Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2008 Febrúar

06.02.2008 20:22

Hrönn EA 258.

Hér er mynd sem ég tók af Hrönn EA 258 nokkrum árum áður en báturinn komst í eigu Norðursiglingar á Húsavík. Báturinn sem er smíðaður árið 1963, á Akureyri, hét upphaflega Auðunn EA 157 frá Hrísey. Síðar hét hann Sævar ÞH 3 frá Grenivík, þá Árni Gunlaugs ÍS frá Bolungarvík og svo Hrönn ÓF 58. Hrönn EA 258 var næst, þá frá Dalvík og og loks var gerður út frá Grenivík undir sama nafni og einkennisstafir þeir sömu einnig.


306.Hrönn EA 258 ex Hrönn ÓF 58. © Hafþór.

05.02.2008 16:33

Heddi frændi sokkinn.

Þeir halda áfram að sökkva bátarnir, í höfnum landsins. Að þessu sinni var það Heddi frændi EA 244 sem sökk í höfninni á Hornafirði. Svo segir á www.horn.is :

Eikarbáturinn Heddi frændi sökk við bryggju á Hornafirði í nótt.  Báturinn hefur verið bundinn við bryggju undanfarin ár en starfsmenn hafnarinnar hafa litið eftir honum og dælt úr honum með reglulegu millibili.  Síðast var lensað úr honum fyrir tveimur vikum.  Ekki er talin mikil mengunarhætta af bátnum þar sem búið var að tæma alla olíutanka en á vélum var mótorolía.
  Heddi frændi er tæplega 60 tonna eikarbátur smíðaður 1959.  Sveitarfélagið Hornafjörður tók bátinn upp í skuld fyrir 1-2 árum síðan og hefur hann verið í eigu bæjarsjóðs síðan.  Til stóð að farga bátnum og nú er ljóst að kostnaður sveitarfélagsins vegna þess eykst talsvert þar sem væntanlega þarf að ná honum á flot á ný. 
 
  Gárungarnir segja að Heddi frændi sé flaggskip Bæjarútgerðar Hornafjarðar.

892. Heddi frændi EA 244 ex Fönix Ve. © Siggi litli.

Myndina tók Siggi litli og þakka ég honum fyrir að leyfa mér að nota myndina.
Fleiri myndir er hægt að sjá á síðu Sigga litla, www.123.is/siggilitli

04.02.2008 22:13

Indriði Kristins BA 751, nýr bátur í flota Tálknfirðinga.

Ný yfirbyggð Cleopatra 38 með línubeitingakerfi til Tálknafjarðar

Útgerðarfélagið Miðvík ehf á Tálknafirði fékk nú á dögunum afhentann nýjan yfirbyggðan Cleopatra 38 bát. Þetta er fyrsta nýsmíði í smábátakerfinu sem afgreidd er til Vestfjarða með línubeitningarvél. Að útgerðinni stendur Guðjón Indriðason. Skipstjóri á bátnum er Þór Magnússon. Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Indriði Kristins BA 751. Báturinn er 15 brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu.
Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan L126 400hö/2100sn tengd ZF gír. Ljósavél er af gerðinni Kohler. Í bátnum er ískrapavél frá Kælingu. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno frá Brimrún. Báturinn er einnig útbúin með hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking. Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til línuveiða. Línubeitningakerfi af gerðinni Mustad er á millidekki fyrir 17.000 króka. Línuspil og færaspil er frá Beiti.

Rými er fyrir 12 stk. 660lítra kör í lest. Í bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp. 

                                                               Heimild. www.trefjar.is


2751.Indriði Kristins BA 751. © Trefjar.
04.02.2008 20:13

Halldór Runólfsson NS 301 er bátur vikunnar.

Halldór Runólfsson NS 301 er bátur vikunnar að þessu sinni, hann var smíðaður í hafnarfirði 1981 og mældist 29 brl. að stærð. Aðalvél hans var 195 hestafla Volvo Penta. Hafnarbakki hf. á Bakkafirði var eigandi bátsins frá því í mars 1981 til ársins 1984 en 1. mars það ár var hann seldur Birni Ólafssyni í Keflavík. Báturinn fékk nafnið Geir KE 67. Í lok júlímánaðar 1986 er hann sesldur íshafi hf. á Tálknafirði og fékk hann nafnið Þorsteinn Pétursson BA 326. 2. apríl 1987 var skipt um nafn á bátnum, nú hét hann Geir BA 326 og eigendurnir hinir sömu. Heimild Íslensk skip.

Ekki veit ég fyrir vissu hve lengi Geir  var gerður út frá Tálknafirði en hann var að lokum seldur norður í land, til Hofsóss. Þar fékk hann nafnið Berghildur SK 137 og var í eigu Bergeyjar hf.  Berghildur hét hann svo allt til ársins 2007 að hann fékk núverandi nafn, Rún RE 24 eigandi MD útgerð ehf. 1994 var skipt um aðalvél í bátnum, í stað þeirrar gömlu kom ný 270 hestafla Volvo Penta.


Halldór Runólfsson NS 301. © Hafþór.

Það var hugur í Bakkfirðingum á þessum árum fengu þeir þrjá svona báta, Halldór Runólfsson NS, Má NS sem var aðeins minni og Fálkann NS sem kom síðastur. Voru þessir bátar smíðaðir í Bátalóni ?


03.02.2008 22:53

640.is nýr fréttavefur á Húsavík

Það hefur staðið hér uppi síðustu mánuði skoðanakönnum þar sem verið varað athuga hvort fólk væri með póstnúmerið á Húsavík á hreinu. Það er skemmst frá því að sega að tæp 85 % þeirra sem svöruðu voru með þetta rétt, þ.e.a.s. 640.
Í dag opnaði ég nýja vef sem ber heitið 640.is og er honum ætlað að segja fréttir úr bæjarlífinu á Húsavík í máli og myndum. Slóðin á hann er www.640.is og er vefurinn hannaður af Stefnu á Akureyri og er í svokölluðu Moya vefumsjónarkerfi. Hér til hliðar í tengslasafninu er hann undir nafninu Fréttir frá Húsavík.

03.02.2008 11:08

Kolbeinsey ÞH 10.

Hér er mynd af fyrrum flaggskipi húsvíkinga, Kolbeinsey ÞH 10. Myndina tók Sigfús Jónsson á Húsavík. Kolbeinsey var smíðuð fyrir Höfða hf. í Slippstöðinni á Akureyri. Kolbeinsey var gefið nafn og hún sjósett þann 7. febrúar 1981. Til heimahafnar kom hún 10. maí sama ár. Kolbeinsey  var gerð út á Húsavík til kaustsins 1997 er hún var seld án kvóta til Bolungarvíkur. Kaupandinn var Þorbjörn-Bakki hf. og fékk hún nafnið Hrafnseyri ÍS 10. Kolbeinsey var eins og segir í upphafi fyrst í eigu Höfða hf. því næst í eigu Íshafs hf. þá aftur í eigu Höfða hf. og að lokum í eigu Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf.


1576.Kolbeinsey ÞH 10. © Sigfús Jónsson.

Emil Páll sendi mér nánari upplýsingar um sögu Kolbeinseyjar og er hún svona. Þorbjörn hf. seldi skipið til Háaness hf. á Patreksfirði þar sem það fékk síðar nafnið Guðrún Hlín BA 122. Háanes hf. flaggaði skipinu síðan út, fyrst sem Keltermaa EK 9901 undir Eistlensku flaggi, með heimahöfn í Parno í Eistlandi. Heimahöfninni var síðan breytt yfir í Talinn og síðan fékk hún aftur  sitt upphaflega nafn,Kolbeinsey og númerið EK 9901. 2004 keypti útgerð á Pateksfirði skipið og þá fékk það nafnið Kolbeinsey BA 123 og , í maí í fyrra keypti fyrirtækið Miðvogur ehf. í Garðabæ skipið og gerir nú út undir því nafni. Fram að þeim tíma lá það aðallega við bryggju í Hafnarfirði, en hvort það er í útgerð í dag hafði Emil Páll ekki upplýsingar um.

02.02.2008 23:19

Auðbjörg NS 200

Þessa mynd tók ég í stafalogni sumarið 1989 á Seyðisfirði. Sýnir hún Auðbjörgu NS 200 við festar. Auðbjörgin var smíðuð á Fáskrúðsfirði 1963 fyrir þá Ágúst Sigurjónsson og Guðmund Emilsson á Seyðisfirði. Auðbjörg var 11 brl. að stærð búin 54 hestafla Lister aðalvél sem skipt var út fyrir 87 hestafla Volvo Penta árið síðar. Aftur var skipt um aðalvél 1983 og að þessu sinni 160 Volvo Penta. Í ágúst 1975 var Ágúst einn skráður eigandi bátsins. Heimild Íslensk skip.

Ekki er ég með meiri upplýsingar um bátinn aðrar en þær að hann var enn skráður á Seyðisfirðir 1988. Í dag er til Auðbjörg NS 200, sex tonna plastbátur af Gáskagerð, eigandi Páll Ágústsson á Seyðisfirði.


304.Auðbjörg NS 200. © Hafþór.

Hvað varð um þennan bát ?

01.02.2008 23:03

Bátur vikunnar í þessari viku..........

Óli í Sandgerði AK 14 er bátur vikunnar, eða skip öllu heldur. Óli í Sandgerði var smíðaður í Noregi/Póllandi 1998 en Haraldar Böðvarsson hf. á Akranesi keypti hann nánast nýjan til landsins, eða snemma árs 1999. Ekki fór þó svo að hann væri lengi á íslenskri skipaskrá því hann var seldur aftur til Noregs árið 2001 þegar Haraldur Böðvarsson .hf fékk Ingunni AK 150 nýsmíðaða frá Chile. Óli í Sandgerði, sem hét upphaflega Innovation Lie, er 1103 BT að stærð og búinn 4677 hestafla Deutz aðalvél.


2334.Óli í Sandgerði AK 14 ex Innovation Lie. © Pétur Helgi.

Flettingar í dag: 309
Gestir í dag: 56
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396050
Samtals gestir: 2007482
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 07:36:14
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is