Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

29.06.2018 10:01

Hrafnreyður KÓ 100

Hrefnubáturinn Hrafnreyður KÓ 100 lét úr höfn í Hafnarfirði í þann mund sem Berlin kom að bryggju á dögunum. Maggi Jóns tók þessa mynd og ljóst að stærðarmunurinn er nokkur.

Hrafnreyður hét upphaflega Ottó Wathne NS 90, smíðaður á Seyðisfirði 1973. Seldur til Hornafjarðar 1980 og fékk þá nafnið Bjarni Gíslason SF 90. Yfirbyggður 1991 og einnig skipt um aðalvél.

Í maí 2005 varð hann VE 30 og í ársbyrjun 2007 fékk hann nafnið Valur ÍS 18. Það nafn bar hann þar til núverandi nafn kom á hann í maí 2010.

1324. Hrafnreyður KÓ 100 ex Valur ÍS 18. © Maggi Jóns 2018.
Flettingar í dag: 486
Gestir í dag: 95
Flettingar í gær: 1100
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 9396227
Samtals gestir: 2007521
Tölur uppfærðar: 8.12.2019 20:31:08
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is