Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

31.12.2017 16:23

Stjarnan og Ólafur Tryggvason

Á þessari mynd Ágústs Guðmundssonar sem hann tók á Höfn í Hornafirði má sjá Stjörnuna RE 3 og utan á henni Ólafur Tryggvason SF 60. Í fjarska er Gissur hvíti SF 55 að ég held.

Ólafur Trygvason SF var smíðaður í Noregi 1960 fyrir Tryggva Sigjónsson h/f  á Hornafirði. 1976 er báturinn seldur til Hafnarfjarðar þar sem hann fær nafnið Hringur GK 18. Kaupendur Aðalsteinn og Helgi Einarssynir og Ingimundur Jónsson. Hringur var lengdur 1978.

Selt í júní 1980 Blikamönnum á Dalvík og þar fær hann Blikanafnið og EA 12. Yfirbyggður og skipt um brú 1985 að mig minnir. Síðar fékk hann nöfnin Arnar ÁR 55, Sólrún EA 351, Arnar SH 157 og Fiskaklettur HF 123 áður en hann var seldur til Noregs. 

Stjarnan RE 3 var smíðuð í Svíþjóð 202. Stjarnan 1947 fyrir Ríkissjóð Íslands. Eigandi frá 1949 var Sjöstjarnan h/f í Reykjavík. 1966 er það komið í eigu Sjöstjörnunnar h/f í Njarðvík og 1975  selt austur á Höfn og fær nafnið Svalan SF 3. Eigendur Sigtryggur Benediktz Höfn og Bjarni Jónsson Kópavogi.

1980 er skráður eigandi Svalan h/f Hofn í Hornafirði og sama ár fær það nafnið Jón Bjarnason SF 3. Báturinn strandaði og sökk nálægt Papey 12. okt. 1982. Áhöfnin, 9 manns, bjargaðist í gúmmíbjörgunarbát og þaðan um borð í Sturlaug II frá Þorlákshöfn. Heimild: Íslensk skip.

202. Stjarnan RE 3 - 162. Ólafur Tryggvason SF 60. © Ágúst Guðmundsson.
Flettingar í dag: 562
Gestir í dag: 114
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9395203
Samtals gestir: 2007408
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 18:47:59
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is