Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

30.12.2009 00:31

Svanur KE 90

Það er ekki úr vegi að birta mynd af vélbátnum Svan KE 90 sem mótmælti kröftulega meðferðinni á sér á dögunum og sökk í Njarðvíkurhöfn. Þessi annars fallegi bátur var smíðaður í Danmörku árið 1945 og mældist 38 brl. að stærð. Hann var keyptur til landsins árið 1947, hét Muninn II GK 343 og var búinnn 171 hestafla Buda aðalvél. Eigendur hans voru Ólafur, Sveinn og Axel Jónssynir í Sandgerði. 1960 var hann seldur Gísla J. Halldórssyni í Keflavík sem nefndi bátinn Þorstein Gíslason KE KE 90. 1966 var sett 240 hestafla GM aðalvél í hann og í árslok sama árs kaupir Hraðfrystihús Keflavíkur hf. hann og nefnir Sandvík KE 90. Í nóvember 1970 fær hann Svansnafnið þegar Ingólfur R. Halldórsson í Keflavík kaupir hann. 1987 er Karl Sigurður Njálsson skráður meðeigandi Ingólfs að bátnum. Ljósfiskur eignaðist bátinn í kringum aldarmótin og einhverjum árum síðan varð hann legudeild Suðurnesja að bráð.929.Svanur KE 90 ex Sandvík KE 90. © Hafþór Hreiðarsson.
Flettingar í dag: 496
Gestir í dag: 105
Flettingar í gær: 700
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 9398223
Samtals gestir: 2007957
Tölur uppfærðar: 11.12.2019 17:35:43
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is