Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2012 September

12.09.2012 18:23

Grundfirðingur

Gundi á Frosta sendi mér þessar myndir af Grundfirðingi SH 24 láta úr höfn á Grundarfirði í fyrradag. Hét Rita NS 13 þegar ég bar hann augum fyrst. Á Akureyri.1202. Grundfirðingur SH 24. ex Hringur GK. © Gundi 2012.


09.09.2012 13:01

Meira af Orra

Hér koma fleiri myndir af Orra ÍS 180.
Orri ÍS 180 ex Röstin GK. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

06.09.2012 21:19

Friðrik og Jón Árni

Hér kemur önnur til af Friðrik Siguðrssyni ÁR 17 síðan í dag og önnur af skipstjóranum, Jóni Árna frá Skógum í Reykjahverfi.1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17 ex Jóhann Friðrik. © Hafþór 2012.Jón Árni í brúnni. © Hafþór 2012.

06.09.2012 20:51

Valbjörn

Valbjörn ÍS kom inn um miðjan daginn og smellti ég þessari af við það tækifæri. Hann var ekki búinn að vera lengi úti frekar en hinir sem komu að landi í dag.1686. Valbjörn ÍS 307 ex Gunnbjörn. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

06.09.2012 19:55

Jökull

Rækjubáturinn Jökull kom að landi í dag eins og fleiri og hér nálgast hann Bökugarðinn.259. Jökull ÞH 259 ex Margrét. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

06.09.2012 19:41

Friðrik Sigurðsson

Rækjubáturinn Friðrik Sigurðsson ÁR 17 kom til hafnar á Húsavík nú undir kvöld. Tók ég þá þessa mynd og fleiri til sem birtast kannski síðar. Já jafnvel í kvöld. Annars held ég að þetta sé amk. fjórði ÁR báturinn sem kemur hingað i ár og hafa þeir sennilega aldrei verið fleiri. Og þó.1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17 ex Jóhann Friðrik. © Hafþór 2012.

06.09.2012 13:30

Orri ÍS 180

Félagi Þorgeir hringdi í mig í vinnnuna í morgun og tjáði mér það sem mig grunaði að Orri ÍS væri á landleið. Enda bræla fyrir svo lítinn bát á rækjumiðunum. Ég vaktaði Orra og var á Bökugarðinum þegar hann komað og hér má sjá eina af þeim myndum sem ég tók.


923. Orri ÍS 180 ex Röstin GK. © Hafþór Hreiðarsson 2012.


05.09.2012 19:17

Karólína

Karólína ÞH hefur hafið róðra á nýju kvótaári og hér sést hún koma að landi í dag eftir að hafa lagt línuna. Sá að hún fór út að draga nú undir kvöld.2760. Karólína ÞH 100. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

05.09.2012 19:04

Kristín

Kristín ÞH kom til heimahafnar í morgun eftir siglingu af Austfjarðarmiðum. Hún var þar með fyrsti Vísisbáturinn til að landa á Húsavík á því kvótaári sem nýhafið er. Tók þessa mynd þegar hún lét úr höfn síðdegis.Kristín ÞH 157 ex Kristín GK. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

05.09.2012 17:56

Sævaldur

Sævaldur var á sjó í dag og tók ég þessa mynd þegar hann kom inn. Það eru Einar Ó. Magnússon og synir sem eiga og róa Sævaldi á strandveiðum yfir sumarið. Ekki veit ég hvað Sævaldur var að gerta á sjó í dag, kannski á færum.6790. Sævaldur ÞH 216 ex Sævaldur HF. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

05.09.2012 17:13

Kristinn

Loksins loksins, það kom að því að ég næði að mynda Kristinn frá Raufarhöfn á siglingu. Hann kom hingað um kaffileytið og var hífður beint upp á bryggju. Kristinn hét upphaflega Kópur og var smíðaður hjá Samtak 2006. Hann er í eigu Hólmsteins Helgasonar ehf. á Raufarhöfn.2661. Kristinn ÞH 163 ex Kópur. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

03.09.2012 20:06

Röst

Christian Schmidt leiðsögumaður hjá Norðursiglingu tók þessa flottu mynd á Skjálfanda sl. laugardag. Þarna siglir Röstin frá Sauðárkróki inn flóann og gaman að sjá að þessi bátur er komin í drift aftur en hún stundar rækjuveiðar. Ég er ekki frá því að þarna sé komin ein af þeim tólf myndum sem prýða mun dagatal Skipamynda fyrir árið 2013. Ef af útgáfu verður.1009. Röst SK 17 ex Kristbjörg ÞH 44. © Christian Schmitd 2012.

02.09.2012 22:03

Fanney

Sigurjón Herbertsson á Dalvík sendi mér þessar myndir af báti hans, Fanney EA. Fanney er Skel 80 en síðasta vetur var bátnum breytt ansi mikið á Hlíðarenda við Akureyri.


 
7328. Fanney EA 82 ex Már SH. © Sigurjón Herbertsson 2012.


Flettingar í dag: 451
Gestir í dag: 126
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396787
Samtals gestir: 2007661
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 20:06:47
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is