Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

02.08.2007 18:06

Valeska EA 417

Þar sem stóru eikarbátarnir hafa verið mönnum hugleiknir hér á síðunni að undanförnu set ég mynd af einum sem er úr myndasafni Hreiðars Olgeirssonar. Myndin er tekin í lok sögu þessa báts við íslandsstrendur þar sem hann var að rækjuveiðum í Axarfjarðar- eða Skjálfandadýpi. Þetta er Valeska EA 417, 131 brl., sem upphaflega hét Þorbjörn II GK 541 og var smíðaður í Svíþjóð 1964 fyrir Hraðfrystihús Þórkötlustaða. Síðar hét hann Gandí VE 171, þá Björg Jónsdóttir ÞH 321, Hafsteinn EA 262 og loks Valeska EA 147. Hver átti hann í lokin veit ég ekki en á Fiskistofuvefnum er Kristján Guðmundsson hf. skráður eigandi.


263.Valeska EA 417 ex Hafsteinn EA 262.

Flettingar í dag: 298
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 1671
Gestir í gær: 96
Samtals flettingar: 9448078
Samtals gestir: 2014901
Tölur uppfærðar: 26.1.2020 09:38:39
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is