Skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar

29.11.2009 19:44

Sighvatur GK fékk á sig brotsjói

Í kvöldfréttum RÚV sagði að línuveiðibáturinn Sighvatur GK hafi verið hætt kominn í gærkvöld þegar hann fékk tvisvar á sig brotsjó þar sem hann var að draga línuna norður og austur af Horni. Við fyrra brotið lagðist báturinn á hliðina og þegar skipstjóra hafði tekist að rétta hann af reið seinna brotið yfir.

Talsverður sjór flæddi inn á millidekkið og niður í vistarverur skipverja. Tveir menn, sem voru í lestinni þegar brotin riðu yfir, meiddust þegar kör hentust á þá og þeir köstuðust til.

Sighvati GK var þegar siglt til Skagastrandar og kom hann þangað í morgun. Að sögn lögreglu á Blönduósi var farið með mennina til læknis þar en þeir voru ekki alvarlega slasaðir og fóru fljótlega til skips aftur. Talsverðar skemmdir urðu á vistarverum og eigum skipverja vegna bleytu.


975.Sighvatur GK 57 ex Bjartur. © Hafþór Hreiðarsson 2009.

 

Flettingar í dag: 285
Gestir í dag: 54
Flettingar í gær: 771
Gestir í gær: 113
Samtals flettingar: 9399379
Samtals gestir: 2008146
Tölur uppfærðar: 13.12.2019 05:39:04
 


Eldra efni

clockhere

Tenglar

Um mig

Nafn:

Hafþór Hreiðarsson

Farsími:

8956744

Heimilisfang:

Sólbrekka 29

Staðsetning:

Húsavík

Heimasími:

4642030

Önnur vefsíða:

www.640.is