Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

30.11.2013 14:02

Káraborg

Hér birtist mynd sem ég tók fyrir margt löngu af Káraborg HU 77. Hún var þá á dragnótaveiðum hér í Skjálfanda. Eitt sinn var þessi bátur í Húsvíska flotanum og hét þá Kristján Stefán ÞH. Hét upphaflega Níels Jónsson EA 106 frá Hauganesi, smíðaður á Akureyri 1957. Þar var hann til ársins 1974 er hann var seldur til Ísafjarðar. Hét síðan mörgum nöfnum og Káraborg oftar en einu sinni. Það var hans síðasta nafn því það bar hann er hann sökk um 50 sjm. sv. af Reykjanesi 28. júní 1992. Mannbjörg varð.

694. Káraborg HU 77 ex Geiri í Hlíð GK. © Hafþór Hreiðarsson.

 

 

Flettingar í dag: 199
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396535
Samtals gestir: 2007592
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 06:55:33
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is