Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2014 Janúar

25.01.2014 20:18

Júlíus Havsteen

Júlíus Havsteen ÞH kemur að landi á Húsavík.

1462. Júlíus Havsteen ÞH 1. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

25.01.2014 20:13

Kristbjörg

Kibban kemur að landi eftir netaróður.

1420. Kristbjörg ÞH 44. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

25.01.2014 16:01

Freymundur

Freymundur ÓF að koma að landi á Ólafsfirði vorið 2006. Freymundur var smíðaður á Akureyri 1954 af Nóa bátsmið. Hann verður því sextugur á þessu ári.

5313. Freymundur ÓF 6. © Hafþór Hreiðarsson 2006.

 

 

25.01.2014 13:15

Vöttur og Gaukur

Hér koma þeir að landi í Grindavík Vöttur SU 3 og Gaukur GK 660. Tekið að mig minnir 1985 eða 6. 

1125. Vöttur SU 3 - 124. Gaukur GK 660. © Hafþór Hreiðarsson.

25.01.2014 11:38

Vigri á Vestfjarðarmiðum í gær

Gundi á Frosta tók þessa mynd af Vigra toga í kaldaskít á Vestfjarðarmiðum í gær. 

2184. Vigri RE 71. © Gundi 2014.

 

 

24.01.2014 22:20

Kvöldmynd úr slippnum

Tók þessa í kvöld við Húsavíkurslipp af skonnortunni Hauk og Náttfara sem eru uppi núna. 

Haukur og Náttfari í slipp. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

 

23.01.2014 18:29

Geiri Péturs

Hér birtist teikning Þorgríms Alla af Geira Péturs ÞH 344.

1207. Geiri Péturs ex Sigurbergur GK. Teikning Þ.A

 

22.01.2014 22:17

Árfari

Hér lætur Árfari HF úr höfn á Húsavík. Tappatogari sem upphaflega hét Björgvin EA. Hét mörgum nöfnum eftir það og var m.a. flaggskipið í flota Kópaskers um tíma. Bar þá nafnið Árni á Bakka ÞH. Rifinn inn við sundin blá undir síðustu aldarmót. Hafði þá legið m.a. í fjörunni við Rif um tíma.

27. Árfari HF 182 ex Klettsvík VE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

22.01.2014 22:11

Skúmur

Ekki langt síðan ég birti mynd af þessum og þá sem Eldey GK. Hér heitir hann Skúmur KE 122 og engu við það að bæta sem áður hefur komið fram. Nema kannski að hann var rifinn í Njarðvík 2010 eftir mörg á á langlegudeildum suður með sjó.

450. Skúmur KE 122 ex Sigurvin Breiðfjörð KE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

22.01.2014 21:44

Svanur

Hef birt mynd úr þessari syrpu áður en læt þessa vaða. Svanur KE 90 að koma að landi í Keflavík. Smíðaur í Danmörku árið 1946 og hét upphaflega Muninn II GK 343. Fargað fyrir nokkrum árum í Helguvík.

929. Svanur KE 90 ex Sandvík KE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

21.01.2014 16:41

Bátabýtti á Húsavík

Í morgun voru höfð bátabýtti á Húsavík. Einn kom að vestan en hinn er að austan og hefur verið hér upp á bryggju síðan í sumar. Sem sagt, Hilmir ST kom siglandi til Húsavíkur og Björn Jónsson ÞH frá Raufarhöfn, sem í þessum skrifuðu orðum er á siglingu á Húnaflóa, var settur á flot og eigendurnir höfðu bátaskipti. 

7456. Hilmir ST 1 ex Bensi. © Hafþór Hreiðarsson 2014.

 

                               2390. Björn Jónsson ÞH 345 ex Jói Berg GK. © Hafþór 2012.

 

 

20.01.2014 23:00

Árni 

Hér er teikning Þorgríms Alla af Árna ÞH 127.

Árni ÞH 127. Teikning Þorgrímur Aðalgeirsson.

 

 

18.01.2014 14:12

Kópur

Hér er mynd úr syrpu sem ég tók í októbermánuði 2005 þegar línuskipið Kópur BA kom til löndunar á Húsavík. Hef birt úr ehnni áður sem og eldri myndir af Kóp, þá GK. Hef engu við að bæta held ég.

1063. Kópur BA 175 ex GK 175. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

 

 

18.01.2014 13:45

Siggi Magg

Hér kemur Siggi Magg GK í land í Grindavík á vetrarvertíð 2005. Smíðaður í Danmörku 1958 og hét upphaflega Reynir VE. Síðar ÁR og lengi vel GK 47 en svo fékk hann nafnið Siggi Magg. Og svo aftur Reynisnafnið en þá GK 355 eins og var á Sigga Magg. Rifinn í tætlur á Suðurnesjunum fyrir einhverjum árum.

733. Siggi Magg GK 355 ex Reynir GK. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

 

 

 

 

18.01.2014 13:29

Álaborg

Hér er mynd af Álaborginni frá Eyrarbakka sem ég tók í marsbyrjun árið 2005. Tæpum tveimur árum síðar var hann seldur til Eyja. Bergur-Huginn var kaupandinn og seldi fyrirtækið Álaborgina úr landi einhverjum misserum síðar.

1359. Álaborg ÁR 25 ex Sólborg. © Hafþór Hreiðarsson 2005.

 

 

Flettingar í dag: 517
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396853
Samtals gestir: 2007672
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:15:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is