Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

25.04.2018 21:58

Sapphire II

Magnús Jónsson tók þessa mynd af rússneska togarann Sapphire II í Reykjavíkuhöfn í dag en hann var þar að taka veiðafæri um borð.

Sapphire II, sem hét áður Havstrand til ársins 2013, var smíðaður 1987 í  Brattvåg Skipsinnredning A/S í Noregi.

Togarinn er 65,50 metra langur, 13,00 metra breiður og mælist 2066 GT.

 

Heimahöfn í Murmansk.

 

Sapphire II MK-0360 ex Hvastrand. © Magnús Jónsson 2018.

 

 

Sapphire II ex Havstrand. © Magnús Jónsson 2018.
 

24.04.2018 18:40

Gadus Poseidon

Eiríkur Sigurðsson sendi mér þessa mynd sem hann tók í gær af norska togaranum Gadus Poseidon í Barentshafi.

Stórútgerðin Havfisk í Noregi lét smíða þrjá svona togara fyrir sig  á árunum 2013 og 2014,  Gadus Poseidon, Gadus Njord og Gadus Neptun. 

Gadus Poseidon F-4-BØ. © Eiríkur Sigurðsson 2018.

23.04.2018 16:00

Húsvíkingar mættust á toginu

Húsvíkingurinn Eiríkur Sigurðsson skipstjóri á Reval Viking sendi mér þessa mynd sem hann tók af Normu Mary í dag. Þarna mættust tveir Húsvíkingar á toginu í Barentshafinu en Olgeir Sigurðsson, sem er stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Normu Mary, var þar í brúnni.

Norma Mary stundar rækjuveiðar nú um stundir en Reval Viking er eingöngu gerður út á rækju.

Norma Mary var smíðuð 1989 og hefur áður borið nöfnin Ocean Castle, Napoleon og Fríðborg áður en hún fékk núverandi nafn.

Norma Mary var lengd 2011 og er nú 72 metrara að lengd. Breiddin er 13 metrar og hún mælist 2342 GT að stærð.

Norma Mary er með heimahöfn í Hull.

2dfr3. Norma Mary H 11 ex Fríðborg. © Eiríkur Sigurðsson 2018.

22.04.2018 18:57

Fri Lake

Flutningaskipið Fri Lake var rétt í þessu að leggjast að bryggju á Húsavík.

Skipið siglir undir fána Bahamas með heimahöfn í Nassau. Það var smíðað 1999 og hét Helena til ársins 2006. 

Það er 2218 GT að stærð.

Fri Lake ex Helene. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

22.04.2018 13:03

Tjaldur

Tjaldur SU 115, myndin tekin úr bakborðsglugganum á brú Kristbjargar ÞH 44. Árið er 1982 en þá réru þessir bátar á vetrarvertíð frá Þorlákshöfn ásamt fleirum aðkomubátum.

Tjaldur var í eigu Guðmundar Ragnarssonar á Vopnafirði þegar þetta var.

1538. Tjaldur SU 115. © Hreiðar Olgeirsson 1982.

22.04.2018 12:21

Dodda

Línubáturinn Dodda ÞH 39 kemur að landi á Húsavík í októbermánuði 2004. Ásgeir ÞH 198 fylgir í humátt á eftir en Dodda var keypt til Húsavíkur þetta ár.

Dodda var upphaflega NS 2 og smíðuð hjá Bátasmiðjunni Samtak í Hafnarfirði 2001 fyrir Fiskiðjunna Bjarg hf. á Bakkafirði.

Eftir að báturinn var seldur frá Húsavík, en nýr bátur leysti hann af hólmi í árslok 2005, hefur hann heitið Venni GK, Sigurey ST og í dag Freymundur ÓF.

2478. Dodda ÞH 39 ex NS 2. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

22.04.2018 11:39

Seiglubátar á Eyjafirði

Þessa mynd tók ég 10. febrúar 2008 á Akureyri en hún sýnir þrjá báta frá bátasmiðjunni Seiglu. Tveir þeirra, Solberg og Nora fóru til Noregs og voru nýir þarna en Kiddi Lár var í einhverju viðhaldi held ég.

Solberg er línubátur en Nora netabátur og eru bátarnir af gerðinni Seigur 1100W. Kiddi Lár er af gerðinni 1250W.

Kiddi Lár hét upphaflega Konni Júl GK 704 en hann var smíðaður 2006.

Heitir í dag Bíldsey SH 65 og hefur verið lengd .

Seiglubátar á Eyjafirði 10. febrúar 2008. © Hafþór Hreiðarsson.

21.04.2018 23:05

Ragnar Alfreðs

Jón Steinar tók þessa mynd af Ragnari Alfreðs GK 183 koma til hafnar í Grindavík í dag.

Ragnar Alfreð hét í upphafi Sif ÍS 90 og var smíðaður hjá Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar á Skagaströnd 1978. 

Í 8. tbl. Ægis það ár segir m.a:

 7. maí s.l. afhenti Skipasmíðastöð Guðmundar Lárussonar h.f. á Skagaströnd 15 rúmlesta (36 feta) fiskiskip úr trefjaplasti, smíðanúmer 13, sem hlotið hefur nafnið Sif ÍS 90. Sif ÍS er þriðja fiskiskipið úr trefjaplasti, sem stöðin afhendir, en fyrstu tvö skipin voru afhent á s.l. ári, þ.e- Anný HU 3, 36 feta gerð (sjá 20. tbl. 1977) og Sindri RE 46, 28 feta gerð.

Hliðstætt fyrri skipunum tveimur þá var skipsbolur þessarar nýsmíðar, ásamt stýrishúsi, keyptur frá fyrirtækinu Halmatic Ltd. í Skotlandi, en smíðinni síðan lokið hjá stöðinni, innréttingar, niðursetning á véla- og tækjabúnaði og frágangur. Sif ÍS er af 36 feta gerð eins og Anný HU en sú breyting hefur verið gerð að dýpt að þilfari hefur verið aukin um 25 cm.

Sif ÍS er í eigu Bjarna H. Ásgrímssonar sem jafnframt er skipstjóri, og Eiríks Sigurðssonar Suðureyri.

 

Það er Kussungur ehf. sem gerir út Ragnar Alfreðs íi dga og er heimahöfnin í Garði.

 

1511. Ragnar Alfreðs GK 183 ex HU. © Jón Steinar 2018.

20.04.2018 16:54

Mykines

Vöruflutningaferjan Mykines er hér á mynd sem Steinólfur Guðmundsson flutningabílstjóri tók í Þorlákshöfn.

Mykines var smíðað 1996 og er í eigu Smyril - Line Cargo í Færeyjum. Það er tæplega 19.000 BT að stærð og hét áður Auto Baltic og sigldi undir finnsku flaggi.

Skipið hóf vikulegar siglingar fyrir rúmu ári milli Þorlákshafnar og Rotterdam í Hollandi.

Mykines í Þorlákshöfn. © Steinó 2018.

20.04.2018 16:29

Aron

Grásleppubáturinn Aron ÞH 105 kemur hér til hafnar á Húsavík í dag. Aron er í eigu Knarrareyris ehf. á Húsavík og var smíðaður 1992 en lengdur og þiljaður 2004.

Hét áður Liljan RE 89.

7361. Aron ÞH 105 ex Liljan RE. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

17.04.2018 21:01

Páll Jónsson

Línuskipið Páll Jónsson GK 7 á útleið. Myndina tók Jón Steinar í gærkveldi.

1030. Páll Jónsson GK 7 ex Goðatindur SU. © Jón Steinar 2018.

15.04.2018 23:25

Kalon Ísland ný Clepoatra 50 til Frakklands

Jean Pierre Vaillant útgerðarmaður frá Frakklandi fékk núna á dögunum afhentan nýjan yfirbyggðan Cleopatra 50 frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Nýi báturinn heitir Kalon Ísland. Báturinn er 15metrar á lengd og mælist 30 brúttótonn.

Báturinn á heimahöfn í Le Conquet sem er á vestasta odda Bretónskagans i Frakklandi.  Báturinn er útbúinn til neta og gildruveiða.  Jean Pierre Vaillant verður skipstjóri á bátnum.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Caterpillar C18 tengd ZF 665 A-gír. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno. Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til Neta og gildruveiða.  Veiðibúnaður kemur frá Frakklandi.

Lífbátar og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Zodiac. Rými er fyrir allt að 41 stk. 460 lítra kör í lest.  Í bátnum er upphituð stakkageymsla.  Stór borðsalur er í brúnni.  Svefnpláss er fyrir fimm í lúkar auk fullkominnar eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp. Báturinn er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og aðbúnaður um borð fyrir áhöfn í takt við það.

Báturinn var fluttur til Rotterdam núna á dögunum og siglt þaðan til heimahafnar í Frakklandi.  Hann hefur þegar hafið veiðar.

Kalon Ísland BR 933 569. © trefjar.is 2018.

09.04.2018 18:56

Kaldbakur

Kaldbakur EA 1 kom til löndunar í Hafnarfirði síðdegis í dag og tók Óskar Franz þessa mynd af honum.

2891. Kaldbakur EA 1. © Óskar Franz 2018.

09.04.2018 18:01

Tjaldur

Línuskipið Tjaldur SH 270 kom inn til löndunar í Grindavík um helgina og tók Jón Steinar þessa mynd af honum við bryggju. Tjaldur var smíðaður hjá Solstand Slip & Baatb í Tomrefjørd í Noregi árið 1992.

2158. Tjaldur SH 270. © Jón Steinar 2018.

09.04.2018 17:54

Karólína

Línubáturinn Karólína ÞH 100 kemur hér að bryggju á Húsavík í gær.

Karólína er í eigu Doddu ehf. og var smíðuð hjá Bátagerðinnu Samtak í Hafnarfirði árið 2007.

2760. Karólína ÞH 100. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

Flettingar í dag: 3225
Gestir í dag: 1317
Flettingar í gær: 4329
Gestir í gær: 2212
Samtals flettingar: 8521057
Samtals gestir: 1854316
Tölur uppfærðar: 22.7.2018 23:37:43
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is