Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

17.04.2014 13:02

Vaðgeir VE 7

Sigurður Helgason úr Þorlákshöfn sendi mér myndir af þrem bátum og koma þær úr hans einkasafni. Hér kemur sú fyrsta og sýnir hún Vaðgeir VE 7 í insiglingunni til Eyja. Vaðgeir hét upphaflega Narfi EA 671 á íslenskri skipaskrá. Í bókum Jóns Björnssonar segir að báturinn hafi verið smíðaður 1911 í Danmörku. Guðmundur Jörundsson og Áki Jakobsson Siglufirði eru sagðir eigendur hans frá 6. mars 1941 og verðum við því að gera ráð fyrir að hann hafi þá verið keyptur til landsins.

Skipið var 83 brl. að stærð og búið 232 hestafla Allen díeselvél þegar Guðmundur og Áki kaupa hann.

Gluggum aftur í  bók Jóns: Seldur 31. janúar Sigurði Sigurjónssyni og Ágústi Matthíassyni  Vestmannaeyjum og fékk skipið nafnið Þráinn VE 7. Selt 2. september 1952 Guðvarði Vilmundarsyni Vestmannaeyjum og fékk hann þá nafnið Vaðgeir VE 7 sem hann ber á myndinni hér að neðan. Selt 5. maí 1955 Útnesi h/f í Reykjavík og hélt skipið nafninu en varð RE 345. Selt 7. júní 1956 Jóni Magnússyni í Reykjavík. Skipið rak á land í Reykjavík og ónýttist 24. nóvember 1956.

Frá því sagði í Þjóðviljanum:

"Fjóra báta rak út úr höfninni í fyrrinótt.

Í fyrrinótt var hvassviðri um land allt og hér í Reykjavík komst veðurhæðin upp í 10 til 11 vindstig, þegar hvassast var. Í rokinu slitnuðu fimm mannlausir vélbátar frá bryggjum hér í höfninni og rak fjóra á fjöru við Kirkjusand. Hvassviðri skall á um kvöldið og um miðnætti var komið suðvestan 33 hnúta rok hér í Reykjavík. Hvassast varð um þrjúleytið um nóttina, þá mældist rokið 50-60 hnútar eða 10-11 vindstig, að sögn Veðurstofunnar. Þegar leið á nóttina færðist áttin meira til vesturs og með morgninum gekk veðrið niður. Spáð er þó áframhaldandi vestanátt með allhvöss um éljum. Bátarnir fimm, sem slitnuðu upp, voru bundnir við eina af bryggjunum í vesturhöfninni hjá verbúðunum á Grandagarði, og var enginn maður um borð í þeim.

Einn bátinn Snæfell,rak á land við Norðurgarðinn og náðist hann aftur á flot í gærmorgun. Hina bátana fjóra rak út úr höfninni og upp í fjöru skammt frá Kirkjusandi. Bátarir voru Erna RE 15, um 100 lestir að stærð, Vaðgeir RE 344 um 60 lestir, og tveir minni bátar: Freyja RE 99 og Unnur. Erna og Freyja lentu í fjörunni beint framundan þar sem var bátasmíðastöð Landssmiðjunnar, en Unnur undan Fúlutjörn. Fjaran er á þessum slóðum slétt og sendin og munu bátarnir því óskemmdir. Vb.Vaðgeir lenti hinsvegar vestar í fjörunni og hefur brotnað þar talsvert á klettum".

TFJL. Vaðgeir VE 7 ex Þráinn VE 7. © Sigurður Helgason.

 

 

Flettingar í dag: 559
Gestir í dag: 124
Flettingar í gær: 700
Gestir í gær: 144
Samtals flettingar: 9398286
Samtals gestir: 2007976
Tölur uppfærðar: 11.12.2019 21:52:08
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is