Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

29.12.2017 23:35

Skálaberg

Hér kemur mynd af Skálaberginu ÞH 244 sem upphaflega hét Kristjón Jónsson SH 77. Smíðaður í Skipavík fyrir Ólsara 1967 en keyptur til Húsavíkur og kom þangað í febrúar 1969. Kaupendur voru Olgeir Sigurgeirsson og synir hans Sigurður og Hreiðar. Báturinn fékk nafnið Kristbjörg ÞH 44 og þegar ný Kristbjörg kom 1975 fékk þessi nafnið Kristbjörg II ÞH 244. 1980 keypti útgerðin, sem hét Korri hf., 138 brl. stálbát sem fékk nafnið Geiri Péturs ÞH 344 og var Kristbjörg II seld tveim öðrum sonum Olla og Rögnu í Skálabrekku. Það voru þeir Aðalgeir, sem varð skipstjóri á bátnum, og Egill sem sá um bókhaldið en hann starfaði sem rafmagnstæknifræðingur. Þeir nefndu bátinn Skálaberg ÞH 244 sem hann bar til ársins 1985 þegar útgerðin stækkaði við sig og keypti Séníverinn.

Skálabergið var þá selt til Flateyrar þar sem það fékk nafnið Jónína ÍS 93 og þar með lauk um 16 ára útgerð þess á Húsavík.

1053. Skálaberg ÞH 244 ex Kristbjörg II ÞH. © Hafþór Hreiðarsson.
Flettingar í dag: 471
Gestir í dag: 92
Flettingar í gær: 716
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9395112
Samtals gestir: 2007386
Tölur uppfærðar: 7.12.2019 12:18:08
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is