Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

20.05.2017 22:41

Sólbergið portrett

Enn er það Sólbergið, nú á lóðréttri mynd. Snemma í marsmánuði 2015 kom fram í Morgunblaðinu að Rammi hf. hafi samið um smíði á nýj­um frysti­tog­ara.

Á mbl.is sagði þann 6. mars: 

Rammi hf. í Fjalla­byggð hef­ur samið um smíði á nýj­um frysti­tog­ara hjá Ters­an-skipa­smíðastöðinni í Tyrklandi fyr­ir jafn­v­irði 5,5 millj­arða króna. Gert er ráð fyr­ir að hann verði af­hent­ur í des­em­ber 2016.

Ólaf­ur Marteins­son, fram­kvæmda­stjóri Ramma, seg­ir að tími hafi verið kom­inn til að end­ur­nýja skipa­kost fyr­ir­tæk­is­ins, en nýja skipið leys­ir af hólmi frysti­tog­ar­ana Mána­berg, 43 ára, og Sig­ur­björgu, 36 ára, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um skipa­smíði þessa í Morg­un­blaðinu í dag.

Frysti­tog­ur­um hef­ur fækkað í flot­an­um und­an­far­in ár, en Ólaf­ur seg­ist sann­færður um að fyr­ir­tækið sé á réttri leið með því að end­ur­nýja skipa­kost­inn með nýju og full­komnu frysti­skipi. Sem rök nefn­ir hann sam­setn­ingu afla­heim­ilda fyr­ir­tæk­is­ins, sam­fé­lags­leg­ar aðstæður í Fjalla­byggð og markaði sem Rammi hafi byggt upp er­lend­is fyr­ir afurðir sín­ar.

2917. Sólberg ÓF 1. © Hafþór Hreiðarsson 2017.

 

 

Flettingar í dag: 5
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9393930
Samtals gestir: 2007184
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 00:17:22
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is