Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2013 Desember

16.12.2013 21:31

Húsavík

Kalla fyrirsögnina við þessa myndir bara Húsavík þó hægt hefði verið að skrifa Salka enda er báturinn hér á legunni og ágætis skraut í forgrunni efstu myndarinnar. Á neðstu myndinni er Garðar fyrir miðri mynd og fleir báta má nefna. Sævaldur við flotbryggjuna og Hafborg við t´rekantinn. Sér glitta í flota Gentle Giants neðst til hægri.

Húsavík síðdegis í dag. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

                              Það var kalt, um 8 gráðu frost. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

                  Húsavíkurhöfn séð úr Hvalasafninu. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

 

 

 

14.12.2013 15:55

Gunnar Jónsson var kvaddur í dag

Gamall skipsfélagi minn og vinur, Gunnar Jónsson í Klömbur, var borinn til grafar í dag en útför hans fór fram frá Grenjaðarstaðakirkju. Við vorum saman á Skálaberginu og það var ekki leiðinlegt. Minnistæð vertíðin í Þorlákshöfn 1982 en þessar myndir sem ég birti nú voru teknar þá. Gunni haslaði sér völl síðar sem verktaki á sviði vinnuvéla- og vörubílarekstri og stofnaði fyrirtækið Alverk 1996 þar sem hann  starfaði til dánardags.

Blessuð sé minning góðs félaga sem fallin er frá langt fyrir aldur fram eftir erfið veikindi.

Gunnar Jónsson f. 23. mars 1962 - d. 29. nóvember 2013.

                                                                                 

                                                                               Keyrt í trossu, Gunni klár að taka baujuna.

 

 

                                                                                               Svo var hann klár að leggja hana.

 

 

                  Þessa hef ég birt áður en þarna er áhöfnin að mér undanskildum.

 

 

 

14.12.2013 13:41

Ásgeir

Núr er enginn Ásgeir lengur í húsvíska flotanum eftir að Ásgeir ÞH 198 var seldur til Dalvíkur á dögunum. Ég man ekki eftir öðru en að það sé til Ásgeir ÞH enda lét Doddi heitinn Ásgeirs smíða fyrir sig trillu með þessu nafni 1952. Og þá áttu eftir að líða ellefu ár þar til ég leit fyrst dagsins ljós. Þetta gera 51 ár, rúm hálf öld. Mér sýnist á Sögu Húsavíkur bátarnir með þessu nafni hafi verið sjö talsins. Sá stærsti 20 brl. en sá minnsti 1 1/2 brl. að stærð. Doddi var ekki einn allamn tímann í útgerð Ásgeirs, Maggi Andrésar var með honum lengi og síðan Ásgeir heitinn sonur hans sem síðar tók við útgerðin

1790. Ásgeir ÞH 198 ex Kristján EA. © Hafþór Hreiðarsson 2007.

 

 

14.12.2013 09:43

Þórir

Hér togar Þórir SF á rækjunni. Upphaflega Haförn GK í íslenska flotanum en lengst af Helga RE. Þá Þórir. Farinn í potinn. Smíðaður í Haugasundi 1956, farinn í pottinn.

91. Þórir SF 77 ex Helga RE. © Olgeir Sigurðsson.

 

 

14.12.2013 09:39

Gaukur

Gaukur GK á toginu í den, myndina tók Olgeir Sigurðsson þá skipstjóri á Geira Péturs. Í dag stýrimaður á Normu Mary. Upphaflega Jón Finsson GK smíðaður í Noregi 1962. Í Molde. Hét síðar Friðþjófur SU, Verðandu RE og KÓ. Þá Gaukur og loks Tjaldanes GK. Farinn í pottinn.

124. Gaukur GK 660 ex Verðandi KÓ. © Olgeir Sigurðsson.

 

 

14.12.2013 09:23

Sigurður Ólafsson

Sigurður Ólafsson SF hét upphaflega Runólfur SH og var smíðaður í Noregi 1960. Í Risör eins og Kibban (1009). Á þessari mynd Sigfúsar Jónssonar er hann á síldarmiðunum.

173. Sigurður Ólafsson SF 44 ex Sigurður Sveinsson SH. © Sigfús Jónsson.

14.12.2013 09:13

Sæljón

Á efri myndinni er Sæljón SU að toga á rækjumiðunum fyrir Norðurlandi, myndina tók Hreiðar Olgeirsson. Á neðri myndinni er Sæljónið á síldarmiðunum. Þarna er búið að breyta því að aftan  en myndina tók Sigfús Jónsson. Smíðað í Slippstöðinni 1974 og hét þessu eina nafni allt þangað til það var selt úr landi.

 

1398. Sæljón SU 104. © Hreiðar Olgeirsson.

 

                                                                    1398. Sæljón SU 104. © Sigfús Jónsson.

 

 

13.12.2013 22:29

Faxi

Faxi RE 241 á loðnumiðunum í den. Upphaflega og lengst af Fífill GK 54.

1048. Faxi RE 241 ex Fífill GK. © Sigfús Jónsson.

 

 

13.12.2013 22:19

Björg Jónsdóttir

Björg Jónsdóttir á nösunum gæti þessi mynd heitið. Páll Jónsson GK í dag.

1030. Björg Jónsdóttir ÞH 321 ex Rauðsey AK. © Sigfús Jónsson.

 

13.12.2013 22:13

Heimaey

Heimaey, sú þýska, á loðnumiðunum hér áður. Upphaflega Náttfari ÞH 60 síðar RE. 

1035. Heimaey VE 1 ex Náttfari RE. © Sigfús Jónsson.

13.12.2013 22:10

Dagfari

Dagfari drekkhlaðinn á þessari mynd Sigfúsar Jónssonar. Ennþá með heimahöfn á Húsavík.

1037. Dagfari ÞH 70. © Sigfús Jónsson.

 

 

13.12.2013 21:44

Í kvöld

Tók þessa í kvöld.

Við Húsavíkurhöfn í kvöld. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

 

11.12.2013 21:30

Hera

Hera ÞH ljósum prýdd i Húsavíkurhöfn í kvöld.

67. Hera ÞH 60 ex Óli Hall HU. © Hafþór Hreiðarsson 2013.

 

 

10.12.2013 15:57

Dagatalið farið í framleiðslu

Þá er dagatal Skipamynda farið í framleiðslu, örlítið seinna en vænst var og þar um að kenna helv. höfuðverknum við val á myndum. Þetta er í fimmtaskipti sem ég læt útbúa dagatal Skipamynda og á því er m.a. að finna tvö nýjustu og glæsilegustu skipum flotans í bland við eldri skip og báta. Jafnvel  suma sem horfnir eru af sjónarsviðinu. Áhugasamir geta pantað dagatalið á korri@internet.is en ekki eru búin til fleiri dagatöl en pöntuð eru. Nema þá að það komi til annarar prentunar. Verðið er 3000 kr. stk.

 

 

 

 

 

08.12.2013 13:11

Beitir

Beitir að toga á rækjumiðunum fyrir Norðurlandi. Upphaflega Þormóður Goði RE, smíðaður í V-Þýskalandi 1958. Síðar Óli Óskars RE og loks Beitir NK. Beitir fór í gegnum viðamiklar breytingar í Póllandi 1995 og má segja að þá hafi verið lítið eftir af upprunalega skipinu. En þessi mynd er tekin á árunum fyrir 1990.

Eftirfarandi frétt birtist í Mogganum 1995:

BEITIR NK, eitt fimm skipa Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, er nú á leið til Póllands, en þar verða gerðar viðamiklar endurbætur á skipinu. Meðal annars verður sett RSW-sjókælikerfi og ískælikerfi fyrir loðnu og síld í hluta lesta skipsins og skipt um brú. Áætlað er að breytingunum ljúki um miðjan júní, en kostnaður við þær samkvæmt samningi við Pólverja er 80 milljónir króna fyrir utan kostnað við þau tæki sem sett verða í skipið.

Beitir NK kom til landsins árið 1958 og hét skipið þá Þormóður goði, en Síldarvinnslan hefur átt skipið síðan 1980. Að sögn Finnboga Jónssonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, hefur áður verið settur nýr búnaður í skipið, ný vél og ný skrúfa, og flest tæki í því eru nýleg. Hann sagði að eftir fyrirhugaðar breytingar yrði því lítið orðið eftir af upprunalega skipinu annað en skrokkurinn.

Auk þess að skipta um brú á Beiti verður settur hvalbakur á skipið og ný flotvinda, þriðja lestin verður einangruð, en tvær voru það fyrir, móttaka verður stækkuð og síðan verður skipið allt sandblásið og málað. Þá verður öllum vinnslubúnaði vegna bolfisks komið fyrir frammi í skipinu, þannig að ekki þurfi að hreyfa við honum þegar skipið fer á loðnuveiðar og þannig auðvelduð skiptin milli veiðarfæra.

226. Beitir NK 123 ex Óli Óskars RE. © Hafþór Hreiðarsson.
Flettingar í dag: 517
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396853
Samtals gestir: 2007672
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:15:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is