Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

24.11.2013 19:09

Jón Kjartansson

Hér sjáum við Jón Kjartansson SU fyrir og eftir breytingar þær sem gerðar voru á honum meðan hannvar í eigu Eskfirðinga. Upphaflega Narfi RE í eigu Guðmundar Jörundssonar útgerðarmanns. Smíðaður í Þýskalandi 1960. Núna Lundey NS í eigu HB-Granda og á 50 ára afmæli skipsins 26 mars 2010 birtist eftirfarandi frétt á vef fyrirtækisins:

Í dag eru liðin 50 ár frá því að skipið, sem nú heitir Lundey, var afhent íslenskum eigendum í Nosbiskrug skipasmíðastöðinni í Rensburg í Vestur-Þýskalandi. Skipið hét þá Narfi og bar einkennisstafina RE 13.

Narfi var síðutogari, smíðaður fyrir Guðmund Jörundsson, skipstjóra og útgerðarmann á Akureyri. Fyrsti skipstjóri á Narfa var Þorsteinn Auðunsson, sem var með skipið um eins eða tveggja ára skeið, en síðar tóku bræður hans Auðunn og Gunnar við skipstjórninni. Þeir voru með Narfa fram yfir 1970 að sögn Þorsteins Þorsteinssonar Auðunssonar sem fylgst hefur vel með ferli skipsins. E.t.v. ekki skrýtið þar sem Þorsteinn fæddist sama dag og Narfi var afhentur ytra.


,,Narfi var stærsti togari landsmanna þegar hann bættist í flotann en það var þó ekki lengi þar sem verið var að smíða fleiri stærri togara fyrir íslenska útgerðarmenn um þessar mundir,“ segir Þorsteinn en að hans sögn var Narfi um margt ákaflega merkilegt skip. Upphaflega mun útgerðarmaðurinn hafa viljað láta smíða skipið með skutrennu en svokallaðir skuttogarar höfðu þá enn ekki rutt sér til rúms. Ekki fékkst leyfi stjórnvalda til að láta smíða slíkt skip. Narfi var hins vegar fyrsta frystiskip landsmanna og að sögn Þorsteins var byggt yfir hluta þilfarsins og þar var komið fyrir frystitækjum. Aflinn var hausaður og frystur um borð samhliða því sem aflinn var ísaður á hefðbundinn hátt.

Guðmundur Jörundsson lét breyta Narfa í skuttogara árið 1974 og skipinu var breytt í nótaskip árið 1978. Fljótlega á eftir var Narfi seldur til Hraðfrystihúss Eskifjarðar (Eskju) og fékk skipið þá nafnið Jón Kjartansson SU 111. Þegar nýrra skip leysti Jón Kjartansson af hólmi var nafni skipsins breytt í Guðrún Þorkelsdóttir SU 211 en það hafði áður verið endurbyggt á árinu 1998. Loks komst þetta sögufræga skip í eigu HB Granda árið 2007 og fékk það þá nafnið Lundey NS 14.


Þess má geta að skipverjar á Lundey NS fögnuðu því um miðjan febrúar sl. að þá voru liðin rétt 50 ár frá því að skipið var sjósett í Nobiskrug skipasmíðastöðinni. Ýmiss konar fróðleikur hefur verið tekin saman um Lundey NS á bloggsíðu áhafnarinnar og má lesa meira um þessa merkilegu sögu með því að smella hér.

 

155. Jón Kjartansson SU 111 ex Narfi RE 13. © Sigfús Jónsson.

 

                   155. Jón Kjartansson SU 111 ex Narfi RE 13. © Sigmar Ingólfsson.

 

Flettingar í dag: 579
Gestir í dag: 104
Flettingar í gær: 909
Gestir í gær: 118
Samtals flettingar: 9225401
Samtals gestir: 1990720
Tölur uppfærðar: 21.7.2019 20:07:30
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is