Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2015 Febrúar

22.02.2015 14:58

SJØBRIS

Áki Hauksson tók þessar myndir af Sjöbris þar sem það liggur við bryggju í Målöy. Áki skrifar að Sjöbris sé smíðað 1985 af skipasmíðastöðinni Drammen Slip & Mek verksted, lengt 1989 og endurbyggt 1994.

Skipið er 70,4 metra langt, 12 metra breitt. Aðalvélin er 3000 hestafla Bergen Diesel og nær 12 mílna hraða. Þrjár ljósavélar eru um borð, tvær frá Deutz önnur 661Kw, hin 325Kw þriðja er af gerðinni Caterpillar 910Kw auk þess er ásrafall 1000Kw er því um 3Mw heildarrafmagnsframleiðsla um borð.

Tvær hliðarskrúfur, ein að framan 600 hestöfl og hin að aftan 800 hestöfl, rafmagnsdrifnar. Káetur fyrir 16 manns, 10 eins manna og þrjár tveggja manna.

 

Sjöbris M-122-HO. © Áki Hauksson 2015.

 

Sjöbris við bryggju í Målöy. © Áki Hauksson 2015.

 

 

22.02.2015 14:41

Njáll RE 1. sept 2003

Þessar myndir tók ég í Keflavík að kveldi 1. sepember 2003. Þá höfðu dragnótaveiðar í Bugtinni hafist þann daginn og hér er NJáll RE að koma að landi með góðan afla.

Þetta var áður en ég byrjaði með skipamyndasíðuna og löngu áður en maður vissi hvað Facebook var. En á neðri myndinni eru tveir áhafnarmeðlimir á Njáli, ef mér skjöplast ekki,  sem  hafa fylgst með þessu brölti mínu um langa hríð. Þetta eru er Gissur Þór Grétarsson og Þóroddur Sævar Guðlaugsson sem enn sækja sjóinn á Njáli. Að ég held.

1575. Njáll RE 275. © Hafþór Hreiðarsson 2003.

 

            Gissur Þór og Þóroddur Sævar um borð í Njáli. © Hafþór Hreiðarsson 2003.

 

 

22.02.2015 12:33

Haförn

Hér lætur Haförninn úr Hrísey úr höfn á Húsavík. Haförn hét upphaflega Kópanes BA 99 og var smíðaður í Slippstöðinniá Akureyri 1974. Mummi KE 120, síðar GK 120. Þá Ölduljón VE 130 og Dala-Rafn VE 508. Aftur ÖlduljónVE  í smátíma en 1993 kaupir Hvammur ehf. í Hrísey  og fær hann þá Hafarnarnafnið og EA 955. Seldur austur á Hornafjörð um aldamótin síðustu þar sem hann fékk nafnið Erlingur SF 65. Fór í belgíska pottinn 2012.

Á neðstu myndinni er hann á toginu fyrir austan að mér sýnist.

Í Ægi 16-17 tbl. 1974 segir m.a. um bátinn:

Mummi KE 120.

18. júlí afhenti Slippstöðin h.f. Akureyri 142 rúmlesta stálfiskiskip, sem er nýsmíði nr. 53 hjá stöðinni. Skip þetta, sem byggt var fyrir Einhamar h.f, Bíldudal, hlaut nafnið Kópanes BA 99 er það var sjósett, en er nú í eigu Mumma h.f. Sandgerði og hefur hlotið nafnið Mummi KE 120.

 

1379. Haförn EA 955 ex Ölduljón VE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

                             1379. Haförn EA 955 ex Ölduljón VE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

                                           1379. Haförn EA 955 á toginu.© Hafþór Hreiðarsson.

 

 

22.02.2015 11:34

Eyvindur

Hér sést aftan á Eyvind KE 99 og þarna er hvalbakurinn kominn á bátinn. Myndin tekin í Keflavíkurhöfn en Eyvindur hét upphaflega Sæborg þH 55 og smíðuð hjá Gunnlaugi og Trausta á Akureyri 1977. Fékk aftur Sæborgarnafnið og ÞH 55 og þegar hún var seld öðru sinni frá Húsavíkk fékk báturinn nafnið Gunnar Halldórs ÍS 45. Í dag liggur hún í Reykjavíkurhöfn þar sem verið er að breyta bátnum í ferðaþjónustubát.

1475. Eyvindur KE 37 ex Sæborg ÞH. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

21.02.2015 18:27

Eros og Kings Bay

Áki Hauksson birti í dag mynd af systurskipunum Eros og Kings Bay sem hann tók í Målöy. Eros var að landa í bræslu í dag en svo segir á Fésbókarsíðu Áka:

Hér er Eros að landa í bræðslu hjá okkur með einn unga á síðunni, Eros er 77,5 metra langt og 16,60 metra breitt. Lestin tekur c.a 2300 tonn með RSW tönkum sem eru sérstaklega hannaðir þannig að best fari um aflann. Skipið á sér systurskip sem heitir Kings Bay sem ég hef komið með hér áður, bæði skipin voru smíðuð á sama tíma og kostnaður við þau bæði um 500 milljónir Norskar.

Aðalvél Eros er a gerðinni MAK og er 5520 hestöfl, ásrafall frá Siemens c.a 3Mw og tvær ljósavélar frá Caterpillar hvor um sig 910Kw því um 4Mw rafmagnsframleiðsla. Skrokkurinn var byggður í skipasmíðastöðinni Crist Spolka z.o.o i Gdynia í Póllandi eins og Kings Bay og annað klárað hér í Noregi af skipasmíðastöðinni Larsnes Mek. Verksted AS, Eros var afhent nýja eiganda sínum EROS AS þann 17 Nóvember 2012. Til gamans hef ég mynd af Kings Bay (hvítur að ofan) með svo systurskipin séu saman.

 

Eros M-29-HO. © Áki Hauksson 2015.

 

                                                           Kings Bay M-22-HÖ. © Áki Hauksson 2015.

 

 

 

 

21.02.2015 12:24

Jökull

Netabáturinn Jökull ÞH kemur hér til hafnar á Húsavík í gær. Upphaflega Súlan EA, smíðuð í Noregi 1964 sem segir að báturinn er rúmlega hálfrar aldar gamall.

259. Jökull ÞH 259 ex Margrét HF. © Hafþór Hreiðarsson 2015.

 

 

 

19.02.2015 22:02

Nordsjöbas

Nordsjöbas heitir þetta fallega rauða uppsjávarskip sem Áki Hauksson myndaði í Målöy í dag. áki segi það hafa heitið K M Östervold áður og þá verið blátt að lit. Smíðað 1996, 56.2 metrar að lengd og 12 metra breitt. Nordsjöbas er þarna að koma að olíubryggju þeirra Målöynga eftir að hafa landað afla sínum í bræðslu.

LHWW. Nordsjöbas M-190-HÖ. © Áki Hauksson 2015.

 

             Nordsjöbas kemur að olíubryggjunni í Målöy. © Áki Hauksson 2015.

 

 

17.02.2015 18:54

Centurion del Atlantico

Sigurgeir frændi minn Pétursson skipstjóri á argentínska togaranum Tai An sendi mér þessa mynd sem hann tók í gær við Isla de Los Estados Þeir lágu i vari norðan við eyjuna líkt og togarinn á myndinni sem heitir Centurion del Atlantico og er 130 metrar að lengd. Hann er á tannfiskveiðum rétt eins og Geiri og hans menn. Eigandi hans er argentísk útgerð, Estremar að nafni, en hún er aftur á móti í eigu Norwegian Seafood. Togarnn var áður í eigu japana. Eyjan sem þeir lágu í vari við er við syðsta odda Argentínu.  

 

Centurion del Atlantico. © Sigurgeir Pétursson 2015.

16.02.2015 18:34

Mánafoss

Hér kemur strandferðarskipið Mánafoss til hafnar á Húsavík. Annars veit ég ekki nokkurn skapaðan hlut um þetta skip. Bökugarðurinn í vinnslu en held að þetta sé tekið haustið 2002.

Mánafoss.  © Hafþor Hreiðarsson.

 

 

 

16.02.2015 18:17

Aðalbjörg II

Hérna kemur Aðlbjörg II að á Grandanum í denn. Rennir sér fram með Helgu II en Áskell ÞH liggur við endan. Aðalbjörg II heitir Ási ÞH í dag.

1414. Aðalbjörg II RE 236 ex Vinur EA. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

15.02.2015 16:04

Gadus Poseidon

Áki Hauksson tók þessar myndir glæsiskipinu Gadus Poseidon í Målöy í dag.  Eins og fyrr segir er togarinn glæsilegur að sjá og framúrstefnulegur er hann. En feguðrin hlýtur að koma innan frá í þessu tilviki.

Annars segir Áki svo frá á fésbókarsíðu sinni :

Þessi glæsilegi frystitogari heitir GADUS POSEIDON og er með heimahöfn í Álasundi Noregi, hann liggur hér núna í Måløy. Togarinn er 68,80 metra langur 15,60 metra breiður, frystirými 1200 rúmmetrar, pökkunarrými 380 rúmmetrar og fiskimjölsrými 140 rúmmetrar. Brennsluolíutankar 600 rúmmetrar og ferskvatnstankar 150 rúmmetrar. Togarinn er með tvær aðalskrúfur sem geta snúist 360°, hvor um sig 3,5 metrar í þvermál.

Skipið er Hybrid með fjórum aðalvélum sem knýja fjóra aðalrafala sem hver um sig framleiði 2500Kw, auk þess er tvær ljósavélar 750Kw hvor auk neyðarrafals 75Kw því er heildar-rafmagnsframleiðsla um borð 11,6Mw, gæti framleitt rafmagn fyrir c.a. fjórum sinnum stærri bæ en Húsavík, ein hliðarskrúfa er að framan sem er 600Kw. Skipið hefur 25 herbergi, skrokkurinn var smíðaður í Rúmeníu og annað klárað hér í Noregi. Skipið var afhent nýjum eigendum Havfiske AS þann 14 Júní 2013.

Gadus Poseidon. © Áki Hauksson 2015.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

15.02.2015 15:50

Atlanúpur

Hér Atlanúpur ÞH frá Raufarhöfn að taka rækjutrollið um borð á Húsavík. Tekið í ágústmánuði 1989 að mig minnir. Atlanúpur hét áður Mummi GK en upphaflega Auðunn GK.

21. Atlanúpur ÞH 263 ex Mummi GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

15.02.2015 11:02

Nybakk

Áki Hauksson tók þessa mynd af eikarbátnum Nybakk í Måloy á dögunum. Ekki veit ég nákvæmlega hvað Nybakk er brúkaður til en sýnist hann vera nokkurs konar Húni þeirra norðmanna.

Hér er slóð inn á síðu um bátinn. 

Nybakk SF-7-NV. © Áki Hauksson 2015.

 

 

14.02.2015 19:38

Sigluvík

Litli spánverjinn Sigluvík SI 2 í slipp á Akureyri.

1349. Sigluvík SI 2. © Hafþór Hreiðarsson.

14.02.2015 18:17

María Pétursdóttir

María Pétursdóttir VE 14 var smíðuð 1987 í Noregi en keypt til Íslands ári síðar og fékk þá nafnið Arnar KE. Síðar fékk hann nöfnin Hanna Kristín BA, María Pétursdóttir VE, Guðrún Jakobsdóttir EA og loks Aldan ÍS sem hún ber í dag. Báturinn hefur tvívegis verið lengdur, fyrst á Seyðisfirði og síðar á Akranesi.

Í Ægi segir svo í formála um Arnar:

Í ágúst 1988 bættist við flotann innfluttur bátur, Arnar KE 260. Báturinn sem bar nafnið Havdónn, er
hann kom til landsins, er smíðaður árið 1987 í Noregi, hjá skipasmíðastöðinni Aage Syvertsen Mek.
Verksted, smíðanúmer 3. Eftir að báturinn kom til landsins voru gerðar ákveðnar lagfæringar á honum,
m.a. innréttaðar íbúðir í hvalbak, vindubúnaður aukinn o. fl. íjúlí ás.l. ári var skutur lengdur um 1.5 mog
komið þar fyrir andveltigeymum.

Arnar KE er í eigu Ragnars Ragnarssonar, Keflavík,og er hann jafnframt skipstjóri á honum. Hann kemur
í stað Sæmundar HF 85 (638), 38 brl eikarskips,smíðað á Akureyri árið 1949.
1968. María Pétursdóttir VE 14 ex Hanna Kristín BA. © Hafþór 2005.

 

 

Flettingar í dag: 470
Gestir í dag: 83
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394395
Samtals gestir: 2007264
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 12:53:16
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is