Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2009 Desember

09.12.2009 22:09

Ingeborg

Ingeborg heitir þessi og er SI 60. Eigandi samkvæmt vef Fiskistofu er Mummi ehf. en þessa mynd tók ég í haust á Dalvík. Ingeborg var smíðuð á Siglufirði árið 1985 og telst vera 4,7 brl. að stærð, búin 52 hestafla Mitsubishi vél.


6677.Ingeborg SI 60. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

08.12.2009 22:02

Íbbi kom á bryggjuna

Skrapp á bryggjuna síðdegis þegar ég sá að Ingólfur og synir og Haukur voru komnir að og voru að landa. Það var niðadimm þoka á Húsavík í dag og prófaði ég að nota flassið til að ná einhverri stemmingu í myndirnar. Það gekk svona og svona. Kallarnir á Sigrúnu Hrönn voru með 5-6 tonn á línuna og eins og vanalega kom Íbbi á bryggjuna til að kanna aflabrögðin og náði ég þessari mynd af honum og Ingólfi ræða málin.


Ívar Júlíusson og Ingólfur Árnason. © Hafþór 2009.

08.12.2009 20:25

Leó II ÞH 66

Hér kemur mynd sem Stefán Þorgeir Halldórsson sendi af Leó II ÞH 66 að draga grásleppunet í Þistilfirði. Leó II er húsvíkingum ekki ókunnur því hann hét lengi Sóley ÞH 349 og var í eigu Ingólfs Árnasonar sem í dag gerir út línubátinn Sigrúnu Hrönn. Leó II hét upphaflega Fúsi SH 161 og var smíðaður á Fáskrúðsfirði 1985. Hann er afskráður sem fiskibátur en er enn á Þórshöfn.


1688.Leó II ÞH 66 ex Sóley ÞH 349.  © úr safni Stefáns Þorgeirs Halldórssonar.

07.12.2009 22:59

Vágbingur og Ólavur Halgi eða Leivur Össursson

Þetta er komið, Regin (Torkilsson) segir þetta vera færeysku togarana Ólavur Halgi og Vágbingur. Myndina tók Jon Christian í Færeyingahöfn á Grænlandi árið 1968. Óskar Franz kemur svo með upp. um togarana. Sjá í áliti. 


Ólavur Halgi og Vágbingur í Færeyingahöfn. © Jon Cristian 1968.

Vágbingur © Jon Christian 1968.

07.12.2009 16:09

Ný Cleópatra 50 til Noregs

Tímamót eru um þessar mundir hjá Bátasmiðjunni Trefjum ehf í Hafnarfirði.  Nú á dögunum var verið að afgreiða fyrsta bátinn af nýrri gerð sem hlotið hefur nafnið Cleopatra 50.  Cleopatra 50 er nú stærsti báturinn sem Trefjar framleiða.

Fyrsti Cleopatra 50 báturinn sem nú er verið að afgreiða til Útgerðarfélagsins Eskøy AS í Tromsø er annar báturinn sem fyrirtækið fær afgreiddann frá Trefjum.  Í byrjun s.l. árs fékk útgerðin afhentann bátinn Saga K sem er af gerðinni Cleopatra 36.

Eskøy AS er í eigu þriggja Íslendinga Bjarna Sigurðssonar sem búsettur hefur verið í Noregi um áratuga skeið og bræðranna Hrafns og Helga Sigvaldasona.  Helgi verður skipstjóri á nýja bátnum.

 Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Åsta B. Báturinn er 15 m. langur og 4.65m breiður og mælist 30 brúttótonn.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Yanmar 6AYM-ETE 990hp tengd ZF gír. Í bátnum eru tvær ljósavélar af gerðinni Westerbeke. Ískrapavél er frá Kælingu ehf.

Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni JRC, Wassp og Olex frá Sónar ehf.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar er sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til línuveiða með yfirbyggðu vinnudekki.  Beitningavél og rekka kerfi fyrir 28.000 króka er frá Mustad.  Íslensk pokabeituvél er frá Bernsku ehf. Línuspil og færaspil er frá Beiti ehf.  Í bátnum er einnig fullkominn þvotta og slægingarlína frá 3X stál.

Löndunarkrani af gerðinni TMP 300L frá Ásafli ehf.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

 Rými er fyrir 23 stk. 660lítra og 19 stk. 400L kör í lest. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta.  Svefnpláss er fyrir sex í lúkar, eldunaraðstöðu með öllum nauðsynlegum búnaði.

 Bátnum verður siglt yfir hafið til Noregs á næstunni og er reiknað með að hann hefji veiðar fyrir jól.


Asta B T-3-T. © Grétar Þór.

Til fróðleiks má nefna það að Bjarni Sigurðsson einn eigenda Ástu B er húsvíkingur.

06.12.2009 23:13

Siggi Haraldar á Veigari ÞH 388

Þeir voru nokkrir kallarnir hér á Húsavík sem ekki höfðu sjómennsku að aðalatvinnu sem keyptu sér færeyinga þegar þeir voru framleiddir. Þeir réru til fiskjar á sínum forsendum. Sumir til að fiska í soðið, fara í fugl eða einfaldlega til að sigla um flóann en aðrir fóru á færi yfir sumartímann og lögðu upp hjá Fiskiðjusamlagi Húsavíkur. Sigurður Haraldsson átti einn rauðan færeying sem hann nefndi Veigar ÞH 388 og þessa mynd tók Hreiðar Olgeirsson á sjómannadag einhvern tímann um eða upp úr 1980. Sýnist þetta vera Haukur bróðir Sigurðar sem er í bátnum auk ungs manns sem gæti verið barnabarn Sigurðar.

B1438-Veigar ÞH 388. © Hreiðar Olgeirsson.


06.12.2009 22:18

Doríumóðurskip

Doría er samkvæmt orðabók skipsbátur, flatbotna með stefni en gafli að aftan. Þetta portúgalska doríumóðurskip myndaði Jon Christian við V-strönd Grænlands árið 1968.

Ég fékk línur frá Jon Christian sem segir þetta vera portúgalskt doríuveiðiskip og sjást doríur staflaðar á dekki. Hann segir að þrjú doríuveiðiskip hafi verið við veiðar við V-strönd Grænlands þetta sumar,1968, annað svipað þessu (seglskip) og eitt ca.2000 - 3000 þús.tonna umbyggt vélskip. Hann segist hafa frétt af einu slíku skipi við Nýfundnaland sumari 1969 og er það sennilega lok þessa veiðiaðferðar.Á skipinu á myndinni voru 60 hásetar og 60 doríur, vistarverur þeirra einn salur miðskips með kolaofni í miðjunni.


Portúgalskt doríuskip. © Jon Christian 1968.


03.12.2009 22:00

Myndir frá reynslusiglingu þróttar

Hér koma myndir frá reynslusiglingu Þróttar SH 4 sem farin var í júlí 1965.

Myndirnar eru teknar af Kristni Breiðfjörð Gíslasyni, oddvita Stykkishólmi  en eins og komið hefur fram var Kristinn var stjórnarformaður Hólma hf. sem lét smíða Þrótt.

Yfirsmiðir voru Þorvaldur  Guðmundsson ( hann er sá sem er með sólgleraugun á þriðju myndinni frá reynslusiglingunni) og Ólafur Guðmundsson. Hann býr nú á Skagaströnd og stýrði skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar eftir að hann flutti frá Stykkishólmi. Þorvaldur og Ólafur höfðu báðir lært sín fræði hjá Kristjáni Guðmundssyni (Stjána Slipp) en hann lærði hjá Gunnari Jónssyni á Akureyri.


993.Þróttur SH 4. © KBG 1965.

993.Þróttur SH 4. © KBG 1965.

Úr reynslusiglingu Þróttar SH 4 árið 1965. © KBG.

993.Þróttur SH í reynslusiglingu árið 1965. © KBG.

03.12.2009 21:49

Aðalvélin sett niður

Hér kemur mynd Kristins Breiðfjörðs Gíslasonar sem sýnir menn vera setja aðalvélina niður í þrótt SH 4. 320 hestafla Kelvin.


Aðalvélin sett niður í Þrótt. © KBG.

03.12.2009 21:37

Þróttur SH 4 sjósettur

Hér kemur mynd Kristins Breiðfjörðs Gíslasonar af því þegar Þróttur SH 4 var sjósettur í Stykkishólmi en hann var smíðaður í Skipavík.


993.Þróttur SH 4 sjósettur í Stykkishólmi. © KBG.

Hvaða bátur er þarna til aðstoðar ?


 

02.12.2009 16:38

Dagatalið fer senn í framleiðslu

Nú fer að styttast í að dagatalið verði pantað og ef það eru fleiri sem áhuga hafa á að kaupa það er þeim bent á að panta það á korri@simnet.is

Eins og kom fram um daginn þá var verðhugmyndin 2500-3000 kr. og það stendur nema að fleiri bætist við. Á dagatalinu verða eingöngu skip og bátar sem eru á skipaskrá í dag og verður reynt að sneiða hjá þeim sem oftast eru á Skeljungsdagatölunum.Þessi mynd er eingöngu gerð í auglýsingaskyni og gefur engin fyrirheit um hvernig dagatalið kemur til með að líta út.


01.12.2009 23:07

Þróttur SH 4

Þróttur SH 4 er báturinn eins og Axel gat rétt til um.Þróttur var fyrsti báturinn sem skipasmíða-stöðin Skipavík hf. í Stykkishólmi smíðaði og var hann í eigu Hólma hf. Það var stjórnarformaður Hólma, Kristinn Breiðfjörð Gíslason, sem tók myndina. Hann var oddviti í Stykkilshólmi  og gekkst fyrir því að báturinn væri smíðaður. Fleir myndir frá smíði Þrótts SH 4 eiga eftir að birtast hér en í dag heitir báturinn Náttfari og er hvalaskoðunarbátur á Húsavík.


993.Þróttur SH 4. © KBG 1965.
 

Flettingar í dag: 342
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396083
Samtals gestir: 2007488
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 08:08:00
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is