Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

23.06.2012 01:04

Rækjubátar skapa umsvif við höfnina

Nokkuð hefur verið um landanir rækjubáta á Húsavík það sem af er sumri. Auk heimabátanna Heru og Jökuls hafa aðkomubátar landað hér afla sínum.

Aflanum er ekið burt til vinnslu en þessi umsvif skapa þó vinnu við löndun, akstur með rækjuna auk þess sem bátarnir sækja hér ýmsa þjónustu.  

Í fyrradag landaði Þinganesið frá Hornafirði rækju sem fór til vinnslu á Grundarfirði. Á meðan starfsmenn Eimskip sáu um löndunina voru þeir Kári Páll Jónasson og Sigfús Jónsson að vinna við troll bátsins og voru myndirnar hér að neðan teknar þegar verið var að taka það aftur um borð.


Þinganesið við Bökugarðinn þar sem trollið var í endurmælingu. © Hafþór 2012.


Rækjutrollið á bryggjunni klárt að fara um borð. © Hafþór 2012.


Sigfús mundar slaghamar og úrrek. © Hafþór 2012.


Netagerðarmeistarinn Kári Páll er einn sá fremsti á sínu sviði þegar kemur að rækjutrollum. © Hafþór 2012.


Húsvíkingar eiga sinn fulltrúa um borð í Þinganesinu, kokkinn Gunnar Davíðsson sem búið hefur á Höfn um árabil. Hvort Gunni er orðinn svona óvanur mikilli sól skal ósagt látið. © Hafþór 2012.


Sigfús rífur í trollið og það ekki í fyrsta skipti. © Hafþór 2012.


2040. Þinganes SF 25 lætur úr höfn. © Hafþór Hreiðarsson 2012.
Flettingar í dag: 5
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9393930
Samtals gestir: 2007184
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 00:17:22
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is