Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

30.11.2013 10:13

Ársæll

Hér kemur annar úr Hólminum, Ársæll SH 88 sem upphaflega hét Ársæll Sigurðsson GK. Heitir Ársæll ÁR í dag og er blár á litinn en þessi bátur hefur verið það í gegnum tíðina með þessari undantekningu þó. Þegar Ársæll var keyptur til Stykkishólms birtist eftirfarandi frétt í Morgunblaðinu:

NÝR bátur kom til heimahafnar í Stykkishólmi um helgina. Hann hefur fengið nafnið Ársæll SH 88 og er í eigu Sólborgar ehf. í Stykkishólmi. Skipið er keypt frá Hornafirði og var í eigu Skinneyjar-Þinganess og hét þá Steinunn SF 10.

Ársæll SH 88 er byggður í Noregi árið 1966 og er 197 tonn. Skipið er 34,64 m langt og 6,75 m breitt. Fyrri eigendur hafa gert miklar endurbætur á skipinu á síðustu árum og hefur umgengni þeirra um skipið verið mjög góð. Eigendur Ársæls eru ánægðir með kaupin og telja að þeir hafi fengið gott skip í hendur. Ársæll SH 88 kemur í stað eldri báts sem seldur var í vor til Flóa ehf. í Hafnarfirði og heitir hann nú Egill Halldórsson SH 2. Sólborg ehf. var stofnuð fyrir 23 árum árum og þetta er fjórða skip félagsins sem ber Ársælsnafnið.

Ársæll verður gerður út á netaveiðar og hefur þegar farið í sína fyrstu veiðiferð. Í áhöfn Ársæls verða 8 menn og skipstjóri er Viðar Björnsson.

1014. Ársæll SH 88 ex Steinunn SF. © Hafþór Hreiðarsson 2004.

 

 

Flettingar í dag: 262
Gestir í dag: 61
Flettingar í gær: 595
Gestir í gær: 109
Samtals flettingar: 9396598
Samtals gestir: 2007596
Tölur uppfærðar: 9.12.2019 08:31:58
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is