Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2014 Janúar

15.01.2014 23:11

Fanney

Hér birtist mynd Þorgríms Aðalgeirssonar af Fanney ÞH 130 se áður hét Byr NS 77. Á legunni liggur Bára ÞH sem Nonni Begg og Kiddi Lúlla áttu áður en þeir létu smíða fyrir sig nýja Báru ÞH 7 á Borgarfirði Eystra. Ekki man ég eftir að hafa birt mynd af þessari Báru fyrr né man ég eftir henni.

398. Fanney ÞH 130 ex Byr NS. © Þ.A

 

 

13.01.2014 22:10

Um borð í Dagfara

Hér koma tvær myndir sme ég hreinlega mann ekki hvort ég er búinn að birta eður ei. Amk. koma þær ekki upp ef maður gúgglar. Þær koma því hér. Myndirnar tók Hreiðar Olgeirsson um borð í Dagfara ÞH á síldarmiðunum. Dagfari alveg nýr þarna en myndirnar voru framkallaðar í júlí 1967.

Um borð í Dagfara ÞH 70 á síldarmiðunum. © Hreiðar Olgeirsson 1967.

 

 

 

 

13.01.2014 19:16

Geiri Péturs

Hér siglir Geiri Péturs á Eyjafirðinum, sá fjórði sem bar þetta nafn. Hét áður Sverri Olavsson frá Færeyjum, smíðaður þar 1989. Geiri Péturs ehf. kaupir togarann til Íslands síðla árs 1996. Myndin er tekin veturin eða vorið 1997 eftir slippinn á Akureyri. Varð síðar Kristinn Friðriksson SH og svo seldur til Kanana.

2285. Geiri Péturs ÞH 344 ex Sverri Olavsson. © Hafþór Hreiðarsson 1997.

 

 

12.01.2014 13:36

Fossá

Hér koma myndir sem Börkur Kjartansson tók á Skjálfanda í ágústmánuði 2004 og sýna kúffiskskipið Fossá að veiðum.  Þarna er hún enn græn að lit en síðar fékk hún þann ljósbláa. Í dag er skipið grænt aftur, ljósara þó og frambyggt. Heitir Grettir BA og er í eigu Þörungarverksmiðjunnar á Reykhólum.

2404. Fossá ÞH 362. © Börkur Kjartansson 2004.

 

 

 

 

 

 

11.01.2014 15:13

Búðafell

Búðafellið frá Fáskrúðsfirði siglir hér til hafnar á Húsavík. Upphaflega Rósa HU, seld austur þar sem hún fékk Búðafellsnafnið (Var reyndar Búðafell HU um tíma). Lengdur í Póllandi. Síðar Lómur HF og loks seldur úr landi. Hef séð myndir af honum erlendis frá þar sem hann ber Búðafellsnafnið.

1940. Búðafell SU 90 ex Búðafell HU. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

11.01.2014 15:07

Brimir

Brimir ÞH 10 lætur úr höfn. Guðmundur Guðjónsson BA hæet hann fyrst þegar hann kom á íslenska skipaskrá. Keyptur frá Grænlandi. Síðar Brimir SU 383, þá Sléttunúpur ÞH 110 og loks Brimir ÞH 10. Seldur úr landi. Hef sagt sögu hans hér áður og engu við það að bæta. 

2155. Brimir ÞH 10 ex Sléttunúpur ÞH. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

11.01.2014 15:03

Snætindur

Snætindur ÁR 88 kemur að landi. Heitir í dag Happasæll KE 94 en upphaflega Árni Þorkelsson KE 46. Smíðaður í Þýskalandi 1961. Lengdur 1995.

13. Snætindur ÁR 88 ex Blátindur VE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

09.01.2014 15:34

Polar Amaroq

Gundi á Frosta tók þessa mynd af Polar Amaroq leggja úr höfn á Eskifirði í gærmorgun. 

Polar Amaroq ex Gardar. © Gundi 2014.

 

 

08.01.2014 21:14

Grímur

Hér kemur teikning Þorgríms Alla af Grím ÞH 25. 

874. Grímur ÞH 25. Teikning Þ.A.

 

 

07.01.2014 21:23

Flottar blýantsmyndir

Þorgrímur Aðalgeirsson er mikill áhugamaður um skip og báta eins og margir vita. Hann er einnig drátthagur maður og er búinn að teikna margan bátinn. Hann er að teikna húsvíska báta og hefur gefið mér leyfi til að birta teikningar sínar og hér kemur sú fyrsta. Hún er af Helga Fló.

93. Helgi Flóventsson ÞH 77. Teikning Þorgrímur Aðalgeirsson.

06.01.2014 20:12

Þrettándinn

Jólin voru kvödd með hefðbundnum hætti hér á Húsavík undir kvöld á Þrettándanum. Rigningarsuddi var og skýjað en ég reyndi nú samt að ná myndum af flugeldasýningunni með höfnina í forgrunni. Og hér er ein þeirra sem ég tók.

Húsavíkurhöfn á Þrettándanum 2014. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

05.01.2014 19:13

Mælifell við bryggju á Húsavík

Hér kemur gömul mynd úr safni Hreiðars Olgeirssonar. Hún er tekin um borð í Kristbjörginni í Húsavíkurhöfn. Hún sýnir Mælifell, skip Sambandsins sem liggur sunnan bryggjunni og þá sést í kinnung strandferðaskipsins Heklu sem liggur aftan við Kristbjörgina. Og svo eru kaggi á bryggjunni.

Mælifell við bryggju á Húsavík. © Hreiðar Olgeirsson.

04.01.2014 18:05

Héðinn

Hér koma tvær myndir sem Hreiðar Olgeirsson tók þegar Héðinn ÞH 57 kom nýr til heimahafnar á Húsavík í júníbyrjun 1966.

 

Hér er frétt úr Þjóðviljanum þann 10. júní 1966 sem segir frá komu bátsins:

 Á dögunum kom til landsins nýr stálbátur og ber þann nafnið Héðinn ÞH 57 og fer næstu daga til síldveiða.  Eigandi bátsins er Hreifi h.f. en það er útgerðarfélag þriggja bræðra Jóns, Maríusar og Sigurðar Héðinssona.  Bræðurnir eru ættaðir frá Húsavík og þar er heimahöfn bátsins, og er Maríus skipstjóri.

 

Báturinn er smíðaður hjá Ulstein Mekaniske Verksted í Noregi og er 331 tonn að stærð og kostaði hann fullbúinn um 20 milj. ísl. króna. Í bátnum eru ýmsar tækninýjungar eins og sjókæld lest, en í henni er hægt að geyma  síldina í marga daga án þess að hún falli úr 1. flokki sem söltunarsíld og rúmar lestin 80 þús. lítra.

 

Svonefndar síldarskrúfur eru og í Héðni en þær eru skrúfur á hliðum bátsins, sem gerir fært að snúa bátnum í einu vetfangi við nótakast og er talið álíka tæknibylting og kraftblökkin á sínum tíma. Með þessum útbúnaði er stefnt að betri endingu síldarnótarinnar og auk þess er unnt að stunda síldvelðar við miklu erfiðari skilyrði en áður í misjöfnu veðri.

 

Héðinn er talinn vera fullkomnasti síldarbátur sem smíðaður hefur verið hingað til. Helzti munur á útliti Héðins og annarra síldarbáta er sá að gangurinn er undir miðri brúnni en ekki til hliðanna, eins og venjan er, og einnig er stýrishúsið nýstárlegt.

 

 

                                                  1006. Héðinn ÞH 57. © Hreiðar Olgeirsson 1966.

 

04.01.2014 00:24

Klara Sveinsdóttir

Hér kemur mynd sem Börkur Kjartansson tók á Fáskrúðsfirði í júní 1994. Þá var hann skipverji á Kolbeinsey ÞH. Myndin sýnir togskipið Klöru Sveinsdóttur SU 50 sem áður hét Drangavík ST. Upphaflega línuskipið Jón Þórðarson BA 180 og var keypt frá Færeyjum síðla árs 1982 en smíðað í Noregi 1978. Í ársbyrjun 1986 kaupir Runólfur Hallfreðsson hf. á Akranesi skipið, lætur lengja það og breyta í togskip og gefur því nafnið Akurnesingur AK 71. Í nóvember 1988 er Akurnesingur seldur Drangavík hf. á Drangsnesi og fær nafnið Drangavík ST 71.  Akkur hf. kaupir Drangavíkina austur á Fáskrúðsfjörð í desember 1992 og þar sem hún fékk nafnið Klara Sveinsdóttir SU 50. Þaðan var hún seld í desember 1994. Þessar heimildir eru úr bókum Jóns Björnssonar, Íslensk skip, þar sem segir að í apríl 1995 hafi skipið heitið Sveinsdóttir SU 51.

Hér er brot úr frétt  Morgunblaðisins 12. apríl 1995 um kaup félagsins Teistur á Klöru Sveinsdóttur SU:

TEISTUR hf., sem er í eigu fjögurra ísfirskra fyrirtækja og keypti rækjutogarann Klöru Sveinsdóttur SU 50 á Fáskrúðsfirði hefur selt skipið til Nýja Sjálands. Kaupandinn er kínverskur útgerðarmaður þar og mun það bætast í fiskiskipaflota hans. Skipið er enn á Ísafirði en fer einhvern næstu daga í slipp í Reykjavík á vegum kaupandans og heldur væntanlega áleiðis til Nýja Sjálands um mánaðarmótin.

Útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækin Íshúsfélag Ísfirðinga, Gunnvör, Togaraútgerð Ísafjarðar og rækjuverksmiðjan Ritur stofnuðu hlutafélagið Teistur á Fáskrúðsfirði til að kaupa Klöru Sveinsdóttur í desember sl. Skipið var með mikinn úthafsrækjukvóta, eða um 1.400 tonn, og var tilgangurinn að færa hann á skip ísfirsku fyrirtækjanna. Jafnframt voru kaupin liður í hugsanlegri sameiningu Íshúsfélagsins og Rita. Magnús Reynir Guðmundsson, stjórnarformaður Íshúsfélagsins og framkvæmdastjóri Togaraútgerðarinnar, segir að fyrirtækin hafi fengið það út úr úreldingu og sölu skipsins sem þau reiknuðu með þegar ráðist var í kaup þess.

Það sem eftir var af kvóta skipsins á þessu fiskveiðiári hefur Framnes, skip Íshúsfélagsins, að mestu veitt en eftir er að ganga endanlega frá skiptingu kvótans á skip félaganna.

Klara Sveinsdóttir sem er 292 tonn að stærð var smíðuð í Noregi 1978 og keypt notuð til Patreksfjarðar. Þar hét skipið Jón Þórðarson. Það hefur síðan víða farið, hét síðast Drangavík og var þá gert út frá Hólmavík.

 

1638. Klara Sveinsdóttir SU 50 ex Drangavík ST. © Börkur Kjartansson.

 

 

03.01.2014 19:26

Hlíf og Þórarinn

Hér liggja þau saman Hlíf og Þórarinn í Grindavíkurhöfn fyrir allnokkru síðan.

663. Hlíf GK 250 - 335. Þórarinn GK 35. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

Flettingar í dag: 517
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396853
Samtals gestir: 2007672
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:15:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is