smíðaður var 1962 í Noregi fyrir Barðann h/f á Húsavík. Hann var með 660 hestafla Lister aðalvél og mældist 169 brl. að stærð. Báturinn var lengdur árið 1966 og mældist þá 208 brl. að stærð. 7. desember 1966 var nafni og númeri bátsins breytt, hét þá Þorri ÞH 10, sömu eigendur og áður. Skipið var endurmælt 1970 og mældist þá 170 brl. að stærð. 10. febrúar 1975 var Þorri seldur Pólarsíld h/f á Fáskrúðsfirði, hét áfram Þorri en var nú SU 402. Þorri SU 402 sökk austan við Ingólfshöfða þann 18. október 1979. Áhöfnin, 10 menn bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát og síðan um borð í Gunnar SU 139 frá Reyðarfirði.Heimild Íslensk skip. 

 

156. Náttfari ÞH 60. © Pétur Pétursson.

 

05.03.2015 17:48

Huginn

Gundi á Frosta tók þessa mynd á dögunum og sýnir hún loðnuskipið Huginn VE á miðunum. Smíðaður í Chile 2001.

2411. Huginn VE 55. © Gundi 2015.

 

 

04.03.2015 21:48

Vonin KE

Í veðurofsanum sunnanlands í dag fauk Vonin KE 10 á hliðina þar sem hún stóð í slippnum í Njarðvík.

Hægt er að skoða myndir og lesa nánar um þetta á vef Víkufrétta 

1631. Vonin KE 10. © KEÓ 2015.

 

 

04.03.2015 16:46

Ásgrímur Halldórsson

Gundi á Frosta tók þessar myndir af Ásgrími Halldórssyni á loðnumiðunum í fyrradag.

2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 ex Lunar Bow. © Gundi 2015.

 

 
         2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 með Eldey í baksýn. © Gundi 2015.
Flettingar í dag: 517
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396853
Samtals gestir: 2007672
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:15:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is