Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

10.03.2010 21:21

Galti kominn úr breytingum

Grásleppusjómenn fóru út með net sín í morgunsárið og voru að koma inn fram eftir degi eftir að hafa lagt þau. Galti ÞH kom inn um miðjan daginn  en báturinn kom til Húsavíkur, úr breytingum sem hann var í á Siglufirði í fyrrinótt.

Breytingarnar á bátnum voru þær að byggt var yfir flotkassann á honum sem lengir dekkið á honum talsvert og gefur mun betra vinnupláss. Þá var skipt um skrúfu á bátnum auk ýmissa lagfæringa.

 

Aðalgeir Bjarnason fyrrum skipstjóri á Björgu Jónsdóttur er útgerðarmaður og skipstjóri á Galta og með honum róa Sigurður bróðir hans og frændi þeirra Olgeir Sigurðsson. Það er því alveg morgunljóst að næg eru réttindin til skipsstjórnar um borð í Galta, Siggi starfar nú sem skipstjóri á Jónu Eðvalds, sem áður hét Björg Jónsdóttir, og Olli var skipstjóri á Geira Péturs árum áður.


2385.Galti ÞH 320 ex Eydís HU. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

Olli tv. og Alli að græja netin um borð í gær. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

Komnir að bryggju í dag. © Hafþór Hreiðarsson 2010.

Flettingar í dag: 5
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 694
Gestir í gær: 121
Samtals flettingar: 9393930
Samtals gestir: 2007184
Tölur uppfærðar: 6.12.2019 00:17:22
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is