Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

06.07.2018 10:15

Guðmundur Þór SU 121

Guðmundur Þór SU 121 var smíðaður í Trésmiðju Austurlands hf. á Fáskrúðsfirði 1973.

Síðar bar hann nöfnin Fiskanes NS 13, Fiskanes NS 37 og aftur Guðmundur Þór SU 121. Síðan Sigurbára VE 249, Njörður EA 208, Haukur EA 208 og Haukur SF 208.

Haukur SF 208 sökk 11. apríl 1997, mannbjörg varð.

Báturinn var 17 brl. að stærð en hans helst mál voru þessi: lengd 13,89 m., breidd 3,74 m. og dýpt 1,61m. 

 

Myndina tók ég á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 1983 og er það Hörður vinur minn Harðarson sem er fyrirsætan á myndinni.

 

Í Morgunblaðinu 15. júní 1973 sagði svo frá:

 

Frá Trésmiðju Austurlands Fáskrúðsfirði, voru afhentir tveir 15 lesta frambyggðir eikarbátar sl. laugardag. Bátar þessir eru báðir byggðir eftir sömu teikningu. Teikninguna af þeim gerði

Sigurður Einarsson í Reykjavík.

Eigandi annars bátsins er Friðrik Stefánsson, Fáskrúðsfirði, og hlaut hans bátur nafnið Stefán Guðfinnur SU 78. Eigandi hins bátsins er Gylfi Eiðsson, Eskifirði, og hlaut bátur hans nafnið

Guðmundur Þór SU 121. 

Báðir bátarnir fara á handfæraveiðar.

1312. Guðmundur Þór SU 121 ex Fiskanes NS. © Hafþór Hreiðarsson 1983.
Flettingar í dag: 1551
Gestir í dag: 248
Flettingar í gær: 1056
Gestir í gær: 221
Samtals flettingar: 9114445
Samtals gestir: 1975197
Tölur uppfærðar: 23.4.2019 20:55:30
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is