Þar sem ég lá í Sjóböðunum á Húsavíkurhöfða í gærkveldi fylgdist ég með ljósum flutningaskipsins Wilsons Newcastle sem dólaði úti fyrir höfðanum meðan beðið var hafnsögumanns. Í hádeginu lét Wilson Newcastle úr höfn og hefur lónað hér úti fyrir í dag.
Ég fór á fyrrnefndan höfða og skaut nokkrum römmum á skipið sem smíðað var árið 2011.
Það er skráð á Möltu með heimahöfn í Valletta. 123 metra langt, 16 metra breitt og mælist 6.118 GT að stærð.
 |
Wilson Newcastle. © Hafþór Hreiðarsson 2018. |
Skrifað af Hafþór Hreiðarsson