Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

22.04.2017 16:36

Atlantic Star ex Helga RE

Þessa mynd af skuttogaranum Atlantic Star tók Eiríkur Guðmundsson frændi minn í Tromsø í dag. Hann er matsveinn á skonnortunni Opal sem lá þar við bryggju sigldi togarinn þar hjá.

Atlantic Star, sem er með heimahöfn í Vardo, hét upphaflega Helga  RE 49 og var smíðuð í Noregi 1996. Seld til Grænlands árið 1999 þar sem hún fékk nafnið Polar Arfivik. Seld til Noregs  2002 þar sem hún fékk núverandi nafn. Togarinn hefur verið lengdur og mælist nú 74,72 metrar að lengd. Var 60,4 metrar.

LMBG. Atlantic Star M-110-G. ex Polar Arfivik. © Eiki Umma 2017.
Flettingar í dag: 213
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399307
Samtals gestir: 2008136
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 04:36:52
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is