Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

23.08.2017 18:31

Allt gekk að óskum hjá Engey RE

Eins og myndirnar í færslunni fyrr í dag kom Engey RE 91 til hafnar í dag og á vefHB Granda mátti lesa eftirfarandi frétt:

Ísfisktogarinn Engey RE kom nú í hádeginu úr sinni fyrstu veiðiferð með um 140 tonna afla. Að sögn Friðleifs Einarssonar skipstjóra gekk allt að óskum í veiðiferðinni og reyndist skipið vonum framar.

,,Við fórum frá Reykjavík sl. fimmtudag og náðum því tæpum fimm sólarhringum á veiðum. Við byrjuðum á heimamiðum, á Fjöllunum, þar sem við vorum í karfaveiði fyrstu tvo sólarhingana. Síðan færðum við okkur norður á Vestfjarðamið og fengum fínan þorskafla bæði á Halanum og eins í Þverálnum. Það var örlítill ufsavottur með í aflanum en ekkert sem orð er á hafandi,“ sagði Friðleifur en auk hans og áhafnarinnar voru fimm tæknimenn frá Skaganum 3X með um borð í þessari fyrstu veiðiferð.

,,Heilt yfir gekk allt eins og í sögu. Það komu smávægilegir hnökrar upp en þeir voru lagfærðir jafnóðum. Sjálfvirka lestarkerfið, sem er algjör nýjung um borð í skipum, virkaði fullkomlega og aðgerðaraðstaðan á millidekkinu gæti ekki verið betri. Það mun hins vegar taka tíma að læra á allan tölvubúnaðinn í skipinu og fá allt til að virka 100% saman. Það lærist eins og annað,“ sagði Friðleifur Einarsson.

Þess má geta að Engey er mun sparneytnari en eldri togarar HB Granda og Friðleifur segir að nú sé nóg að taka eldsneyti fyrir annan hvern túr í stað þess að taka þurfti olíu fyrir hverja veiðiferð eins og skipstjórinn var vanur á meðan hann stýrði Ásbirni RE.

 

2889. Engey RE 91. © Óskar Franz 2017.
Flettingar í dag: 529
Gestir í dag: 106
Flettingar í gær: 691
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9397556
Samtals gestir: 2007814
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 15:23:52
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is