Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

11.10.2018 20:26

Geiri Péturs ÞH 344

Þessa mynd tók ég 21. maí 1995 þegar Geiri Péturs ÞH 344, sá þriðji í röðinni, kom til heimahafnar á Húsavík í fyrsta skipti. Upphaflega Skúmur GK 22 en hafði í millitíðinni fengið einkennisstafina ÍS 322.

Morgunblaðið sagði frá kaupum á honum 20. apríl sama ár:

Sigurður Olgeirsson, skipstjóri og útgerðarmaður á Húsavík hefur keypt skipið Skúm ÍS 322. sem er 240 tonn að stærð og ætlar hann að gera það út frá Húsavík.

Skipinu fylgir um 500 tonna þorskígildiskvóti og hyggst Sigurður gera það út á rækju og aðrar togveiðar. Hann tekur nú við skipinu og siglir því til Akureyrar, þar sem smávægilegar breytingar verða gerðar á skipinu. en stefnt er að því að veiðar geti hafist innan skamms.

Sigurður átti áður 180 tonna skip, Geira Péturs, sem hann hefur selt til Tromsö í Noregi. Þaðan keypti hann skipið fyrir nokkrum árum. Hinir norsku kaupendur koma hingað til um helgina til að sæka skipið.

1872. Geiri Péturs ÞH 344 ex Skúmur ÍS. © Hafþór Hreiðarsson 1995.
Flettingar í dag: 485
Gestir í dag: 102
Flettingar í gær: 700
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 9398212
Samtals gestir: 2007954
Tölur uppfærðar: 11.12.2019 16:57:47
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is