Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

06.11.2010 18:43

Nanna Ósk II

Nanna Ósk II ÞH 133 kom til heimahafnar á Raufarhöfn í gærkveldi en eins og áður hefur komið hér fram er báturinn nýsmíði frá Trefjum. Ég var á Raufarhöfn í dag ásamt Aðalsteini Árna Baldurssyni formanni Framsýnar-stéttarfélags og kíktum við um borð og óskuðum eigendum til hamingju með bátinn. Þeir bræður, Ragnar og Hólmgrímur, voru meira en til í að taka myndatökurúnt sem þeir og gerðu. Við Aðalsteinn tókum myndir og fórum svo að þakka fyrir og þá var okkur boðið um borð í annan rúnt semog við þáðum. Báturinn er mjög flottur að öllu leyti nema þá helst að það er Liverpoolmerki á bakborðshliðinni. þar hefði verið mun fallegra að hafa hið íðilfagra merki Newcastle United emoticon Annars ætla þeir bræður á línuveiðar inn skamms en þeir hafa einnig gert út á þorska- og grásleppunet á bátum sínum. Þeir eiga fyrir Nönnu Ósk ÞH 333 en hafa selt Andra ÞH.

2793.Nanna Ósk II ÞH 133. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

Ragnar og Hólmgrímur ásamt Ínu Soffíu dóttur Hólmgríms í brúnni á nýja bátnum.

Fleiri myndir af bát þeirra bræðra birtast hér á morgun.
Flettingar í dag: 5
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9393930
Samtals gestir: 2007184
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 00:17:22
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is