Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

30.11.2009 21:30

Hafbog MB 76 sjósett árið 1944

Steini Pé minnist á Hafborgu MB 76 í færslunni um Hilmi og hér kemur mynd frá sjósetningu Hafborgar árið 1944. Myndina sendi Sigurður Bergsveinsson mér en faðir hans var í læri hjá Gunnari Jónssyni skipasmið hjá KEA á árunum 1940-1945. Myndirnar eru úr fórum hans en ekki veir Sigurður nafn ljósmyndara.

Hafborg MB 76 var skráð 92 brl. að stærð búið 240 hestafla Lister aðalvél. Eigandi hennar var Hf. Grímur í Borgarnesi frá 30. maí 1944. Hafborg var endurmæld 1947 og mældist þá 101 brl. að stærð. Hún var seld í desember 1952 Rún hf. í Bolungarvík sem gaf henni nafnið Heiðrún ÍS 4.
1956 var Listernum skipt út fyrir nýja 360 hestafla vél sömu gerðar.  Í júní 1968 fær báturinn nafnið vestri BA 3 þegar það er selt Jóni Magnússyni á Patreksfirði og Hjalta Gíslasyni í Reykjavík. Þeir selja síðan bátinn snemma árs 1972 og eru kaupendurnir þeir Árni Sigurðsson og Reynir Ölversson í Keflavík. Þeir nefna bátinn, sem talinn var ónýtur og tekinn af skrá 18. desember 1973, Sólfell GK 62.
                                                           Heimild Íslensk skip.


87.Hafborg MB 76. © Úr safni S.B.

Flettingar í dag: 213
Gestir í dag: 44
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399307
Samtals gestir: 2008136
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 04:36:52
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is