Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

31.10.2016 16:43

Nýtt skip till Eskju

Uppsjávarveiðiskipið Libas var afhentur Eskju hf. á Eskifirði í dag og mun skipið heita Aðalsteinn Jónsson og leysa af hólmi frystiskip félagsins með sama nafni.

Eskja hf. skrifaði undir samning við norska fyrirtækið Libas AS í Bergen um kaup á skipinu í ágúst síðastliðnum og var það afhent félaginu í dag. Libas er stærsta uppsjávarskip þeirra Norðmanna og byggt árið 2004, er 94 metrar að lengd og tæpir 18 metrar á breidd. Skipið var smíðað í Fitjar Mek. Verksted í Noregi og er geysilega vel útbúið til veiða en skipið er einnig hannað til hafrannsókna og þjónustu við olíuleit.

Aðalvél skipsins er Wartsila 12V32, 6000 kw eða 8100 hestöfl og burðargeta er um 2400 m3 í 12 kælitönkum.

Nýr Aðalsteinn Jónsson mun nýtast félaginu vel að afla hráefnis í nýtt uppsjávarfrystihús sem verið er að reisa á lóð félagsins á Eskifirði en auk þess hentar skipið vel til kolmunnaveiða. (eskja.is)

 

Libas kominn á Eskifjörð og fær nafnið Aðalsteinn Jónson SU 11.

Ég fékk þessa mynd senda en er ekki með nafn ljósmyndarans, vonandi er í lagi að birta hana.

Flettingar í dag: 532
Gestir í dag: 97
Flettingar í gær: 725
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 9252914
Samtals gestir: 1994752
Tölur uppfærðar: 21.8.2019 13:15:55
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is