Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2009 Apríl

20.04.2009 22:38

Hafdís á siglingu

Hér gefur að líta mynd Hermundar Svanssonar skipverja á Sturlu GK 12 af Hafdísi GK 118. Hafdís er einn Óseyjarbátanna og hét upphaflega Valur SH 322. hann var útbúinn til dragnótaveiða en eftir að Festi ehf. eignaðist hann var hann yfirbyggður og búinn línubeitningarvél.


2400.Hafdís GK 118 ex Ósk KE 5. © Hermundur Svansson 2009.

www.123.is/hemmisv

19.04.2009 09:55

Kóni fullur og Guðmundur ánægður með fiskinn

Kallarnir á Kóna SH komu að landi í fyrrakvöld með fullan bát eftir róður norður undir bjarg. Aflinn var 12,6 tonn og þar af 2 tonn af Steinbít. Alfons tók þessa mynd af Guðmundi Magnússyni og eins og myndin sýnir var þetta góður og vænn þorskur sem þeir voru að fá. Þetta er stærsti róður Kóna til þessa en báturinn er af Seiglugerð.

Guðmundur Magnússon á Kóna SH. © Alfons 2009.

 

17.04.2009 23:54

Sigrún Hrönn kemur að landi

Þeir voru ánægðir kapparnir á Sigrúnu Hrönn þegar þeir renndu að bryggju um hádegisbili í dag. Aflinn þetta 7-8 tonn og verð á mörkuðum að hækka.

2736.Sigrún Hrönn ÞH 36 kemur að landi í dag. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

Arnar Vilberg Ingólfsson er ánægður með lífið þessa dagana. Góður afli auk þess sem hann uppástendur það að Leeds sé komið á beinu brautina og sigli hraðbyri upp um deild. Við skulum bara leyfa honum að dreyma.....© Hafþór Hreiðarsson 2009.

16.04.2009 23:23

Rán

Hér er mynd Kjartans Traustasonar af skuttogaranum Rán HF 4 sem áður hét Sigurey BA. Rán var smíðuð í Dieppe Frakklandi 1973 og keypt til landsins 1978. Það var Togskip hf. á siglufirði sem það gerði og fékk togarinn nafnið Sigurey SI 71. Í október 1983 kaupir Hraðfrystihús Patreksfjarðar Sigurey og verður hún BA 25. Eins og frægt var á sínum tínma keypti Stálskip hf. í Hafnarfirði Sigurey í september 1989 og fékk hún þá nafnið Rán HF 4. Mér sýnist Rán hafa horfið af íslenskri skipaskrá í júlí 1994. Upphafleg aðalvél togarans var 2000 hestafla Crepelle en getur ekki verið að aðalvél af Bergengerð hafi leyst hana af hólmi 1986 ?


1507.Rán HF 4 ex Sigurey BA 25. © Kjartan Traustason.

15.04.2009 22:41

Birta birta

Eins og fram kemur í færslunni um reiðhjólið var það bátur frá Grenivík sem fékk það í grásleppunetin. Af því tilefni birtist hér mynd af bát sem smíðaður var í bátasmiðjunni Vör fyrir Grenvíkinga 1975 og hét upphaflega Ægir Jóhannsson ÞH 212. Sögu hans hefur verið gerð skil hér ef ég man rétt en í  dag heitir hann Birta VE 8 og var þessi mynd af honum tekin í marsbyrjun þessa árs í Sandgerði.


1430.Birta VE 8 ex María Pétursdóttir VE. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

15.04.2009 20:32

Reiðhjól í óskilum

Þegar Jón Þorsteinsson og hans menn á Feng ÞH frá Grenivík voru að draga grásleppunetin við Flatey á dögunum fengu þeir reiðhjól í netin. Hérna er því reiðhjól í óskilum og spurning hvort einhverjir flateyingar kannist við gripinn. Hvað segir Hafliði sem er ættaður úr Flatey ?


Reiðhjól. © Gundi 2009.

Greinilega búið að liggja á hafsbotni um tíma.

14.04.2009 22:06

Obladi Oblada

Færeyingurinn á myndinni að neðan, Sigurjón BA, heitir í dag Obladi og er til heimilis á Húsavík. Addi Júll (Aðalsteinn Júlíusson) kom þetta í svari við myndinni hér að neðan. Eigandi Obladi er einmitt hálfbróðir Adda og heitir Jon Christian Vendelbo Andersen.

 5848.Obladi ex Sigurjón BA. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

13.04.2009 21:59

Þrír bátar á Patreksfirði

Hér á þessari mynd má sjá þrjá báta í höfn á Patreksfirði. Þeir a.m.k. eiga eitt sameiginlegt fyrir utan það að hafa verið gerðir út frá Patreksfirði. Vita menn hvað það er ?

Í Patreksfjarðarhöfn. © Hreiðar Olgeirsson.

12.04.2009 14:37

Húsavíkurhöfn eftir miðja síðustu öld

Hér birtist mynd úr safni Kjartans Traustasonar af Húsavíkurhöfn. Ljósmyndari er óþekktur en myndin er sennilega tekin á milli 1950 og 1960. Ekki er seinna að vænna en að óska lesundum síðunnar gleðilegra páska og geri ég það hér með.


Húsavíkurhöfn. Ljósm. óþekktur.

11.04.2009 14:15

Togaralíf

Hér kemur mynd úr ljósmyndasafni Tryggva Sig. og væri gaman ef einhverjir þekktu skipið og ekki verra ef þeir kynnu einhverjar sögur af því.

Úr safni Tryggva Sig.

10.04.2009 18:41

Listasmíði Tryggva Sig.

Það er ekki ofsögum sagt að Tryggvi Sig. í Eyjum er listamaður ef ekki galdramaður þegar kemur að smíði skipslíkana. Þvílíkt flott hjá honum. Hann var á dögunum að láta frá sér líkan af Þorsteini GK 15 sem hann smíðaði fyrir þá útgerð. Tryggvi sendi mér nokkrar myndir og tvær birtast hér en fleiri eru í albúmi.


Tryggvi Sigurðsson við líkanið af Þorsteini GK 15.

926.Þorsteinn GK 15. Líkan eftir Tryggva Sig. © Tryggvi 2009.

09.04.2009 13:04

Að bera í bakkafullan lækinn

Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að fara að birta myndir af nýju Skinney hér því aðrir hafa gert henni góð skil. En ég læt nú samt vaða því Baldur Sigurgeirsson og Svafar Gestsson vélstjórar á Jónu Eðvalds SF voru að vinna um borð í skipinu þegar Skinney hin nýja renndi upp að bryggju á Höfn. Baldur tók þessar myndir sem birtast hér og sögðu þeir félagar að Skinney væri hið glæsilegasta fley.


2732.Skinney SF 20. © Baldur Sigurgeirsson 2009.

2732.Skinney SF 20. © Baldur Sigurgeirsson 2009.

2732.Skinney SF 20. © Baldur Sigurgeirsson 2009.

2732.Skinney SF 20. © Baldur Sigurgeirsson 2009.

08.04.2009 16:30

Nýr bátur til Djúpavogs

Raggi P segir frá því í dag að nýr bátur hafi komið til Djúpavogs í morgun eftir 30 tímasiglingu til heimahafnar. Þessar fréttir hefur Raggi P eftir heimasíðu Djúpavogs sem segir ítarlega frá komu bátsins í máli og myndum. Þetta er gott mál því ekki sér maður oft fréttir af nýjum bátum til Djúpavogs nú orðið.

Báturinn sem um ræðir heitir Sæljós GK 185 og hefur fengið umfjöllun á síðunni áður og ekki ástæða til að ræða það meir. Á myndinni hér að neðan heitir hann Sæmundur SF 85 og því er hann ekki að koma í fyrsta skipti á suðausturlandið, hvað þá austurlandið.

En hvar skyldi þessi mynd vera tekin af bátnum ?

1068.Sæmundur SF 85 ex Sæmundur HF. © Hafþór Hreiðarsson 2003.

07.04.2009 21:21

Hólmanes SU 1

Hér gefur að líta eina af síðustu myndum sem teknar voru af Hólmanesi SU 1. Hún var tekin þegar togarinn kom við á Húsavík á leið sinni í slipp á Akureyri. Verið var að setja ýmislegt smálegt í land áður en Hólmanesið skyldi verða að Húsey ÞH 383. Nokkru síðar kom Húsey til heimahafnar en ekki er ægt að segja að hún hafi markað djúp spor í atvinnusögu Húsavíkur.

En eins og flestir vita var Hólmanesið einn af minni spánartogurunum og fiskaði heil ósköp á þeim rúmum þrem áratugum sem það var gert út fyrir austan. Eða 77 þúsund tonn.


1346.Hólmanes SU 1. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

07.04.2009 09:50

Versta útreið í aldarfjórðung

Ætli þessi bræla skráist ekki í sögubækur sem "stóra milljónabrælan".  Aldrei þessu vant blasti við okkur nægur markaður og hærri verð en menn hafa nokkru sinni séð,  sagði Einar Sigurðsson grásleppukarl á Raufarhöfn. Sjá meira hér og hér


Hrognatunna hífð á land. © Hafþór 2009.


Flettingar í dag: 256
Gestir í dag: 59
Flettingar í gær: 691
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9397283
Samtals gestir: 2007767
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 05:10:07
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is