Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

Færslur: 2007 Júlí

20.07.2007 00:42

Ættarmót í Sultum.

Um helgina halda afkomendur Hallgríms Björnssonar og Önnu Gunnarsdóttur frá Sultum í Kelduhverfi ættarmót. Að sjálfsögðu verður það haldið á óðali ættarinnar og af því tilefni birti ég hér gamla mynd tekna í Sultum. Það er orðið ansi langt síðan Hreiðar Olgeirsson tók myndina en þessi bráðmyndalegi ungi maður sem á henni sést mun vera síðuskrifari.


Sultir fyrir 35-40 árum.

19.07.2007 23:34

Sylvía

Eg fór í siglingu með Olla frænda mínum á Sigga Valla ÞH í dag og var tilgangurinn að skoða hvali. Við sáum hrefnur og höfrunga í ferðinni en einnig myndaði ég nýja hvalskoðunarbátinn hjá Hvalaferðum, Sylvíu.


1468.Sylvía ex Björgvin ÍS 468.

19.07.2007 12:00

Fagurt er í Kelduhverfi.

Þar sem ég er að skreppa í Kelduhverfið datt mér í hug að setja inn eina mynd þaðan og spyr í leiðinni hvort einhverjir viti nafnið á þessu eyðibýli ?

19.07.2007 11:48

Svanur ÞH 100 með góðan afla.

Hér er ein gömul úr safni Hreiðars Olgeirssonar. Hún sýnir mótorbátinn Svan ÞH 100 koma drekkhlaðinn að landi á Húsavík fyrir margt löngu. Hörður Þórhallsson er í stafni ásamt fleirum og Ingvar Hólmgeirsson þá líklega í brúnni.


950.Svanur ÞH 100 ex Farsæll II EA 130.

18.07.2007 23:39

Bátur vikunnar hét upphaflega Sigrún ÞH.

Bátur vikunnar hét upphaflega Sigrún ÞH 169 og var einn af eikarbátunum sem skipasmíðastöðin Vör á Akureyri smíðaði fyrir grenvíkinga. Eigandi bátsins,sem smíðaður var 1976, var Sævar h/f en 1978 er báturinn skráður á Siglufirði. Þar hét hann Rögnvaldur SI 77, sami eigandi skráður og áður. 1980 er Rögnvaldur SI seldur til Reykjavíkur þar sem hann fær nafnið Reykjaborg RE 25 sem hann bar lengi. Haraldur og Júlíus Ágústssynir ásamt Reykjaborgu h/f voru skráðir eigendur bátsins en 1983 er Haraldur einn skráður eigandi.  Uppl. íslensk skip eftir Jón Björnsson.
Þegar ný Reykjaborg var smíðuð á Ísafirði, afhent 1998, var Reykjaborgin seld til Patreksfjarðar þar sem hún fékk nafnið Von BA 33. Síðan hét báturinn  Hrímnir ÁR 51, Harpa GK 40 og loks Björgvin ÍS 468 frá Þingeyri. En fyrir nokkru festi Stefán Guðmundsson hvalaskoðunarútgerðarmaður á Húsavík kaup á bátnum og kom hann til heimahafnar á Húsavík þann 07.07.07. Fékk hann nafnið Sylvía í höfðið á einni dóttur útgerðarmannsins.


1468.Sylvía ex Björgvin ÍS 468.

Hvað smíðaði Vör marga báta fyrir grenvíska útgerðarmenn ?

18.07.2007 09:58

244.Gullberg NS 11.

Þorsteinn Pétursson á Akureyri er með fróðleik um stærstu eikarbáta sem smíðaðir voru á Íslandi í áliti við myndina af Húna II hér að neðan. Þar koma m.a. uppl. um Gullberg NS sem síðar og lengst af var Glófaxi VE 300. Svafar Gestsson sendi mér þessa mynd af bátnum þar sem hann liggur í höfn í einhverju Afríkuríkinu, man bara ekki hvaða landi, Ghana eða Marokkó ?. Eitthvað er kunnulegur báturinn sem liggur utar, þessi rauði, var lengi gerður út frá íslandi og síðast í eigu húsvíkinga. Hver er báturinn ?

17.07.2007 18:03

Ljósafell SU í endurbætur til Póllands.

Loðnuvinnslan hf hefur samið við skipasmíðastöðina Alkor Shiprepair Yard í Gdansk í Póllandi um endurbætur á Ljósafelli SU 70. Skipið verður sandblásið utan sem innan, endurnýjaðar röra- og raflagnir og skipt um ýmsan annan búnað í vistarverum skipsins. Þá verður m.a. skipt um togvindur og búnað á millidekki en þetta kemur fram á heimasíðu Loðnuvinnslunnar.

Þar segir jafnframt að Ljósafell var smíðað í Japan á árunum 1972-1973 fyrir Hraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar hf og kom til Fáskrúðsfjarðar 31. maí 1973. Á árunum 1988-1989 var skipt um aðalvél í skipinu og það lengt og endurnýjað að miklu leyti í Póllandi.

Ljósafell hefur alla tíð verið mikið happafley og koma þess til Fáskrúðsfjarðar fyrir 34 árum olli straumhvörfum í atvinnumálum byggðarlagsins.Ljósafell heldur af stað til Póllands í síðustu viku ágúst n.k og er áætlað að verkið taki 95 daga.


1277.Ljósafell SU 70.

17.07.2007 11:10

Glæsisnekkja á Skjálfanda.


                                                                            Hanse Explorer.


Þessi glæsilega lúxussnekkja, Hanse Explorer að nafni, kom inn á Skjálfanda um miðjan dag í dag og varpaði ankerum framan við Húsavík. Snekkjan mun vera í fyrstu íslandsheimsókn sinni og kom m.a. til Ísafjarðar á dögunum.

Á bb.is kom þá fram að Hanse Explorer siglir undir fána St. Johns í Nýfundnalandi. Eigandi hennar er þjóðverjinn Harren Partner, sem á flutningaskipafyrirtæki í heimalandi sínu, en hann siglir á skipinu með viðskiptavini og gesti sína.
Óhætt er að segja að Hanse Explorer sé glæsilegt skip en það er 48 metra langt og eru öll hugsanleg þægindi innanborðs. 17 manna áhöfn og 7 farþegar eru um borð

16.07.2007 22:01

Húni II í hvalaskoðun frá Húsavík.

Húni II, eikarbáturinn glæsilegi sem liggur jafnan við Torfunesbryggjuna á Akureyri, er nú kominn til Húsavíkur. Þar mun báturinn sigla í hvalaskoðunarferðir á Skjálfanda á vegum Norðursiglingar næstu tvær vikunnar. Hávertíð hvalaskoðunar frá Húsavík stendur nú yfir og sigla nú sjö  eikarbátar með farþega um flóann. Allir eru þeir smíðaðir á Íslandi Húni II, smíðaður á Akureyri, þeirra stærstur en Faldur, smíðaður í Vestmannaeyjum, þeirra minnstur.


108.Húni II.

16.07.2007 16:19

Völsungsstelpur á Símamótinu.


Það var mikil spenna þegar A lið Völsunga keppti við lið Álftaness á Símamótinu í Kópavogi um helgina. Það þurfti framlengingu og vítaspyrnukeppni til að fá úrslit í leiknum. Fór svo að lokum að húsavíkurstúlkurnar höfðu betur og hér sjást nokkrar þeirra hlaupa fagnandi til markaskorara síns sem tók sigurvítið.


 

15.07.2007 10:21

Lea Hrund á Rhodos.

"Þarna er báturinn okkar" sagði Lea Hrund þegar ég var að mynda hana við höfnina á Rhodos. Við fórum í dagsferð þangað sem var mjög skemmtileg og var farkostur okkar stór tvíbytna.


Lea Hrund á Rhodos.

12.07.2007 11:13

Vertidarmynd fra Thorlakshofn.


Her er ein gomul fra arinu 1982 og laet eg ykkur sem ahuga hafa ad greina fra tvi hvada skip thetta er um tha. Kem til landsins um helgina og set inn nyjar myndir.

07.07.2007 12:49

Thetta er magnad........


Thetta er magnad segir Gunni Skarp oft a dag um sumarfriid i Tyrklandi. Her er hann asamt Thorra syni sinum i sundlauginni i dag.

07.07.2007 12:06

Lifid er ljuft i İcmeler.................

Lifid er ljuft her i İcmeler eins og sja ma a theim systrum Heiddisi og Leu Hrund. Myndin er tekin i morgun i sundlaugargardinum.

 

05.07.2007 20:09

Allt gott ad fretta fra İcmeler.


542.Holmsteinn AR 27.

Her er mynd af einum sem nu er horfınn. Hvet einhverja ad fraeda okkur um batinn.

Hedan fra Tyrklandi er allt gott ad fretta. Gunni buinn ad fara i skyluna og varla haegt ad segja ad hun hafı thornad sıdan. Kvedja HH

Flettingar í dag: 83
Gestir í dag: 27
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9395824
Samtals gestir: 2007453
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 01:53:56
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is