Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2011 September

12.09.2011 18:32

Activ og Ísborg

Þessa mynd tók ég í dag þegar hið þrímastra seglskip Activ lét úr höfn á Húsavík. Rækjutogarinn Ísborg ÍS liggur við Bökugarðinn þar sem kallarnari voru að brasa í veiðarfærum.Activ & Ísborg. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

12.09.2011 16:16

Ný Cleopatra 33 afgreidd til Afríku

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi núna á dögunum nýjan Cleopatra bát til Mayotte við austurströnd Afríku.


Að útgerðinni stendur Regis Masseaux útgerðarmaður frá Mamoudzou á Mayotte.

Nýi báturinn hefur hlotið nafnið Cap'tain Alandor II. Báturinn mælist 11brúttótonn. Cap'tain Alandor II er af gerðinni Cleopatra 33. Nýji báturinn mun leysa af hólmi eldri og minni bát í eigu útgerðarinnar.


Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins 6CTA8.3M 430p tengd ZF gír.

Siglingatæki koma frá Furuno.


Báturinn er útbúinn til túnfiskveiða með flotlínu. Notuð er 50km löng 3mm girnislína við veiðarnar og 1000krókar beittir á hverri lögn.


Í bátnum er einangruð fiskilest. Hífingarbúnaður er á dekki til að auðvelda inntöku stórra fiska. Sólhlíf er yfir vinnudekki.

Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.


Rými er fyrir 16stk 380lítra kör í lest. Í vistarverum er svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.


Reiknað er með að báturinn muni hefja veiðar í Indlandshafinu í byrjun október.
Cap'tain Alandor II. © Trefjar.is

 

11.09.2011 20:10

Aksjón

Halli vinur minn Sig tók þessa mynd af mér í gær þegar frístundabændur á Húsavíkur drógu fé sitt í dilka á Bakka. Þar var ég með myndavéilna að vopni.eins og Halli, og þar sem það eru tiltölulega fáar myndir af síðueiganda hér þá hendi ég henni inn.Myndað á Húsavíkurrétt. © Halli Sig. 2011.

10.09.2011 12:14

Marineland

Hér kemur eitt myndband sem ég tók á Spáni í sumar og það er best að segja það strax að það er ekki einn bátur í því.

10.09.2011 11:59

Kristbjörg ÞH 44

Kristbjörg ÞH 44 á siglingu á Skjálfanda. Koma úr rækjuróðri. Þetta er undir það síðasta í útgerð Korra hf. á bátnum sem var byggður árið 1975.1420. Kristbjörg ÞH 44. © Hafþór Hreiðarsson.

10.09.2011 11:44

Súlan EA 300

Hér kemur önnur mynd af Súlunni þar sem hún kemur til hafnar á Húsavík. Fyrir síðustu breytingarnar. Hún var á rækju þegar þetta var.1060. Súlan EA 300. © Hafþór Hreiðarsson.

10.09.2011 11:33

Súlan

Hér er ein gömul af Súlunni enda óhægt um vik að taka myndir af henni í dag.1060. Súlan EA 300. © Hafþór Hreiðarsson.

09.09.2011 00:13

1019

Enn ein af Sigurborginni. Svona til gamans.1019. Sigurborg SH 12. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

08.09.2011 17:11

Sigurborg á útleið

Sigurborgin lét úr höfn á Húsavík nú síðdegis eftir að hafa fengið nýtt troll hjá Kára Páli.1019. Sigurborg SH 12 ex Sigurborg HU 100. © Hafþór 2011.1019. Sigurborg SH 12 á útleið frá Húsavik. © Hafþór 2011.

07.09.2011 18:30

Siglunes

Rétt á eftir Sigurborginni kom að landi rækjubáturinn Siglunes SI frá Siglufirði og lagðist hann að Norðurgarðinum þar sem fyrir voru vestfirðingarnir Valbjörn og Ísborg sem kom inn í nótt eða snemma morguns. Hera kom í gærkveldi.1146. Siglunes SI 70 ex Siglunes SH. © Hafþór 2011.1146. Siglunes SI 70 frá Siglufirði.Siglunesið var smíðað á Akranesi 1971. © Hafþór Hreiðarsson 2011.

07.09.2011 18:06

Valbjörn

Valbjörn ÍS 307 kom nokkrum mínútum á undan Sigurborginni til hafnar á Húsavík í dag. Bræla er nú á rækjumiðunum, amk. hjá minni skipunum.1686. Valbjörn ÍS 307 ex Gunnbjörn ÍS 302. © Hafþór 2011.1686. Valbjörn ÍS 307 frá Bolungavík. © Hafþór 2011.

07.09.2011 17:09

Sigurborg

Sigurborgin frá Grundarfirði kom inn til Húsavíkur í dag að ná í nýtt troll eftir því sem einn áhafnarmeðlimanna sagði mér. Tók ég slatta af myndum og hér koma tvær. Kannski koma fleiri um mánaðarmótin. 1019. Sigurborg SH 12 ex Sigurborg HU 100. © Hafþór 2011.1019.Sigurborg SH 12 frá Grundarfiðri. © Hafþór 2011.

Flettingar í dag: 517
Gestir í dag: 137
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396853
Samtals gestir: 2007672
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 21:15:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is