Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2013 Nóvember

22.11.2013 14:47

Gísli Árni, Sunnuberg og Sunnuberg

Hér sjáum við sama skipið í þrem útfærslum. Gísli Árni hét það upphaflega og heitir svo á fyrstu myndinni. Síðan Sunnuberg GK og þá ÞH. 

1002. Gísli Árni RE 375. © Hreiðar Olgeirsson 1982.

 

                    1002. Sunnuberg GK 199 ex Gísli Árni RE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

                                     1002. Sunnuberg NS 199 ex GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

 

 

21.11.2013 22:51

Sunnuberg

Sunnubergið við bryggju í den, þessi litur átti nú ekki upp á pallborðið hjá mér. Sá blái mun betri.

1002. Sunnuberg GK 199 ex Gísli Árni RE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

21.11.2013 22:20

Kristján

Þetta var í eina skiptið sem ég myndaði þennan bát undir þessu nafni og ef ég man rétt var það í lok júní 1998.

1000. Kristján RE 110 ex Guðmundur Kristinn SU. © Hafþór Hreiðarsson.

20.11.2013 22:25

Björg Jónsdóttir

Hef birt margar úr syrpu þeirri sem ég tók er Björg Jónsdóttir kom til heimahafnar á Húsavík í fyrsta skipti í nóvember 2004. En hér kemur samt þrjár til viðbótar og aldrei að vita nema ég birti fleiri. Þó ekki fyrir miðnætti. Jóna Eðvalds heitir skipið í dag en hét Birkeland þegar Langanes festi kaup á skipinu og sigldi því til Póllands til breytinga.

2618. Björg Jónsdóttir ÞH 321 ex Birkiland. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

20.11.2013 21:02

Strákur

Strákurinn kemur til hafnar á Húsavík 4. september 2007 en hann var á dragnótaveiðum. Upphaflega Siglunes SH, síðar HU og ÞH. Aftur SH og síðan HF. Þá Erlingur GK,Sigurbjörg Þorsteins BA og Strákur ÍS. Síðar SK sem varð hans síðasta skráning að ég held. Smíðaður hjá Þorgeir og Ellert 1970.

1100. Strákur SK 126 ex ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 2007.

 

 

20.11.2013 20:55

Eldey

Hér er Eldey GK að koma til hafnar í Grindavík. Upphaflega Geir RE 406, smíðaður 1956 í Elmshorn (minnir mig)  V-Þýskalandi. Eldey var hans síðasta nafn.

450. Eldey GK 74 ex Skúmur KE. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

20.11.2013 19:40

Nýtt Rifsnes komið ti heimahafnar

Nýja Rifsnesið kom til heimahafnar á Rifi í morgun eftir siglingu frá Noregi. Félagi Alfons tók meðfylgjandi mynd og sendi mér.  Á vef Skessuhorns segir frá komu skipsins á eftirfarandi hátt:

Nýtt Rifsnes SH-44 í eigu Hraðfrystihúss Hellissands kom í morgun til heimahafnar í Rifi. Skipið leysir af hólmi annað og minna skip með sama nafni sem hefur verið selt. Gamla Rifsnesið fór í liðinni viku í sinn síðasta túr fyrir fyrirtækið.

Hraðfrystihúsið keypti nýja Rifsnesið frá Noregi. Að sögn Bjarna Gunnarssonar skipstjóra var áhöfnin fjóra sólarhringa á leiðinni til Rifs. Bjarni sagði að þeir hefðu lent í leiðindaveðri svo til alla leiðina og var vindhraði allt upp í 35 metra á sekúndu. Hefði skipið engu að síður farið vel með þá meðan á heimsiglingunni stóð.

Ólafur Rögnvaldsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins sagði að honum gæti ekki annað en litist vel á nýja skipið þegar fréttaritari Skessuhorns ræddi við hann. Millidekkinu á Rifsnesinu verður nú skipt út fyrir nýtt og mun sú aðgerð, auk þess að gera skipið klárt til veiða, taka um tvær vikur.

 

 

2847. Rifsnes SH 44 ex Polarbris. © Alfons Finnsson 2013.

 

 

 

20.11.2013 17:15

Jóla jóla

Það er kannski fullsnemmt að fara birta einhverjar jóla myndir en ég læt samt eina flakka hér. Hún var tekin á Akureyri  fyrir þó nokkru síðan.

 Akureyrarhöfn um jól. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

20.11.2013 15:24

Geiri Péturs

Hér kemur mynd sem Hreiðar Olgeirsson tók snemmsumars 1980. Hún sýnir Geira Péturs ÞH , þann fyrsta af fimm, koma að landi úr línuróðri þar sem beitt var um borð og grálúða veidd.

1207. Geiri Péturs ÞH 344 ex Sigurbergur GK. © Hreiðar Olgeirsson 1980.

 

20.11.2013 15:09

Öxarnúpur og Ásgeir

Hér kemur mynd sem ég tók seint á síðustu öld. Þarna má sjá nokkra báta í höfn á Húsavík en fremstir eru Öxarnúpur frá Raufarhöfn og Ásgeir ÞH 198.

Frá Húsavíkurhöfn á tíunda áratug síðustu aldar. © Hafþór Hreiðarsson.

17.11.2013 14:14

Hádegismynd frá höfninni

Hádegismynd frá Húsavíkurhöfn. Og svo fór að snjóa.

Húsavíkurhöfn 17 nóvember 2013. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

17.11.2013 11:41

Hraunsvík

Ein gömul og slöpp af Hraunsvíkinni. Fallegt veður samt. Upphaflega Akurey SF en bar einnig nöfnin Rán SU og Gissur ÁR.

727. Hraunsvík GK 68 ex Gissur ÁR. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

16.11.2013 13:58

Hafsteinn

 Hafsteinn EA 262 frá Dalvík kemur hér til hafnar á Húsavík í den. Erindið var að fara í slipp sem ekki var vanþörf á sýnist mér. Upphaflega Þorbjörn II GK 541 en átti síðar eftir að verða gerður út frá Vestmannaeyjum, Húsavík og Dalvík.

263. Hafsteinn EA 262 ex Björg Jónsdóttir ÞH 321. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

16.11.2013 13:12

Stakkanes

Hér má sjá trjónu Stakkanessins frá Skagaströnd í slippnum á Akureyri. Skipið hafði rekist á ísjaka 40 sjm. norður af Skaga í lok aprílmánaðar 1988 og gert var við það í Slippstöðinni. Upphaflega Guðbjörg ÍS.

1036. Stakkanes HU 121 ex ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 1988.

 

 

16.11.2013 12:56

Börkur

Börkur Kjartansson vélstjóri á Lundey tók þessa mynd af Berki NK þar sem hann er að dæla á síldarmiðunum. Faaxi RE fjær.

2827. Börkur NK 122 ex Torbas. © Börkur Kjartansson 2013.
Flettingar í dag: 219
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 691
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9397246
Samtals gestir: 2007762
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 04:47:52
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is