Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

10.03.2018 10:40

Kristinn

Línubáturinn Kristinn SH 812 er einn þeirra mörgu báta sem ratað hafa fyrir linsuna hjá Jóni Steinari. Kristinn var smíðaður í Trefjum í Hafnarfirði árið 2010 og er af gerðinni Cleopatra 50.

Báturinn var smíðaður fyrir útgerðarfélagið Rederij Dezutter í Belgíu en Útgerðarfélagið Breiðavík ehf. í Snæfellsbæ keypti bátinn frá þaðan árið 2013. Heimahöfnin er Rif.

2860. Kristinn SH 812 ex Mayra~Lisa. © Jón Steinar Sæmundsson.

 

09.03.2018 15:21

Mokfiskerí hjá Sólberginu

Á Fésbókarsíðu Sjómannafélags Ólafsfjarðar segir að frystitogarinn Sólberg ÓF 1 sé á heimleið eftir góðan túr í Barentshafið.  Sólbergið er sennilega með mestan afla  sem íslenskt skip hefur komið með úr einni veiðiferð, aflinn upp úr sjó er rúmlega 1.760 tonn.

Trausti Kristinsson, skipstjóri á Sólbergi, sagði í samtali við fréttastofu RÚV að togarinn sé væntanlegur í land í kvöld. Áhöfnin hefur verið á sjó í 36 daga og á veiðum við Norður-Noreg. Trausti segir að þorskur sé uppistaðan í aflanum en um 170 tonn af öðru, aðallega ýsu. 

Þegar Trausti er spurður að því hvað skýri þessa góðu veiði segir hann að kvótastaðan sé góð, skipið og áhöfnin öflug, og veður hafi verið með ágætum. „Það var blíða, má segja, allan túrinn,“ segir Trausti. Skipið, sem var smíðað í Tyrklandi, var tekið í notkun í fyrra. Það kostaði um fimm milljarða króna, er afar vel búið tæknilega og afkastar mun meira en fyrirrennarinn. Trausti segir að það hafi sitt að segja. „Það fiskast meira, þetta er stærri lest og helmingurinn er vélskorinn hjá okkur,“ segir Trausti.  

 

2917. Sólberg ÓF 1. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

08.03.2018 20:23

Geiri litli

Geir litli á ferðinni í dag, Biggi mágur minn var aðeins að hreyfa hann en báturinn fór á flot á dögunum. Ég sá til hans og úr varð að við fórum fram fyrir til móts við Hafborgina EA 152 sem var mynduð í gríð og erg þennan spöl til hafnar.

Skemmtibáturinn Geiri litli er til sölu en hann er af gerðinni Saga 25. Smíðaður í Noregi 1989 0g mælist 4,99 brl. að stærð. Skráð lengd er 7,38 metrar.

88 hestafla Yanmar ( 4JH2-DTE) árgerð 1989 er í bátnum sem hefur ekki haft haffæri undanfarin ár.

Báturinn er staðsettur á Húsavík. Verðhugmynd 3.000.000

Upplýsingar í síma 8924021 (Birgir) og 895-6744 eða á korri@internet.is

7200. Geiri litli. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

07.03.2018 20:29

Hafborg EA 152 - Bak og stjór

Hér koma tvær myndir af Hafborginni teknar sitt hvorn daginn. Sú fyrri sýnir bakborðshliðina og í fjarska má sjá klettadranginn Össur sem mér finnst alltaf gaman að hafa með á bátamyndum sem ég tek í þessa átt.

Neðri myndin sýnir stjórnborðshliðina og hana tók ég í gær þegar Hafborgin kom að landi eftir fyrsta netaróðurinn.

2940. Hafborg EA 152. © Hafþór Hreiðarsson 5. mars 2018.

 

2940. Hafborg EA 152. © Hafþór Hreiðarsson 6. mars 2018.

07.03.2018 18:22

Reginn

Reginn ÁR 228 siglir hér til hafnar í Þorlákshöfn. Jón Steinar tók myndina af þessum tæplega fimmtuga stálbát sem gerður er út á dragnót.

1102. Reginn ÁR 228 ex HF. © Jón Steinar Sæmundsson.

07.03.2018 17:11

Kaldbakur

Skuttogarinn Kaldbakur EA 1 lét úr höfn á Dalvík í morgun eftir að hafa landað þar til vinnslu í frystihúsi Samherja.

Haukur Sigtryggur tók þessar myndir við það tækifæri.

2891. Kaldbakur EA 1. © Haukur Sigtryggur 2018.

 

2891. Kaldbakur EA 1. © Haukur Sigtryggur 2018.

06.03.2018 18:24

Haförn og Hafborg

Haförn ÞH 26 og Hafborg EA 152 róa frá Húsavík og eru hér við bryggju nú síðdegis. Haförn er á dragnót en Hafborgin rær með net.

Haförn ÞH er 19.99 metrar að lengd og 4.50 metrar á breidd.

Hafborg EA er 26 metrar að lengd og 8 metra breið.

1979. Haförn ÞH 26 - 2940. Hafborg EA 152. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

 

05.03.2018 19:54

Myndskeið af Hafborginni nýju

Hér kemur myndskeið sem ég tók í dag af nýju Hafborginni EA 152.

 

 

05.03.2018 14:50

Hafborg EA farin á veiðar

Þá er nýja Hafborgin farin á veiðar og landaði hún fyrsta afla sínum á Húsavík í morgun.

Ég tók meðfylgjandi mynd áðan þegar hún lét úr höfn en Óli tók góðan hring fyrir mig við Bökugarðinn.

Ég hef grun um að fleiri myndir eigi eftir að birtast af henni hér og jafnvel syrpa.

2940. Hafborg EA 152. © Hafþór Hreiðarsson 2018.

 

04.03.2018 15:47

Jóna Eðvalds

Það var Ásgrímur í gær svo Jóna kemur í dag. Jóna Eðvalds SF 200 siglir hér til hafnar í Hafnarfirði í dag en Óskar Franz tók þessa mynd.

Jóna Eðvalds hét áður Krossey SF 20 og þar áður Björg Jónsdóttir ÞH 321. Keypt frá Noregi 2004.

2618. Jóna Eðvalds SF 200 ex Krossey SF. © Óskar Franz 2018.

 

04.03.2018 12:27

Sleipnir

Þessa mynd af Sleipni VE 83 koma til hafnar í Vestmanneyjum tók Viðar Breiðfjörð síðdegis í gær.

968. Sleipnir VE 83 ex Glófaxi VE. © Viðar Breiðfjörð 2018.

03.03.2018 22:02

Fri Tide

Flutningaskipið Fri Tide kom til Húsavíkur 22. apríl 2016 með áburðarfarm og er að koma að Norðurgarðinum á þessari mynd sem ég tók.

Fri Tide var smíðað árið 2000 og hét Claudia til ársins 2006 er það fékk nafnið Fri Tide.

Heimahöfnin er Nassau á Bahamas en skipið mælsit 2,218 GT að stærð.

Fri Tide ex Claudia. © Hafþór Hreiðarsson 2016.

03.03.2018 14:34

Ásgrímur Halldórsson

Ásgrímur Halldórsson Sf 250 sést hér á mynd sem Þorsteinn Eyfjörð skipverji á Hákoni tók á dögunum.

Skinney -Þinganes keypti skipið fyrri hluta ár 2008 frá Skotlandi.

Skipið var smíðað hjá hjá Simek skipamíðastöðinni í Noregi árið 2000 fyrir Lunar Fishing í Skotlandi og hlaut þá nafnið Lunar Bow. 

2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 ex Lunar Bow. © Þ.E.F 2018.

03.03.2018 00:03

Magnús

Hér er Magnús SH 11 í Ólafsvíkurhöfn um árið en myndina tók Þórður Birgisson þá bátsverji á Aron ÞH 105.

Ég hef áður birt færslu um þennan bát sem segir sögu hans en þar hét hann Halldóra Jónsdóttir ÍS 99.

Þar vantar reyndar söguna eftir að hann var seldur frá Bolungarvík til Ólafsvíkur sem var að ég held árið 1988.

Hann lá síðan einhver ár við Brjánslæk eftir að hætt var að gera hann út en þar gerði Rekey hf. hann út undir nafninu Magnús BA127 frá árinu 1989 eða1990.

939. Magnús SH 11 ex Halldóra Jónsdóttir ÍS 99. © Þórður Birgisson.

 

02.03.2018 21:07

Haukur

Þessa mynd tók ég í maímánuði 2005 og sýnir hún flutningaskipip Hauk koma til hafnar á Húsavík.

Haukur var smíðaður árið 1990 og hét til ársins 2000 Sava River. Hann er 74.65 metrar á lengd og 12.7 metrar á breidd. Mælist 2030 GT að stærð.

Hann hefur verið undir fána Færeyja með heimahöfn í Þórshöfn. Spurning hvort hann var einhvern tímann undir íslensku flaggi ?

Sé ekki betur á Marinetraffic að skipið heiti núna Hav Nord.

Haukur ex Sava River. © Hafþór Hreiðarsson 26. maí 2005.
Flettingar í dag: 3225
Gestir í dag: 1317
Flettingar í gær: 4329
Gestir í gær: 2212
Samtals flettingar: 8521057
Samtals gestir: 1854316
Tölur uppfærðar: 22.7.2018 23:37:43
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is