Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

29.09.2017 15:24

Nafnið Baldvin úr skipastól Samherja

Þau tímamót eiga sér stað í þessari viku að skipið Baldvin NC, sem áður hét Baldvin Þorsteinsson EA, verður afhentur nýjum eigendum. Á heimasíðu félagsins segir að þar með ljúki 25 ára farsælli sögu skipsins með Baldvins nafninu:

Frystitogarinn Baldvin Þorsteinsson EA kom til landsins sem fyrsta nýsmíði Samherja fyrir 25 árum, þann 20. nóvember 1992. Skipið var smíðað í Flekkefjord í Noregi, 66 metra langt og 1.500 tonn að stærð. Fyrsti skipstjóri þess var Þorsteinn Vilhelmsson en aðrir skipstjórar í þau 10 ár sem skipið var í eigu Samherja voru Arngrímur Brynjólfsson, Guðmundur Jónsson og Hákon Þröstur Guðmundsson.

Baldvin Þorsteinsson EA var afar farsælt fiskiskip og áhöfn þess sló ýmis aflamet. Árið 1999 var Baldvin EA t.d. fyrst íslenskra fiskiskipa til að ná aflaverðmæti upp á einn milljarð íslenskra króna.

Árið 2001 var skipið selt til Deutsche Fischfang Union (DFFU), dótturfélags Samherja í Þýskalandi, og var afhent í maí 2002. Skipið var nefnt Baldvin NC og hefur verið í rekstri hjá DFFU í rúm 15 ár. Skipstjórar Baldvins NC undanfarin ár voru þeir nafnar Sigurður Kristjánsson og Sigurður Hörður Kristjánsson.

Baldvin NC landaði afla öðru hverju hér á landi. Síðustu verkefni skipsins fyrir DFFU voru tveir góðir túrar á grálúðuveiðar við Austur-Grænland. Skipið hefur verið selt til Póllands og fær nafnið Polonus.

Mikil farsæld hefur fylgt nafninu

 

„Brotthvarf Baldvins NC markar ákveðin tímamót í sögu Samherja því í fyrsta sinn í 25 ár er ekkert skip í skipastól okkar sem ber Baldvins-nafnið,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Hann segir að markmiðið sé auðvitað að eignast nýtt skip með því nafni eins fljótt og kostur er.

„Nafninu hefur fylgt mikil farsæld öll þessi ár. Ég er líka mjög stoltur af því hversu vel skipið lítur út eftir þessi 25 ár. Það segir sína sögu um það hve áhafnir skipsins hafa verið góðar og jafnframt að vandað var til verka við hönnun og smíði skipsins á sínum tíma,“ segir Þorsteinn Már ennfremur.

Hann sagði vel við hæfi að kveðja skipið í góðu, dæmigerðu Akureyrarveðri, en glampandi sól og 20 stiga hiti var sl. sunnudag þegar starfsmenn Slippsins Akureyri unnu við að mála yfir Baldvins-nafnið á hliðum skipsins og setja nýja nafnið í staðinn.

DFFU fær nýtt skip í flota sinn í lok þessa árs og mun það leysa Baldvin NC af hólmi. Nýja skipið fær nafnið Berlín NC 105.

 

The ship name Baldvin exit the Samherji fleet

 

This week, there comes a parting of the ways for us and the vessel Baldvin NC, previously called Baldvin Þorsteinsson EA, when it is handed over to its new owners. This occasion marks the end of its 25 years of success with the Baldvin name.  

The freezer trawler Baldvin Þorsteinsson EA came to Iceland 25 years ago on November 20th 1992, and was Samherji’s first new built vessel. It was built in Flekkefjord in Norway, a 1,500 tonne ship and 66 metres long. The first captain to take command was Þorsteinn Vilhelmsson and other captains during the 10 years that the ship was part of the Samherji fleet were Arngrímur Brynjólfsson, Guðmundur Jónsson and Hákon Þröstur Guðmundsson.

Baldvin Þorsteinsson EA was a very successful vessel and its crew broke various catch records. In 1999, for example, Baldvin EA was the first Icelandic ship to push the catch value up to one thousand million ISK.

In 2001 the vessel was sold to Deutsche Fischfang Union (DFFU), Samherji’s subsidiary in Germany and was handed over in May 2002. The ship was named Baldvin NC and has been operated by DFFU for over 15 years. The captains of Baldvin NC in recent years were Sigurður Kristjánsson and Sigurður Hörður Kristjánsson.

The last tasks Baldvin NC undertook for DFFU were two successful trips fishing Greenland halibut off the shores of East Greenland.

The ship has now been sold to Poland and will be renamed Polonus.

 

Good fortune has been attached to the name.  

“The departure of Baldvin NC is a milestone in the history of Samherji, as now, for the first time in 25 years, there is no ship named Baldvin in our fleet”, says Þorsteinn Már Baldvinsson, CEO of Samherji. He also says that, of course, he is hoping to add another “Baldvin” to the fleet, sooner than later.

“This name has brought us good fortune all these years. I am also very proud of the the ship’s excellent condition after all these years. It is a clear indication that the vessel’s crews have been diligent in taking good care of the ship and also provides proof of high quality design and construction at the time of building” adds Þorsteinn Már.

He said that it was fitting to say farewell to the ship in typically pleasant Akureyri weather – the sun was shining brightly and the temperature 20°C last Sunday when employees of Slippurinn in Akureyri worked at painting over its old name on the side of the ship, replacing it with the new one.

DFFU will have a new ship in their fleet at the end of the year, Berlin NC 105, which will replace Baldvin NC. (samherji.is)

DFIA. Baldvin NC 101. © Haukur Sigtryggur 2017.

 

2165. Baldvin Þorsteinsson EA 10. © Hafþór Hreiðarsson 2000.

 

 

Flettingar í dag: 573
Gestir í dag: 125
Flettingar í gær: 700
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 9398300
Samtals gestir: 2007977
Tölur uppfærðar: 11.12.2019 22:22:39
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is