Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

17.12.2017 22:06

Gissur hvíti

Hér er verið að landa úr línuskipinu Gissuri hvíta SF 55 á Húsavík en þetta var í marsmánuði 2002.

Gissur hvíti hét upphaflega Hafrenningur GK 38, smíðaður 1976 í Danmörku, en keyptur hingað til lands árið 1982. Hans fyrra nafn var Michelle Cherie.

 

Í Morgunblaðinu 3. júní 1982  var örlítil klausa sem sagði frá komur Hafrennings til Grindavíkur:

Á mánudagsmorgun kom til Grindavíkur ms. Hafrenningur GK 38, eign Hafrennings hf. í Grindavík. Skipið, sem er 296 smálestir, er smíðað í Danmörku 1976 og var keypt þaðan.

Hafrenningur verður gerður út á net og troll frá Grindavík.

Hafrenningur kemur í skiptum fyrir Sigfús Bergmann frá Grindavík, sem var eign sama aðila, Og gekk Upp í kaupin. 

 

Skipið hefur verið í Kanada síðan árið 2005 og heitir í dag Sikuvut.

1626. Gissur Hvíti SF 55 ex Vigdís Helga VE. © Hafþór Hreiðarsson 2002.
Flettingar í dag: 2149
Gestir í dag: 691
Flettingar í gær: 4476
Gestir í gær: 1913
Samtals flettingar: 8763180
Samtals gestir: 1929657
Tölur uppfærðar: 20.10.2018 13:47:43
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is