Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

03.04.2018 07:36

Hafborg

Hafborg EA 152 lætur hér úr höfn í Grímsey um árið. Þetta var önnur Hafborgin í röðinni, smíðuð á Seyðisfirði 1989 og hét Magnús EA  25 áður en hún varð Hafborg. Upphaflega Sigmar NS 5.

Hét síðan Glaður ÍS 221 en heitir í dag Finni NS 21 og er gerður út frá Bakkafirði af Hróðgeiri hvíta ehf. 

1922. Hafborg EA 152 ex Magnús EA. © Rósa Árnadóttir.

02.04.2018 20:51

Viðey og venus

Magnús Jónsson myndaði þessi tvö skip HB Granda á Akranesi um páskana. Viðey RE 50 og Venus NS 150.

2895. Viðey RE 50 - 2881. Venus NS 150. © Magnús Jónsson 2018.

02.04.2018 11:34

Hraunsvík

Hraunsvík GK 75 sést hér koma til hafnar í Keflavík 17. mars sl.en hún er á netum.

Hraunsvíkin var smíðuð í Svíþjóð 1984 og hét upphalega Húni II SF 18 og var í eigu Guðmundar Hjaltasonar á Hornafirði frá 1988.  (Íslensk skip)

Búið að lengja, breikka, hækka þilfar, skipta um vél og brú síðan. Mælist 25,3 BT.

Upphaflega Húni II eins og áður segir en síðar Gunnvör ÍS og Konráð SH.

Útgerð Víkurhraun ehf. í Grindavík.

1907. Hraunsvík GK 75 ex Konráð SH. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

01.04.2018 11:17

Gleðilega páska

Óska öllum þeim sem skoða síðuna gleðilegra páska og læt fylgja með kveðjunni mynd sem ég tók við Húsavíkurhöfn í morgun.

I wishes the readers of the side happy easter.

Við Húsavíkurhöfn að morgni páskadags 2018. © Hafþór Hreiðarsson.

31.03.2018 14:03

Bjarni Þór

Hér er Bjarni Þór, lóðsbátur Grindvíkinga, á ferðinni en Jón Steinar tók myndina fyrir skömmu.

Bjarni Þór var smíðaður í Francisco Cardamaskipasmíðastöðinni í Vigo á Spáni árið 2008.

2478. Bjarni Þór. © Jón Steinar 2018.

31.03.2018 09:47

Merike

Hinn nýi frystitogari Reyktalfyrirtækisins liggur í Hafnarfirði þar sem verið er að útbúa hann til veiða. Þetta skip þekkjum við sem grænlenska togarann Regina C en það var smíðað í Danmörku árið 2002.

Magnús Jónsson tók þessar myndir í gær en þessi glæsilegi togari er 70 metrar á lengd og 15 metra breiður.

Merike EK 1802 ex Regina C. © Magnús Jónsson 2018.

 

Merike EK 1802 ex Regina C. © Magnús Jónsson 2018.

30.03.2018 19:40

Náttfari

Hvalaskoðunarbáturinn Náttfari kemur hér úr hvalaskoðunarferð á Skjálfanda í fyrradag. Vertíðin hefur fari vel af stað á Skjálfanda en Norðursigling og Gentle Giants eru byrjuð að sigla.

Upphaflega Þróttur SH 4, byggður í Stykkishólmi 1965. 

993. Náttfari ex Byrefjell. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

 

30.03.2018 13:14

Onni - Sæþór

Hér koma tvær myndir af sama bátnum teknar með c.a 35 ára millibili, annars vegar  mynd sem ég tók í haust af Onna HU 36 koma að landi á Húsavík. 

Onni hét upphaflega Sæþór EA 101 og var smíðaður í Hafnarfirði 1973 fyrir Snorra Snorrason á Dalvík.  Hin myndin sýnir Sæþór sem var kominn í eigu G.Ben á Árskógssandi þegar Hreiðar Olgeirsson tók myndina.

 

Í Þjóðviljanum 12. júlí 1973 sagði svo frá sjósetningu Sæþórs EA 101:

50 rúmlesta stálfiskibáti var hleypt af stokkunum hjá Bátalóni h.f. i Hafnarfirði 6. þ.m. Þetta er annar báturinn af þessari gerð, sem Bátalón afhendir á þessu ári. 

Þetta er stálbátur, og er hann nr. 420 i smiðaröðinni hjá fyrirtækinu. Eru þá allar bátastærðir meðtaldar, Úr tré og stáli, sem fyrirtækið hefur framleitt á ca. 25 árum, og er heildarrúmlestatala allra þessara báta nú komin hátt á þriðja þúsund rúmlestir. 

Er þetta fjórði stálfiskbáturinn, sem Bátalón h/f hefur smíðað. Tveir fyrstu stálbátarnir,70 rúml. hvor.voru smiðaðir fyrir erlendan markað, fóru þeir til Indlands til reynslu þar í landi við togveiðar með nútíma tækni. 

Nýsmíði 420, sem hlaut nafnið Sæþór EA 101, er búinn hinum ákjósanlegasta tækjakosti til fiskveiða fyrir allar algengar veiðar, sem stundaðar eru hér við land. 

Aðalvél er Scania DSI 14, ljósa- vél er  Lambardini, spil Hydema, kraftblökk Rapp, astick og dýpt- armælir Simrad, radar og fisksjá Kelvin Huges, talstöð Seilor SSB 400 W PEP. 

Kaupandi og útgerðarmaður að þessum nýja báti er Snorri Snorrason, Dalvík. 

 

1318. Onni HU 36 ex Svanur KE. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

1318. Sæþór EA 101. © Hreiðar Olgeirsson.

 

 

30.03.2018 11:38

Akurey lætur úr höfn

Ég hef birt myndir sem ég tók á dögunum þegar Akurey AK 10 kom til hafnar í Reykjavík en í gær sendi Magnús Jónsson mér myndir þar sem togarinn er að leggja upp í veiðiferð. Engey við bryggju.

2889. Engey RE 1 ex RE 91 - 2890. Akurey AK 10. © Magnús Jónsson 2018.

 

2890. Akurey AK 10 fer frá bryggju. © Magnús Jónsson 2018.

 

 

 

30.03.2018 10:47

Einhamarsbátarnir

Hér koma Einhamarsbátarnir þrír sem eru af gerðinni Cleopatra 50. Gísli Súrsson og Auður Vésteins komu til Grindavíkur í ágúst 2014  og Vésteinn í febrúar á þessu ári.

2878. Gísli Súrsson GK 8. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

2888. Auður Vésteins SU 88. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

2908. Vésteinn GK 88. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

29.03.2018 17:45

Þórsnes

Þórsnes SH 109 kom til Akureyrar í dag með 125 tonn af frosinni grálúðu sem skipið veiddi í net úti fyrir Norðurlandi.

Grzegorz Masota skipverji á Þórsnesinu tók þessa mynd um hádegisbil þegar þeir lágu skammt undan Svalbarðseyri við lokaþrif áður en haldið var upp að bryggju.

2936. Þórsnes SH 109 ex Veidar 1. ©  Grzegorz Masota 2018.

29.03.2018 13:16

Björgúlfur

Þessa símamynd fékk ég senda áðan úr norsku landhelginni og sýnir hún Björgúl EA 312 áð veiðum á Lofotensvæðinu eins og ljósmyndarinn orðaði það.

Myndin er tekin úr Kaldbak EA 1.

2892. Björgúlfur EA 312. © Sigurður Davíðsson 2018.

29.03.2018 12:06

Akurey og Engey

Magnús Jónsson tók þessar myndir af systurskipunum Akurey AK 10 og Engey RE 1 við bryggju í Reykjavík.

2890. Akurey AK 10. © Magnús Jónsson 2018.

 

2889. Engey RE 1 ex RE 91. © Magnús Jónsson 2018.

 

2890- Akurey AK 10 - 2889. Engey RE 1 ex RE 91. © Magnús Jónsson.

29.03.2018 08:29

Angunnguaq II

Skuttogarinn Angunnguaq II í slipp á Akureyri fyrir skömmu.

Myndina tók Haukur Sigtryggur sem tók saman þennan miða um togarann: 

MO-nr. 8411011.
Skipasmíðastöð: Langsten Skip & Batbyggeri A/S. Tomrefjord. Noregi.

2009 = Lengd: 41,56. Breidd: 11,0. Dýpt: 7,06. Brúttó: 888. Nettó: 305.
Smíðanúmer 401.

Aldrei gerður út hér á landi.
Mótor. ?

Luutivik. Útg: ?? Grænlandi. (1985 - 2000).

Seldur til Íslands 2000.
Geiri Péturs ÞH 44. Útg: Geiri Péturs h.f. Húsavík. (2000).

Seldur til Noregs 2000.
Longyear. Útg: Macximal. Tromsö Noregi. (2000 - 2003).
Leiv Eriksson. Útg: Lá við bryggju mest allan tíman. (2003 - 2004).

Seldur til Eistlands 2004.
Andvari EK 0401. Höfn: Tallinn. Útg: Jóhann Halldórsson. Vestmannaeyjum. (2004 - 2006).

Seldur til Grænlands 2006.
Angunnguaq II. GR8-58. Útg: Angunnguaq A/S. Sisimiut. (2006 - 2018).

 

Angunnguaq II ex Andvari EK. © Haukur Sigtryggur 2018.

28.03.2018 19:58

Huginn VE verður lengdur í Póllandi

Huginn VE heldur af stað áleiðis til Póllands á morgun en þar  fer skipið í endurbætur í skipasmíðastöðinni Alkor í Gdansk.

Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Hugins segir í samtali við Eyjar.net að skipið verði lengt auk þess sem að sandblástur sé fyrirhugaður á öllu skipinu.

„Lengingin verður 7,2 metrar og er stækkun á lestarrými ca 600m3.” segir Páll. Verklok eru áætluð um miðjan ágúst.

 

Huginn VE 55 var smíðaður árið 2001 í Chile. Huginn er vinnsluskip og fjölveiðiskip sem fiskar bæði í nót og flottroll. Skipið veiðir einungis uppsjávarfisk.

2411. Huginn VE 55. © Óskar Franz.

 

Hér má sjá teikningu af Huginn eftir lengingu sem fengin var af eyjar.net
Flettingar í dag: 1344
Gestir í dag: 237
Flettingar í gær: 1720
Gestir í gær: 399
Samtals flettingar: 8677501
Samtals gestir: 1908938
Tölur uppfærðar: 24.9.2018 06:35:00
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is