Kiwanismenn á Húsavík hófu flugeldasölu sína í dag í norðurenda húsnæðis Gámaþjónustu Norðurlands.
Flugeldasala ár hvert er mjög mikilvægur þáttur í starfi Kiwanisklúbbsins Skjálfanda og forsenda þess að klúbburinn hefur getað styrkt og stutt við mörg og margvíslegt verkefni.
Allur ágóði af flugeldasölunni fer til líknar- og björgunarmála.
Í kvöld verða Kiwanismenn með flugeldakynningu/-sýningu á planinu við íþróttahöllina og hefst hún kl. 21:00.

Glaðbeittir Kiwanismenn við söluborðið. © Hafþór 2012.