Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

19.02.2011 17:27

Merike sökk í gær

Togarinn Merike í eig Reyktal ehf. sökk í gær en verið var að draga hann til Danmerkur þar sem rífa átti hann í brotajárn. DV greinir frá þessu á eftirfarandi hátt:

Togarinn Merike, frá Tallinn í Eistlandi, sökk um 45 sjómílur austur af Hjörleifshöfða í gær þegar verið var að draga hann til Danmerkur þar sem átti að rífa hann niður í brotajárn. Leiðindaveður var þegar slysið átti sér stað.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var engin olía um borð í skipinu og því var enginn viðbúnaður vegna slyssins. ,,Hann bara sökk og ekkert hægt að gera í því," sagði starfsmaður Landhelgisgæslunnur í samtali við DV.is, en mikið dýpi er á þessu svæði, líklega um 1800 metrar.

Samvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar fór togarinn á hliðina og sökk á mjög skömmum tíma. ,,Við héldum að það kæmi kannski eitthvað upp, en svo var ekki," sagði starfsmaðurinn, en fylgst hefur verið með svæðinu í um sólarhring og ekkert járn sjáanlegt. Hann segir ekkert hafa verið um borð í skipinu sem umhverfinu geti stafað hætta af.

Sjópróf vegna slyssins munu að öllum líkindum fara fram í Danmörku þegar dráttarbáturinn Eurosund, sem dró skipið, kemur þangað.

Merike, sem var í eigu fyrirtækisins Reyktal ehf, hafði staðið í Hafnarfjarðarhöfn í rúmlega fjögur ár, hann var síðast gerður út á rækjuveiðar.


Sonar og Merike (fjær) í Hafnarfjarðarhöfn árið 2001. © Hafþór Hreiðarsson.

Flettingar í dag: 529
Gestir í dag: 106
Flettingar í gær: 691
Gestir í gær: 173
Samtals flettingar: 9397556
Samtals gestir: 2007814
Tölur uppfærðar: 10.12.2019 15:23:52
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is