Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

29.09.2011 22:40

Stórsöngvarinn og skipstjórinn Addi lögga

Þeir sem vilja sjá og heyra stórsöngvarann Aðalstein Júlíusson, skipstjóra á Háey II, þenja raddböndin á höfðuborgarsvæðinu um helgina hafa um tvo kosti að velja. Og það er ekki vitlaust að velja þá báða. Á föstudagskvöldinu kl. 23:59 treður hann upp með hljómsveitinni SOS á Spot í Kópavogi og hafa drengirnir söngdívuna Ínu Valgerði sér til fulltingis. Pabbi hennar var lengi kokkur á Björgu Jónsdóttur ÞH og er afburðarsöngvari einnig. Álaugardaginn kl. 17:00 verða tónleikar í Neskirkju þar sem áðurnefnd SOS koma fram með Kirkjukór Húsavíkur og flytja magnað prógramm þar sem heyrast m.a. lög sem Bítlarnir,Presley, Queen, Bubbi og Bó hafa gert ódauðleg. Hér að neðan tekur Addi Queenlagið Sombody to Love með Kirkjukór Húsavíkurkirkju undir stjórn Judit Györgi.
Flettingar í dag: 625
Gestir í dag: 117
Flettingar í gær: 778
Gestir í gær: 124
Samtals flettingar: 9401330
Samtals gestir: 2008464
Tölur uppfærðar: 15.12.2019 23:42:42
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is