Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

23.11.2017 19:36

Guðbjörg

Guðbjörg RE 21 kemur hér til hafnar í Reykjavík um miðjan níunda áratuginn.

3. janúar 1972 skrifaði Albert Kemp fréttaritari Morgunblaðsins frétt þar sem m.a þetta kom fram:

FIMMTUDAGINN 30. desember var sjósettur 26 rúmlesta fiskibátur hjá Trésmiðju Austurlands á Fáskrúðsfirði. Eigandi er FIosi Gunnarsson, Reykjavík.

Báturinn er með Saab-dísilvél, 220 hestöfl. Hann er auk þess búinn fullkomnustu siglingartækjum, ratsjá, 64 mílna, dýptarmæli og fisksjá og sjálfstýring er í bátnum og miðunarstöð.

Þá er i bátnum Jjósavél af Petters-gerð. Báturinn verður útbúinn fyrir togveiðar og línuveiðar og rafmagnsrúllur verða settar i hann fyrir handfæri.

Báturinn hlaut nafnið Guðbjörg RE 21, og er þetta 6. þilfarsbáturinn, sem Trésmiðja Austurlands h.f. afgreiðir á árinu 1971 og 4. báturinn af þessari gerð. Teikningu gerði Egill Þorfinnsson í Keflavík. 

Auk þess hefur trésmiðjan afgreitt tvo trillubáta, um það bil 4 rúmlesta og var hinn 3. sjósettur i dag. Búið er að semja í dag um smíði 3ja 15 tonna báta, eins 25 tonna og eins 10 tonna ásamt 3 trillubátum.

Samtals eru þetta verkefni fyrir um 30 milljónir króna. Allir þessir bátar sem samið hefur verið um eiga að afhendast á árinu 1972.

 

1201. Guðbjörg RE 21. © Hafþór Hreiðarsson. 

 

 

Flettingar í dag: 1606
Gestir í dag: 548
Flettingar í gær: 1954
Gestir í gær: 540
Samtals flettingar: 8682156
Samtals gestir: 1910422
Tölur uppfærðar: 26.9.2018 11:22:44
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is