Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2012 Júní

26.06.2012 22:36

Arnþór

Dragnótabáturinn Arnþór GK 20 í eigu Nesfisks í Garði. Smíðaður á Ísafirði 1998 og lengdur 2001. Upphaflega Reykjaborg RE 25.2325. Arnþór GK 20 ex Geir KE. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

26.06.2012 22:05

Hafsúlan

Hér kemur Hafsúlan að landi á dögunum. Miklu flottari svona rauð :)2511. Hafsúlan. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

24.06.2012 21:51

Rakel

Rakel SH 700 stundar strandveiðarnar frá Húsavík. Rakel er smíðuð í Hveragerði 1987 og hét áður Kóni SH.7082. Rakel SH 700 ex Kóni SH. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

24.06.2012 21:42

Nonni

Hér kemur Nonni ÞH til hafnar á dögunum en þar um borð ræður Trausti Jónsson ríkjum.6705. Nonni ÞH 9. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

23.06.2012 01:04

Rækjubátar skapa umsvif við höfnina

Nokkuð hefur verið um landanir rækjubáta á Húsavík það sem af er sumri. Auk heimabátanna Heru og Jökuls hafa aðkomubátar landað hér afla sínum.

Aflanum er ekið burt til vinnslu en þessi umsvif skapa þó vinnu við löndun, akstur með rækjuna auk þess sem bátarnir sækja hér ýmsa þjónustu.  

Í fyrradag landaði Þinganesið frá Hornafirði rækju sem fór til vinnslu á Grundarfirði. Á meðan starfsmenn Eimskip sáu um löndunina voru þeir Kári Páll Jónasson og Sigfús Jónsson að vinna við troll bátsins og voru myndirnar hér að neðan teknar þegar verið var að taka það aftur um borð.


Þinganesið við Bökugarðinn þar sem trollið var í endurmælingu. © Hafþór 2012.


Rækjutrollið á bryggjunni klárt að fara um borð. © Hafþór 2012.


Sigfús mundar slaghamar og úrrek. © Hafþór 2012.


Netagerðarmeistarinn Kári Páll er einn sá fremsti á sínu sviði þegar kemur að rækjutrollum. © Hafþór 2012.


Húsvíkingar eiga sinn fulltrúa um borð í Þinganesinu, kokkinn Gunnar Davíðsson sem búið hefur á Höfn um árabil. Hvort Gunni er orðinn svona óvanur mikilli sól skal ósagt látið. © Hafþór 2012.


Sigfús rífur í trollið og það ekki í fyrsta skipti. © Hafþór 2012.


2040. Þinganes SF 25 lætur úr höfn. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

22.06.2012 13:54

Siglunes

Siglunesið kom inn til Húsavíkur í gærkveldi. Kvöldsólin var mér ekki hliðholl en ég notaði sama trixið og í Sandgerði á dögunum. Færði mig úr stað og þetta er útkoman.1146. Siglunes SI 70 ex Siglunes SH. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

21.06.2012 19:23

Þinganes

Hér lætur Þinganesið úr höfn á Húsavík nú síðdegis. Og strikið sett vestur á bóginn þar sem rækjubátarnir eru að fiska vel í Húnaflóadýpi. 2040. Þinganes SF 25. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

19.06.2012 22:48

Rósin

Rósin á siglingu inn til hafnar í Reykjavík eftir hvalskoðunarferð á Faxaflóa.2761. Rósin. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

18.06.2012 21:40

Laufey

Sómabáturinn Laufey RE á útleið frá höfuðborg lýðveldisins. Laufey var smíðuð í Hafnarfirði árið 1986.6764. Laufey RE 85 ex Arnbjörg. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

18.06.2012 21:34

Móna

Móna GK kemur að landi í Sandgerði en hún stundar strandveiðar. Móna var smíðuð í Hafnarfirði árið 1974 og hét áður Lena ÍS. 1396. Móna GK 303 ex Lena ÍS 61. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

17.06.2012 22:38

Æsa

Æsa GK kemur að landi í Sandgerði. Sómabátur sem smíðaður var í Hafnarfirði 1986 og hét áður Leon. Eigandi Heiðalundur ehf. Garðinum.6974. Æsa GK 115 ex Leon HF. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

16.06.2012 11:40

Nafni minn

Hér kemur nafni inn til hafnar í Sandgerði. Hann er á strandveiðum eins og fjöldi annarra báta.Haffi er færeyingur smíðaður í Hafnarfirði 1979. Hann hét áður Hrólfur en þar áður Unnur og nú er spurning hvort þetta sé Unnur ÞH sem Mikael Þórðarson á Húsavík keypti nýja.5968. Haffi RE 92 ex Hrólfur HF. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

15.06.2012 11:11

Andey

Þessi bátur var smíðaður í Noregi 1983 en keyptur til Íslands 1999 og hét þá Skarðanúpur BA. Í dag heitir hann Andey ÁR 10. Hér er hann að koma til hafnar í Sandgerði eftir handfæraróður en hann er áá strandveiðum.2405. Andey ÁR 10 ex Andey HU 10. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

15.06.2012 10:47

1919

Hér er nýjasti bátur Hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar að koma til hafnar í gær. Skrúður hét hann og kannski heitir enn því ekkert nafn var að sjá á honum. En á heimasíðu Eldingar kemur fram að hugmyndin sé að nefna hann Guggu.1919. Skrúður. © Hafþór Hreiðarsson 2012.

15.06.2012 00:20

Lilja

Lilja BA kemur hér inn til hafnar í Sandgerði í fyrradag. Viksundbátur sem lengi vel hét Hafborg. Fyrst KE, svo EA og loks GK.1762. Lilja BA 107 ex Hafborg GK. © Hafþór Hreiðarsson 2012.
Flettingar í dag: 103
Gestir í dag: 30
Flettingar í gær: 636
Gestir í gær: 118
Samtals flettingar: 9401444
Samtals gestir: 2008495
Tölur uppfærðar: 16.12.2019 02:27:45
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is