Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

16.07.2010 10:57

Hildur komin heim

"Heimsiglingin gekk bara mjög vel, fengum að vísu á okkur stórviðri í Norðursjó en hún reyndist hið besta sjóskip" . Sagði Hörður Sigurbjarnarson í morgun þegar skonnortan Hildur kom til heimahafnar á Húsavík eftir siglingu frá Danmörku. Hildur, sem er nýjasti bátur hvalaskoðunarfyrirtækisins Norðursiglingar, var í gagngerum breytingum þar sem henni var breytt úr hefðbundnum fiskibát í tvímastra skonnortu og fóru breytingarnar fram í Egernsund.  Áætlað er að Hildur verði klár til siglinga með farþega á hvalaslóðir Skjálfanda innan fárra daga.

Hildur er sjötti bátur fyrirtækisins og fóru aðrir bátar þess utan Náttfara  á móti Hildi og fylgdu henni síðasta spölinn til hafnar. Hún var smíðuð hjá bátasmiðju Gunnlaugs og Trausta á Akureyri árið 1974 og hét upphaflega Múli ÓF 5 og var frá Ólafsfirði.

Fyrir á Norðursigling skonnortuna Hauk en báðum skonnortunum svipar mjög til fiskiskonnorta þeirra sem algengar voru á hákarlaveiðum við Norðurland á 19. öldinni en eitt meginmarkmiða Norðursiglingar hefur frá upphafi verið varðveisla gamalla, íslenskra eikarbáta og um leið að viðhalda kunnáttu sem nærri er gleymd.

1354.Hildur ex Héðinn. © Hafþór 2010.

Skonnorturnar Hildur & Haukur á Skjálfanda í morgun. © Hafþór.

Flettingar í dag: 100
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9394025
Samtals gestir: 2007204
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 01:50:44
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is