Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2013 Nóvember

04.11.2013 20:33

Togað í ísnum

Þarna er verið að toga í ísnum og ég reikna með því að margir þekki togarann. En úr hvaða togara er myndin tekin ? Nafn ljósmyndara verður ekki gefið upp að sinni.

Togað í ísnum.

03.11.2013 23:45

Sjöfn

Hér er það Sjöfn EA sem kemur til hafnar á Húsavík haustið 2007. Hét áður Sæbjörg EA úr Grímsey og var smíðuð á Seyðisfirði.

1848. Sjöfn EA 142 ex Sæbjörg EA. © Hafþór Hreiðarsson 2007.

03.11.2013 19:39

Frosti

Gundi Grenvíkingur sendi mér þessa flottu mynd af flaggskipi Grenvíkinga, Frosta ÞH, á siglingu við Krossanes. Gundi, sem eins og margir síðulesarar vita, er skipverji á Frosta. Frosti hét áður Smáey en var Frosti VE um skeið áður enn hann varð ÞH. Upphaflega Björn RE.

2433. Frosti ÞH 229 ex Frosti VE. © Gundi 2013.

03.11.2013 19:00

Verður Þorbjörn á dagatalinu ?

Er að spá í að hafa þennan á dagatali Skipamynda fyrir árið 2014. Það eru einhverjar rendur í myndinni en ætli ég reyni ekki að finna frummyndina og skanna inn. Þetta er mjög fallegur bátur Þorbjörn GK. Bendi þeim sem áhuga hafa á að kaupa dagatal að panta það á korri@internet.is

914. Þorbjörn GK 540. © Hafþór Hreiðarsson 1985.

 

 

03.11.2013 17:10

Brynja

Brynja ÞH 295 á kvöldsiglingu á Skjálfandaflóa nítjándruð níutíu og eitthvað. Skipper Guðmundur Guðjónsson.

 

Brynja ÞH 295. © Hafþór Hreiðarsson.

 

03.11.2013 17:06

Kristrún

Kristrún RE kemur til hafnar í Reykjavík. Heitir í dag Kristrún II en upphaflega Ólafur Friðbertsson frá Súgandafirði.

256. Kristrún RE 177 ex Albert Ólafsson HF. © Hafþór Hreiðarsson 2003.

 

 

03.11.2013 16:25

Sólfari

Sólfari RE að koma til hafnar í Njarðvík. Akureyrarsmíði sem upphaflega hét Arinbjörn RE. 

1156. Sólfari RE 26 ex Látraröst. © Hafþór Hreiðarsson.

 

03.11.2013 16:20

Garðey

Garðey SF kemur til hafnar á Húsavík. Upphaflega Þorsteinn RE en heitir Kristín ÞH í dag og er í eigu Vísis hf. 

972. Garðey SF 22 ex Ásgeir Guðmundsson SF. © Hafþór Hreiðarsson 2003.

03.11.2013 16:17

Sævík

Sævík GK lætur úr höfn á Húsavík eftir löndun. Upphaflega Guðrún Guðleifsdóttir ÍS. Fram ÍS í dag.

971. Sævík GK 257 ex Aðalvík KE. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

03.11.2013 16:14

Stokksey

Stokksey ÁR 40 í Húsavíkurhöfn, hinni upphaflegu heimahöfn bátsins sem hét Dagfari lengts af.

1037. Stokksey ÁR 40 ex Dagfari GK. © Hafþór Hreiðarsson 2003.

03.11.2013 16:10

Rúna

Kínabáturinn Rúna. Síðar Ósk KE og Gunnar Bjarnason SH í dag.

2462. Rúna RE 150. © Hafþór Hreiðarsson.

03.11.2013 12:32

Baldur Árna

Baldur Árna ÞH á útleið frá Húsavík. Árið er 2003 og báturinn á rækjuveiðum. Upphaflega Trausti ÍS.

1170. Baldur Árna ÞH 50 ex Skúmur GK. © Hafþór Hreiðarsson 2003.

 

 

 

 

02.11.2013 13:17

Grímsey

Grímsey ST að koma að landi á Húsavík. Þó nokkuð langt síðan en hún var eitthvað að snuddast hér í flóanum. Hét áður Auðbjörg II SH en upphaflega Sigurbjörg SU. Hollensk smíði.

741. Grímsey ST 2 ex Auðbjörg II. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

02.11.2013 11:48

Tjaldur

Tjaldur SH lætur úr höfn á Húsavík í sumarbyrjun 2003. Glæsilegur bátur sem lítur alltaf út fyrir að vera nýr. Og ekki er systurskipið Örvar síðri en hann hét upphaflega Tjaldur II.

2158. Tjaldur SH 270. © Hafþór Hreiðarsson 2003.

02.11.2013 02:28

Þrír eikarbátar í Reykjavíkuhöfn

Hér kemur mynd sem sýnir þrjá eikarbáta við bryggju í Reykjavík. Innst er Aðalbjörg II, þá Aðalbjörg og yst er Guðbjörg. 

Þrír eikarbátar við Grandann. © Hafþór Hreiðarsson.
Flettingar í dag: 199
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 691
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9397226
Samtals gestir: 2007759
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 04:16:16
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is