Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2008 Febrúar

16.02.2008 22:54

Þekkja menn þetta ?

Þekkja menn þetta stýri ? eða á ég að skrifa ratt ?

16.02.2008 12:23

Í Grímsey.


Þegar maður er með myndir sem varla eru boðlegar til birtingar fer maður stundum að fikta við þær. Þannig var það með þessa mynd sem ég tók á Kodak vasamyndavélina mína í Grímsey 1983. Þetta er Bjargey EA 79 sem liggur við festar á höfninni. Ég var á Kristbjörgu ÞH 44 á rækjuveiðum norður af Grímsey og fengum við veiðafærið í skrúfuna. Skálberg ÞH 244 dró Kristbjörgina inn til Grímseyjar þar sem kafari skar úr skrúfunni.

16.02.2008 11:34

Tveir gamlir og glæsilegir.

Hér koma myndir sem Sigurgeir Harðarson tók fyrir langalöngu á loðnumiðunum. Á efri myndinni er Óli Óskars RE 175 og á hinni Júpíter RE 161. Þessar myndir, þó þær séu ekki í miklum gæðum, ættu að gleðja gamla togara- og eða nótasjómenn eins og t.d. Hafliða Óskarsson. Kannski hann komi með fróðleik um þessi  skip ?


226.Óli Óskars RE 175 ex Þormóður goði RE 209. © Sigurgeir Harðarson.


130.Júpíter RE 161 ex Gerpir NK 106. © Sigurgeir Harðarson.

15.02.2008 22:48

Frétt af þessum á www.640.is................

Frétt af þessum á www.640.is................


2736.Sigrún Hrönn ÞH 36. © Hafþór.

14.02.2008 22:04

Guðvarður og Nausti.

Hér koma tvær myndir teknar af okkur feðgum, þá efri tók ég á rækjumiðunum fyrir norðurlandi af rækjubátnum Guðvarði ÓF 44. Hina tók Hreiðar Olgeirsson af dragnótabátnum Nausta NK 97 við Langanes, held ég. Nú segi ég bara eins og maðurinn, hver er saga þeirra ?


787.Guðvarður ÓF 44. © Hafþór.


1115.Nausti NK 97. © Hreiðar Olgeirsson.

13.02.2008 18:36

Líkanasmiðurinn Tryggvi.

Hér koma myndir sem Tryggvi Sigurðsson sendi mér um daginn. Eins og menn vita nú flestir, sem á bátum hafa áhuga, smíðar Tryggvi líkön af skipum og bátum. Hér má sjá tvö þeirra og þetta gera bara snillingar.


1379.Dala-Rafn VE 508.

Ætli þetta sé ekki Dala-Rafn líka ?

12.02.2008 18:30

Netabátur og línubátur, það er munurinn.

KEO spyr hví afturendarnir á þessum Seiglubátum séu svona ólíkir og því sýni ég þessar myndir. Sá rauði er netabátur en hinn hálfyfirbyggður línubátur líkt og Sæunn Sæmunds. ÁR sem Seigla afenti í haust.


Nora T-2-K © Hafþór.


Solberg T-3-K © Hafþór.

 

12.02.2008 17:46

Kannast menn við þessa ?

Kannast menn við þessa tvo ?

11.02.2008 22:06

Bátur vikunnar er Kiddi Lár.

Bátur vikunnar er Kiddi Lár GK 501. Saga hans er ekki löng, hann er smíðaður árið 2006 hjá Seiglu ehf. sem þá var staðsett í Reykjavík. Hann hét upphaflega Konni Júl GK 704 og var í eigu Hviðu ehf. og með heimahöfn í Garði. Hann er af gerðinni Seigur 1250W og er 12,5 metra langur og 4,6 metra breiður. Aðalvélin er 440 hestafla Yanmar. Fyrir nokkru var báturinn seldur Útgerðarfélagi Sandgerðis ehf. sem er í eigu Ný-Fisks ehf. í Sandgerði og fékk hann þá nafnið Kiddi Lár.


2704.Kiddi Lár GK 501 ex Konni Júl GK 704. © Hafþór.


10.02.2008 23:37

Nora og Solberg.

Þessir tveir bátar eru smíðaðir hjá Seiglu á Akureyri og hafa verið seldir til Noregs. Solberg er línubátur en Nora netabátur. Báðir eru bátarnir af gerðinni Seigur 1100W og eru rétt innan við 11 metra að lengd og 4, 6 metrar á breidd.


Nora T-2-K. © Hafþór.


Solberg T-3-K. © Hafþór.

 

10.02.2008 18:26

Inport - Export

Inn og út, Grímseyjarferjan fræga upp í slipp á Akureyri og við kajann liggur nýsmíði frá Seiglu. Sæfari er innfluttur en Solberg verður flutt út.


Inport-Export © Hafþór.

08.02.2008 23:49

Hingað og ekki lengra, Fiskeskjer hinn norski á Neskaupsstað.

Ótrúlegt að sjá þetta, Fiskeskjer hinn norski upp í grjóti á Neskaupsstað. Þessa mynd tók Árni Sigfinnur á Neskaupsstað og ljáði mér hana til birtingar hér. Hægt er að sjá fleiri myndir á heimasíðu Árna, www.123.is/lyngbakki. Þakka Árna kærlega fyrir myndina.


Fiskeskjer M-525-H. © Árni Sigfinnur.

08.02.2008 18:19

Víkingur II ÍS 170 í prufusiglingu árið 1959.

Þessa mynd af Víkingi II ÍS 170 sendi Tryggvi Sigurðsson mér en á henni er báturinn, nýsmíðaður, í að fara í prufusiglingu árið 1959.


892.Víkingur II ÍS 170.

08.02.2008 17:18

Heddi frændi kominn á flot.

Heddi frændi er kominn á flot aftur, þeir tóku sér þrjá tíma til þess í morgun, hafnarstarfsmennirnir á Höfn. Þá er bara spurning hvort Svavar Cesar fær stuðning til þess að bjarga bátnum. Hann hefur fengið þrjá mánuði til þess að vinna í málinu.


Heddi frændi kominn á flot aftur. © Siggi litli.

Fleiri myndir er hægt að sjá á  www.123.is/siggilitli

07.02.2008 20:59

Svavar Cesar afskrifar ekki Víking II strax.

Ísfirðingurin Svavar Cesar, sem búsettur er á Húsavík, er mikill bátaáhugamaður og höfum við oft átt samræður á undanförnum árum um varðveislu gamallra báta. Svavari finnst þeim ekki mikill sómi sýndur og í dag rakst ég á eftirfarandi frétt á vef Bæjarins besta á Ísafirði, www.bb.is :

Hefur ekki afskrifað Víking II.
Þó að eikarbáturinn Heddi frændi hafi sokkið til hálfs við bryggju í Hornafirði á dögunum er Svavar Cesar Kristmundsson ekki af baki dottinn og hefur ekki enn afskrifað bátinn. Eins og sagt hefur verið frá hét Heddi frændi áður Víkingur II, smíðaður í Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar og var sjósettur 1959. Svavar hefur mikinn áhuga á að snúa bátnum til fyrra horfs, en hann er nær óþekkjanlegur eftir miklar breytingar á síðari árum. ?Hann sökk ekki alveg eftir því sem mér skilst?, segir Svavar. ?Dælan sló út og það kom mikill sjór inn í hann. En ég held að það ætti í sjálfu sér ekkert að vera erfiðara en áður að koma honum í burtu. Vélin er ekki gangfær í honum, en ég veit að það eru snillingar fyrir vestan sem geta komið öllu í gang. Í versta falli þyrfti að draga hann í burtu. Ég er að vísu ekki fjársterkur maður og þyrfti að fá menn til samstarfs við mig. Ég er alla vega til í að reyna fram í rauðan dauðann að bjarga bátnum.?

?Ég myndi vilja sjá bátinn verða eins og hann var þegar hann var sjósettur. Ég er búinn að tala við Jón (Sigurpálsson, forstöðumann Byggðasafnsins), en þeir eiga í sjálfu sér nóg með að gera upp Maríu Júlíu. En ég er þó alla vega búinn að sýna viðleitni og ætla ekki að gefa Víking upp á bátinn strax.?

Ég man að ég sá þennan bát fyrst í Þorlákshöfn 1982 og þá hét hann Jón Helgason ÁR 12. Ekki var að mig minnir búið að breyta honum að ráði þá, þó búið að setja á hann hvalbak. Myndin hér að neðan er  tekin á Breiðafirði,sennilega1987.


892.Svanur EA 14 ex Jón Helgason ÁR 12. © Hreiðar Olgeirsson.

Ef einhver á mynd af honum með gömlu brúnni, þá sem Víkingur II eða Jón Helgason og er til í að lána mér hana þá þigg ég það með þökkum.


Flettingar í dag: 342
Gestir í dag: 62
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396083
Samtals gestir: 2007488
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 08:08:00
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is