Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

29.01.2008 21:56

Þessi sökk í dag..............

Þeir halda áfram að sökkva í höfnum landsins bátarnir, sá þriðji, fyrir utan Sunnu Líf, á stuttum tíma sökk í dag. Að þessi sinni var það reiðuleysiskolla, vona að enginn móðgist, sem hefur legið í höfninni í Sandgerði undanfarin ár. Una SU 89 heitir báturinn og var smíðaður á Akureyri 1972. Hann hét þá Sunna SK 14 og var smíðaður fyrir Pál Þorsteinsson, Karl Hólm og Inga Friðbjörnsson á Sauðárkróki. Þeir áttu hann í eina fimm mánuði en seldu síðan Óla Ægi Þorsteinssyni á Þórshöfn bátinn sem nefndi hann Litlanes ÞH 52. Óli átti hann til ársins 1976 að hann er seldur til Seyðisfjarðar þar sem hann heldur Litlanesnafninu en verður NS 51. Báturinn hefur síðan heitið nöfnunum Litlanes SF, Jón Kjartan HU, Bragi SU, Bragi GK, Leynir Gk, Leynir SU og loks Una SU í eigu samnefnds útgerðarfyrirtækis sem skráð er á Neskaupsstað.
Heimild Íslensk skip og skip.is


1237.Una SU 89 ex Leynir SU. © Hafþór.
Hér að neðan er slóð á frétt vf.is og mynd af vettvangi.
http://www.vf.is/frettir/numer/34603/default.aspx

Flettingar í dag: 74
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 636
Gestir í gær: 118
Samtals flettingar: 9401415
Samtals gestir: 2008487
Tölur uppfærðar: 16.12.2019 01:49:49
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is